Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 24
Forvarnablað Skinfaxa
erum við með tölvu- og pökk-
unardeild og þar m.a. prentum
við plastkort fyrir hin ýmsu félaga-
samtök."
Stundvísi, reglusemi og agi
Nú hafa þessir krakkar kannski
ólíkan bakgrunn og hafa átt í
vandamálum. Hvernig er að
halda þeim við efnið?
,,Það hefur gengið ágætlega.
Það hafa reyndar komið til okkar
krakkar sem fara aftur eftir tvo
daga. En við leggjum miklar
áherslu á mætingu, sundvísi,
reglusemi og aga. Að krakkarnir
klári sín verkefni og geri það vel
sem þau gera. Við erum því að
reyna að kenna þeim góða siði
sem þau geta tekið með sér út á
vinnumarkaðinn. Við erum með
sömu viðmið og aðrir vinnustaðir
þótt við sýnum þeim aðeins meiri
þolinmæði og sveigjanleika sér-
staklega varðandi mætingarnar á
meðan við erum að koma þeim
inn á ákveðið stig. Þegar framlíða
stundir þá herðum við ólina og
tökum strangar á þeim. Þetta er
eins og hver annar unglinga-
vinnustaður, það einkennir þau
ákveðið agaleysi þegar þau
koma hérna inn en þau vita að
þau verða að byrja á því að
sanna sig þegar þau koma.“
Þið eruð með yfir 30 krakka hjá
ykkur sem koma úr sitthvorri
áttinni með ólík vandamál -
hvernig er vinnuandinn?
,,Hann er mjög góður. Þetta er
mjög samheldinn hópur og það
eru allir sem leggja sitt af mörkum
til að halda jafnvægisandrúmslofti
á staðnum. Það er enginn einn
foringi í hópnum. Hérna lúta
menn reglum, mæta í sína vinnu,
sinna sínum verkum og fara
síðan heim og þar sem hver og
einn hefur sinn tíma.“
Lokum aldrei á þau
Kemur það fyrir að krakkarnir
komi stundum í annarlegu
ástandi til ykkar?
,,Já, það hefur gerst. Við vísum
þeim þá ekki á dyr og lokum á
þau heldur reynum við frekar að
aðstoða þau til að sækja um á
Vogi, útvega þeim áfengisráð-
gjafa eða einhvern sem getur
stutt við bakið á þeim. Við erum í
sambandi við félagsþjónustuna
sem er í miklum tengslum við
okkur. Þannig að við höfum stutt
þessa einstaklinga til að leita sér
hjálpar. Ef þeim gengur vel í
meðferðinni þá höfum við stund-
um gefið þeim tækifæri á að
koma hingað aftur og byrja upp á
nýtt til að fóta sig því þau eiga
ekki marga möguleika. Þessi
krakkar lenda því miður í vfta-
hring, þau eru peningalaus,
atvinnulaus, sumir eiga ekkert
heimili og eru að sofa hingað og
þangað og eiga því enga
eiginlega fótfestu. Það er því
okkar draumur hjá Fjölsmiðjunni
að fá gamla Kópavogshælið og
breyta því í gistiheimili sem gæti
verið aðstaða fyrir þessar krakka
sem eru nánast á götunni. Ég
efast ekki um að árangurinn yrði
betri og þessir krakkar ættu
auðveldara um vik að ná sér á
strik ef þau ættu einhvern fastan
samastað.“
Hvar hæfileikarnir liggja
Þú segir að krakkarnir séu hjá
ykkur í hámark tvö ár. Hvað
verður síðan um þau sem
útskrifast hjá ykkur?
,,Við reynum að fylgja þeim eftirl.
Það eru náttúrulega misjafnar að-
stæður hjá þessum krökkum og
sum eiga erfitt með að koma sér
sjálf á framfæri og þá leggjumst
við á eitt að finna einhverja vinnu
sem hentar þeim. Við spyrjum
þau þá hver þeirra framtíðarsýn
sé og reynum síðan að vinna
einhver verkefni sem henta þeirra
hugmyndum. Ef við sjáum að
krakkarnir hafi einhverja góða
hæfileika þá reynum við að rækta
þessa hæfileika, efla þá og reyn-
um síðan að beina þeim á þá
braut þegar þau fara frá okkur."
Ef einhver hefur áhuga að
kynna sér starfsemi Fjölsmið-
junnar nánar þá er síminn:
544 4080
Heimasíðan er:
fjolsmidjan.is
Þar er hægt að finna allar upplý-
singar um starfsemina og þar er
einnig hægt að sækja um um
vinnu.
UtnÁcHSffí Ú/c' Cýfi CSiYlC.
vib Sogsbrú Grímsnesi
Ijaldsvæði ° Göngustígap
Málvepkasýningar ° Esso bensínvðif
Kjðl é gpillið ° Verslun |
Sími: 482 1074