Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 29
Porvomobloð-SkintaMfl'
konur því þær fá breið læri, séu allar í
marblettum og sárum, rífi kjaft og verði
hálfgerðar strákatýpur. Ertu sammála
þessu? ,,Nei, ég held okkur hafi tekist að
blása nokkuð vel á þessar umræður með
auglýsingunum sem við höfum gert fyrir
kvennalandsleikina. í fyrstu auglýsingunni
vorum við allar á bíkínum og ég held að
það hafi komið mörgum á óvart hveru
kvenlegar við vorum. Auðvitað eru einhver-
jar inn á milli sem er strákaleg eins og
gengur bara og gerist. Það eru líka stelpur
sem ekki eru að æfa fótbolta sem eru
strákalegar. Ég held að þessi umræða sé
dálítið að fjara út og viðhorfið almennt."
Þannig að stúlkur verða ekkert meiri
stúlkur þó þær fari í dans frekar en
fótbolta? ,,Nei, raunverulega ekki. Þetta
snýst bara um áhuga hvers og eins og
hvað hann langar að gera. Ég hafði t.d.
alltaf miklu meira gaman af fótbolta heldur
en að dansi eða leika á píanó. Ég valdi því
fótboltann því þar fékk ég mestu ánægjuna
og naut mín best og svoleiðis á það að
sjálfsögðu að vera.“
Heldur þú að foreldar reyni stundum
meðvitað að láta dóttur sína fara í
eitthvað annað en fótbolta? ,,Já, það var
þannig. Eg held að það sé a.m.k. miklu
minna um það núna sem betur fer. En ég
hef heyrt foreldra segja að
þau voni að áhugi dóttur
þeirra sé að minnka á fót-
boltanum svo hún hætti.“
Mataræði og nægur
svefn skipta
miklu máli
Ef við snúum okkur að-
eins að þér aftur þá
stendur þú svona fremst
á meðal jafningja. Hug-
sar þú vel um líkamann
og hvað þú setur ofan í
Þ'g? ,,Já, ég hugsa mikið
um hvað ég borða og að
fá góðan svefn. Ég reyni
að borða mjög hollan mat
alla daga og drekk mikið
af vatni. Mataræðið og nægur svefn skipta
miklu máli ef íþróttafólk ætlar að ná langt.“
Sumir íþróttamenn reyna að fara auð-
veldu leiðina og taka inn ólögleg lyf til
að auka árangur sinn. Hvað finnst þér
um slíkt? ,,Mér finnst það alveg út í hött og
ég er algjörlega á móti því. Það var eitthvað
um þetta hérna á landi fyrir nokkru. Þá voru
einhverjar töflur í gangi sem voru
stórhættulegar. Þær juku
m.a. hjartslátt og kraft og ég
er ekki alveg viss um að
menn hafi gert sér grein fyrir
hvað þeir voru að setja ofan
í sig. íþróttir snúast um hvað
þú ætlir þér og hversu
mikinn metnað þú hefur. Ef
íþróttamönnum finnst þeir
ekki vera að ná árangri þá
verða þeir bara að leggja
meira á sig.“
Lyfjapróf hafa verið að
aukast sem er
af hinu góða
Er fylgst nógu vel með
þessum hlutum hér á
landi? ,,Það hefur a.m.k.
verið að aukast sem er af hinu góða. Það
voru tvær teknar hjá okkur í KR í lyfjapróf
eftir deildarleik og er það í fyrsta skiptið
sem einhver er tekin hjá okkur. Það er
nauðsynlegt að fylgjast með þessu. Þessi
ólöglegu efni eru hættuleg og menn sýna
mikið dómgreindarleysi og fáfræði ef þeir
eru að taka þau.“
Þá voru einhverjar
töflur í gangi sem
voru stórhættu-
legar. Þær juku
m.a. hjartslátt og
kraft og ég er ekki
alveg viss um að
menn hafi gert sér
grein fyrir hvað þeir
voru að setja ofan í
sig. íþróttir snúast
um hvað þú ætlir
þér og hversu
mikinn metnað þú
hefur.
I/IÐ CERUM GOÐAN BIL BETRI
Bílalakk ■ Bílrúður og ísetningar ■ Bremsuvörur ■ Olíuvörur
Verkfæri ■ Bón- og hreinsivörur og miklu miklu meira!
3M L
HEÆElJí
mintexT)
Sundströmf m
íjprevost
ahmp/w kihtrtaa
P^| DMBISi LfBÆJ e ceuette gmgcoj Vjm tr.sk. SBffl
i
Imintexi
DOGfí Farécla auto^mrt He rkules
ORKA - SNORRI G. GUÐMUNDSSON HF.
Bíldshöfða 8-110 Reykjavík • Sími: 535 8800 • Fax 535 8808 • www.arka.is