Skinfaxi - 01.08.2003, Qupperneq 4
Sverrir Þór Sverrisson
Flestir ef ekki allir kannast við „Sveppa"
og hans uppátæki í sjónvarpsþættinum
70 mínútum á Popptíví. Sveppi, eða
Sverrir Þór Sverrisson eins og hann heitir
með réttu, byrjað í 70 mínútum árið 2000
þegar þátturinn hóf göngu sína. Hann var
þá einungis aðstoðarmaður og lék í földu
myndavélinni og var með dagskrárlið
sem hét Sveppahorn en hefur frá lok árs
2001 verið einn af stjórnendum þáttarins
ásamt þeim Sigmari Vilhjálmssyni og
Auðunni Blöndal. Þáttur þeirra félaga
nýtur mikilla vinsælda og hugmynda-
auðgi þeirra félaga er mikill. Skinfaxi hitti
Sveppa að máli yfir kaffibolla á skrifstofu
þeirra féiaga og spurði hann út í hina
heilögu þrenningu, þáttinn o.fl.
Auðunn fer alltaf að gráta
enda er hann yngstur
- segir Sverrir Þór Sverrisson, ööru nafni Sveppi um félaga sinn á Popp Tíví
„Þremenningarnir" virðast ná vel saman
í þáttunum og blaðamanni Skinfaxa lék
forvitni á að vita hvort þeir hefðu þekkst
áður en þeir byrjuðu með þáttinn?
„Nei, nei, við þekktum ekkert hvor annan.
Ég vissi aðeins hver Simmi var þegar hann
lék handbolta með Val en ég þekkti hann
ekki neitt og sama er að segja af Auðunni."
Hvernig kom það til að þú varst beðinn
um að vera með í þættinum?
„Ég stundaði nám í FB og tók félagslega
þáttinn fram yfir námið ef svo má að orði
komast. Ég tróð mér í og tók þátt í öllum
leikritum og söngleikjum sem settir voru
upp þannig að það bar „örlítið" á manni.
Simmi var með útvarpsþátt á Mónó á
þessum tíma og hann fékk mig til að ganga
hringinn í kringum landið sem ég gerði.
Eftir að Simmi byrjaði með þáttinn bað
hann mig að koma og sjá um vissa dag-
skrárliði í þættinum."
Gera grín af sjálfum sér
Um hvað snýst síðan þátturinn 70 mín-
útur?
„Þátturinn er mjög fjölbreyttur og er dálítið
það sem okkur dettur í hug. Við stjórnum
ekki eingöngu þættinum heldur tökum við
öllum áskorunum sem okkur berast og
framkvæmum þær sjálfir. Við gerum í raun
jafn mikið grín af okkur og öðru fólki. Okkur
er því ekkert heilagt í þessu og við sýnum
allt sem okkur dettur í hug. Við erum ekkert
að fela eitthvað eða klippa eitthvað út.“
Er þátturinn ekki ritskoðaður?
„Ekki mikið. En við pössum okkur á því að
fara ekki yfir ákveðna gráa línu sem við.
Við vinnum þó mikið í kringum hana. í raun
er þetta bara vitleysisbull eða vitleysis-
gangur sem skaðar engann nema kannski
mest okkur sjálfa og það er allt í lagi.“
Hvað gerði Sveppi áður en hann byrjaði
í 70 mínútum?
„Ég var að vinna í grænmetinu í Hagkaup
og það var frábært," segir hann hlæjandi-
„Þaðan fór ég á grænmetislager Hagkaups.
Ég var síðan ekki lengi að ákveða að faera