Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 19
Forvarnablað-Skinfaxa var hugarfarið og reynslan farin að segja til sín? ,,Ég held að það séu nokkrir samverkandi þætti sem hjálpuðu til að ég hélt þetta svona lengi út. Aðbúnaður í þjálf- uninni hefur sífellt verið að batna á undan- förnum árum. Öll meðhöndlun og sjúkra- þjálfun hefur verið betri sem hefur hjálpað mér mikið. Nú er meiri áhersla lögð á styrk- tar og snerpuæfingar í stað langhlaupa. Og þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikill langhlaupari. Þá he'f ég bara verið svo lán- samur að halda mínum styrk og hraða sem hefur verið stór þáttur í mínum leik og gert mér kleift að standa fyrir mínu. Ég hef því haldið mínum eiginleikum sem leikmaður. Ég er því mjög ánægður með hafa haldið áfram þegar ég ætlaði að hætta fyrir 3-4 árum síðan. Ég hef haft virkilega gaman af boltanum síðustu árin og verið ánægður með hvernig mér hefur vegnað og liðinu. Ég sé því ekki eftir því að hafa haldið áfram fram á þennan aldur.“ Þú talaðir um að þú hefðir tekið mikið af bólgueyðandi og verkjastillandi töflum síðustu árin í boltanum. Heldurðu að þú hefðir haldið út í eitt ár í viðbót í ensku úrvalsdeildinni sem er talin sú hraðasta og harðasta í heimi? ,,Já, það held ég nú. Það á kannski eftir að plaga mig seinna meir að hafa ekki tekið eitt ár í viðbót á meðan ég gat,“ segir hann djúpt hugsi eins og hann sé með bakþanka. ,,Nei, hvaða vitleysa er þetta. Ég átti góðan tíma í bolt- anum. Þetta var góður timi til að hætta og ég á ekki eftir að sjá eftir því.“ Henry var ágætur í taumnum Þú lékst við marga af bestu framherjum heims í dag í ensku deildinni. Við hverja var erfiðast að glíma við? „Þegar Thierry Henry tók virkilega af skarið og gaf í þá var hann skæðastur. Henry var reyndar ágætur í taumnum í nokkrum leikjum en hann tók líka skorpur þar sem hann var illviðráðan- legur. Ég held því að hann sé sá hæfileika- ríkasti. En svo voru aðrir framherjar sem höfðu aðra eiginleika en hann og voru góðir eins og t.d. Craig Bellamy og það er ekki hægt annað en að dást af Alan Sherear sem skilar alltaf sínu og ótrúlegt hvað hann hefur seiglast í gegnum árin þrátt fyrir að hafa misst hraða.“ Var Henry með meiri hraða en Guðni sjálfur? ,,Ég held að hann hafi verið að- eins fljótari miðað við aldursmuninn en ég vil meina að ég hafi verið fljótari en hann Þegar ég var á sama aldri og hann. Ég get Þó engan veginn sannað það en mig langar fil að halda að svo hafi verið,“ segir hann hlæjandi. Þú hélst sjálfsagt með einhverju ensku liði áður en þú fórst út? ,,Ég hélt með Leeds Utd áður en ég fór út en þeir voru þá búnir að vera mjög lengi í öldudal og ég var alveg að gefast upp á þeim þegar þeir fóru loks upp í úrvalsdeildina. Ég hafði þvi dálítið gaman af því þegar ég náði að skora sigurmarkið á móti Leeds á Ellan Road á sínum tíma.“ Leeds tilfinningarnar koma ekkert upp aftur hjá þér núna þegar þú hefur sagt skilið við Bolton? „Nei, mitt lið er fyrst og fremst Bolton og svo hef ég Tottenham til vara ef því er að skipta og vonandi að þeirra fyrri fræðgar sól fari aftur að skína en það hefur eitthvað dregið fyrir hana á undanförnum árum.“ Þarf mikinn aga Það fýsir sjálfsagt marga að vita hvern- ig þú hefur farið að því að halda þér í svona góðu formi kominn á þennan aldur. Þarf ekki mikinn aga til að þetta megi ganga upp? ,,Jú, það þarf mikinn aga. Því skynsamari sem menn eru í matarræði og sínum lífsháttum og venjum því betur gengur þeim að endast lengur í þessu. Ég fann fyrir því þegar árin liðu að ég var meðvitaðri um að ég þyrfti að huga að matarræðinu, fara vel með mig og taka mínar hvíldarstundir. Það var líka stór þáttur í þessu að við vorum með mjög góð- an aðbúnað í kringum okkur. Við vorum með mjög færa sjúkraþjálfara og nuddara, við vorum með kínverskan lækni, næringa- fræðing, úthaldsþjálfara og sálfræðing þeg- ar menn voru að reita hár sitt yfir genginu. Þannig að stuðningskerfið í kringum liðið var með allra besta móti og þvi besta sem gerist í úrvalsdeildinni. Ég hafði einnig gaman af þessu og það er engin spurning að andlega hliðin spilar stóran þátt í þessu.“ Þú ert frekar grannur að eðlisfari. Nú eru komnar fimm vikur síðan þú fórst í frí. Ertu eitthvað farinn að bæta á þig kílóum? ,,Ég þarf að stíga á viktina. Ég hef ekki gert það enn þá síðan ég kom. Ég léttist reyndar alltaf í sumarfríinu þegar ég var í boltanum þótt ég hafi ekki sparað mat- inn sem ég lét ofan í mig. Líklega léttist ég alltaf því vöðvarýrnunin var töluverð. Ég er því ekkert sérstaklega við smeykur að hafa bætt á mig en auðvitað eiga 1-2 kíló eftir á bætast á mig með árunum," segir hann. Blaðamanni er hugsað hvort hann sé ekki að grínast eins og það sé eitthvað stórmál." Þú sagðir að þið hefðuð verið með sál- fræðing hjá Bolton. Eru leikmenn mikið að leita til hans þegar álagið er mikið?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.