Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 30
Olís dreifir forvarnablaði Skinfaxa Um árabil hefur Olíuverzlun íslands hf. - Olís komiö að fjölbreyttum samfélags- legum verkefnum. Verkefni þessi eru jafn ólík og þau eru mörg en þó má skipta þeim gróft í þrjá flokka: íþrótta,- mannúðar,- og umhverfismál. Yfirskrift þessa blaðs er „Forvarnir" og því er ekki úr vegi að fjalla um með hvaða hætti þau verkefni sem Olís kemur að tengjast forvörnum. Bensín og forvarnir Hvað leggur Olís að mörkum til forvarnarstarfs? Forvarnastarf í víðum skilningi þess orðs er umfangsmikið starf og krefst aðkomu og samvinnu fjölmargra aðila. Það er því ekki hægt að segja að Olís eitt og sér sinni forvarnar- starfi í þeim skilningi. Slík fullyrðing væri móðgun við þá mörgu aðila sem sinna því starfi af miklum eldmóði og hugsjón. Hins vegar má með sanni segja að Olís komi að forvarnarstarfi á einn eða annan hátt, þó einkum með fjárstuðningi. Oft vantar einmitt fjármagn til að hrinda góðum hugmyndum í fram- kvæmd og til að auðvelda sjálfboða- liðum og starfsfólki ýmissa félaga- samtaka störfin. Það er þar sem Olís kemur að forvarnarverkefnum, í fjármögnunarhlutanum. Olís er aðili að samfélaginu Ástæða þess að Olís hefur áhuga á að koma að verkefnum tengdum for- vörnum er ekki eingöngu tengd ímynd félagsins þó að vissulega megi segja að stuðningur við slík verkefni hafi jákvæð áhrif á ímyndina. Olís er ein- faldlega aðili að samfélaginu að sama skapi og önnur fyrirtæki, stofnanir, skó- lar, sveitarfélög, einstaklingar og fél- agasamtök. Við lítum þannig á það sem samfélagslega skyldu okkar að leggja eitthvað að mörkum til sam- félagsins. Eins og gefur að skilja eru ætíð einhver takmörk fyrir því að hve miklu leyti hægt er að styðja við verkefni af þessum toga. Fyrir- spurnir um styrki til ýmissa verkefna, hvort sem um er að ræða verkefni tengd forvörnum eða önnur óskyld verkefni, berast fyrirtækinu daglega og skiptir sfundum tugum í viku hverri. Þrátt fyrir einlægan vilja til að láta fjármagn af hendi rakna til góðra málefna þá er ógjörningur að verða við öllum þeim styrk- beiðnum sem fyrirtækinu berast. íþróttir ein sterkasta forvörnin Rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun er ein sterkasta forvörn sem til er gegn vímu- efnum og óreglu hverskonar, auk þess sem þær stuðla að heilbrigðu líferni, sjálfstrausti og metnaði. Olís leggur mikið upp úr sam- starfi og stuðningi við íþróttahreyfinguna i landinu og styður við bakið á fjölmörgum íþróttafélögum. Garðabæ, Handknattleiksdeild ÍR, Knatt- spyrnudeild Breiðabliks, Handknattleiksfélag Kópavogs, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, íþróttafélagið Leiknir, Hauka og Val. Á Nes- kaupstað er íþróttafélagið Þróttur sem Olís hefur stutt undanfarin ár og hefur stuðningur við þá verið staðfestur til næstu 2ja ára. Af öðrum félögum á landsbyggðinni sem Olís styður má nefna KA á Akureyri, íþróttafélag Akraness, Ungmennafélag Grindavíkur, Körfuknattleiksdeild Snæfells og Frjáls- íþróttadeild Tindastóls. Þá hefur Olís styrkt akstursíþróttir undanfarin ár m.a. með samningi við Jón Ragnarsson rallýkappa og syni hans. Auk þess að styrkja íþróttafélögin beint með ýmsum hætti þá er Olís kostunaraðili að Olíssportinu á Sjón- varpsstöðinni Sýn auk þess sem félagið Félagið hefur m.a. verið einn ötulasti stuðningsaðili Fjölnis í Grafarvogi frá stofnun þess félags og tekið þátt í að byggja upp starf æskufólks í hverfinu. Knattspyrnufélagið Þróttur hefur lengi tengst Olfs og var nýlega gengið frá nýjum samningi milli félaganna. Það eru þó nokkur önnur félög sem Olís styrkir og má þar helst nefna Stjörnuna í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.