Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 26
Ásthildur Helgadóttir Það fer ekki á milli mála að Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona úr KR og landsleikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins er ein besta ef ekki sú besta knattspyrnukona sem ísland hefur átt. Þessi 27 ára gamla stúlka hefur unnið allt sem hún getur mögulega unnið hér á landi enda státar hún af átta íslandsmeistaratitlum og fjóum bikarmeistartitlum. Tvisvar hefur hún verið valin leikmaður ársins og síðast í fyrra. Þegar íslandsmótið í knattspyrnu er rúmlega hálfnað standa KR-stúlkur vel að vígi en þær tróni á toppi deildarinnar og virðast vera komnar langleiðina með að verja íslandsmeistaratitilinn sem þær unnu í fyrra. En ætli íslandsmótið sé búið f augum Ásthildar? Þessi ólöglegu efni eru hættuleg og menn sýna mikið dómgreindarleysi og fáfræði ef þeir eru að taka þau - segir Ásthildur Helgadóttir fremsta knattspyrnukona landsins ,,Nei, alls ekki. Ég er ekki tilbúin að viðurkenna það.. Það er nóg eftir af mótinu og efstu liðin eiga eftir að leika innbyrðis. Það getur því allt gerst enn þá og getur farið svo að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðust umferð.'1 Hvað finnst þér um íslandsmótið það sem af er? ,,Það er búið að vera skemmtilegt. Það hefur verið meiri keppni en oft áður og efstu fjögur liðin í deildinni eru nokkuð jöfn. Við erum t.a.m. dottnar út úr bikarnum sem má kannski teljast óvænt. Deildin er reyndar tvískipt og hin fjögur liðin sem eru í neðri hluta deildarinnar hafa verið að eflast eins og t.d. FH.“ Liðið hefur verið að gera ótrúlega hluti Nú hafið þið verið að missa stelpur milli ára og í meiðsli núna í ár. Áttirðu von á ykkur svona sterkum þetta sumar? ,,Mér finnst liðið okkar hafa gert ótrúlega góða hluti miðað við miklar breytingar og svo höfum við misst marga leikmenn í meiðsli t.d. eru fjórar í með slitin krossbönd. Við höfum því stöðugt þurft að breyta liðinu á milli leikja en samt náð góðum úrslitum. Það er bara óskandi að við náum að klára þetta.“ Eins og þú segir er deildin tvískipt og oft sjást stórar tölur þegar sterkari liðin leika við þau lakari. Vantar ekki fleiri sterk lið þannig að kvennaknattspyrnan eflist? „Jú, það væri betra fyrir boltann en eins og ég sagði þá hafa lakari liðin verið að styrkjast og vonandi halda þau áfram sínu striki og nálgast toppliðin. Það hefur verið í umræðunni lengi að breyta deildinni þannig að allir leikirnir séu erfiðir. Það hefur því miður ekki fundist nein almennileg lausn án þess að hún bitni á lakari liðunum og ég sé ekki alveg í hendi mér hvað hægt er að gera. Það er samt voðalega leiðinlegt fyrir alla aðila þ.e.a.s. bæði liðin og áhorfendur þegar leikirnir eru að vinnast með einhverjum fimm til átta mörkum.“ Hvað með kvennaboltann í heildina er hann að styrkjast? „Já, ég tel það. Sérstaklega eftir að landsliðinu fór að ganga svona vel sem varð til þess að áhorfendum hefur fjölgað og fjölmiðlaumfjöllunin hefur orðið meiri. Áhuginn hefur því almennt aukist fyrir kvennaboltanum og einnig hjá ungu stúlkunum sem eru að æfa fótbolta auk þess sem æfingarnar eru orðnar mun markvissari en áður sem skilar vonandi fleiri og betri stelpum upp í meistaraflokka félaganna." Möguleikarnir fyrir stelpurnar orðnir miklir Brottfailið úr kvennaboltanum hefur verið mikið á meðal stúlkna sem eru rétt komnar yfir tvítugt og eiga sín bestu ár eftir. Þetta hefur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.