Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 7
Eorvornobloð Sltinfoxo Lackerol nefspýtingu. Það var mjög langt og verður seint bætt. Nú svo eigum við t.d. met í áhugalausu trompolínhoppi, skósparki og sokkasparki. Simmi á t.d. íslandsmet í Sveppa- kasti þ.e.a.s. að hann kastaði mér og ég get fullvissað alla um að það met verður ekki slegið." Þið reynir margar hundakúnstir og leggið stundum líkama ykkar að veði til að fram- kvæma hlutina. Er þetta ekki stundum hættuleg vinna? „Jú, blessaður vertu. Það var bara fyrir nokkrum dögum að Auðunn fékk sár á hnéð í hoppu- kastala í tívólíinu í Smáralind. Svo er ekki langt síðan að Auðunn tognaði á hendinni þegar verið var að draga okkur á gúmítuðrum. Þegar ég hugsa út í það þá meiðist Auðunn dálítið mikið. Hann er sennilega sá veikasti af okkur og fyrstur til að fara gráta,“ segir hann og virðist vera nokk- uð skemmt þegar hann rifjar upp ófarir vinar síns. Ég og Simmi erum meiri harðjaxlar En hann er sá yngsti af ykkur? „Já, að vísu og á því dálítið erfitt uppdráttar grey- ið. Ég og Simmi erum meiri harðjaxlar og því leit- ar hann oft til okkar eftir huggun.“ Þið eruð í frekar óvenjulegum íþróttagreinum. Varstu aldrei neitt íþróttaundur þegar þú varst yngri? „Jú, ég verð að segja það. Ég var í fótbolta og handbolta og var t.a.m. valinn í unglingalandsliðið í handbolta á sínum tíma. Ég fékk að vísu aldrei að spila, en fékk þó búning. Ég varð íslands- meistari með ÍR í handbolta, fór síðan í Víking og á endanum í Fylki en þá var þetta meiri bumbubolti." Þannig að þú átt ágætis feril og hefur verið eftirsóttur leikmaður? „Já, það má með sanni segja það. Liðin buðu grimmt í mig og ég var keyptur tvisvar á milli liða. Og það kostaði sitt fyrir liðin.“ Fólk án vímuefna skemmtir sér betur Ef við brjótumst úr þessum glansheimi íþróttanna sem þú upplifðir á þínum ferli og förum í annað mikilvægt málefni þá virðist sem unglingar í dag setji samasem merki á milli skemmtunnar og vímuefna þ.e.a.s. að ekki sé hægt að skemmta sér án þessar efna. Þið hafið sannað það í ykkar þætti að það er hægt að gera margt skemmtilegt og frumlegt án þess að vera undir áhrifum vímuefna? „Já, svei mér þá. Ég ætla bara rétt að vona það að fólk geti skemmt sér án vímuefna. Við félagar höfum t.d. farið víða til að skemmta fólki sem er ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og það virkar þannig á okkur að það skemmti sér miklu betur. Það er bara allt öðruvísi að skemmta fyrir alsgáða áhorfendur því það getur fylgst með hvað er að gerast í kringum sig og vitað hvað er að gerast. Svo höfum við t.d. farið niður í bæ um helgar og tekið upp fulla Islendinga að skemmta sérfyrir dagskrárlið sem heitir Djammið. Astæðan fyrir að þetta er skemmtilegt sjónvarspefni er að fólk sr eins og fífl. Það veit ekki hvað það er að gera, það veit ekki einu sinni af myndavélinni og bullar bara eitthvað. Svo er það komið með bömmer daginn eftir. Þegar við hittum síðan fólk sem er ekki í glasi þá hefur það miklu betur tök á hlutunum og veit hvað það er að gera. Það getur skemmt sér og sér líka hætturnar sem eru í kring. Það er mikið atriðið að fólk viti hvað það geri og geti metið hvað sé að gerast í kringum það.“ Höguðu sér eins og asnar Fyrir hvorn hópinn er þá skemmtilegra að skemmta? „Það er ekki erfitt að gera upp á milli því unglingar undir áhrifum eru leiðinlegir og trufla oft á tíðum sýninguna. Unglingarnir sem eru ekki undir áhrifum skemmta sér betur sem verður til þess að við skemmtum okkkur betur og sýningin sem við erum með verður betri í heildina. Þá er áreitið frá ungling- um undir áhrifum töluvert mikið þegar við förum niður í bæ um helgar að taka upp, sem er alveg óþolandi. Þá fannst mér dapurt að sjá unglinga drekkandi bjór og sterkara áfengi fyrir klukkan tíu um kvöldið á 17. júní hagandi sér eins og asnar. Þegar þessir unglingar eru komnir á sama aldur og ég þá eiga þau eftir að líta til baka og hugsa hversu bjánalegt þetta var hjá þeim.“ En þróunin virðist ekki vera björt því svo virðist sem krakkar séu sífellt að verða yngri þegar þeir byrja að fikta með áfengi? „Já, það er alveg rétt og er ekki gott mál. En mér finnst þessi þróun í raun eiga við allt sem tengist unglingum í dag. Það virðist vera einhver tíska að prufa allt ólöglegt og því yngri sem þau eru því flottari halda þau að þau séu. í sannleika sagt er maður orðinn hálf hræddur um hvert þetta stefnir, hvar endar þetta? Ég er að heyra af 9 ára krökkum sem eru að reykja. Ég heyri af krökkum sem eru nýkomin í grunnskóla sem eru byrjuð að reykja hass. Þetta getur ekki verið góð þróun og sérstaklega ekki þegar sumt fullorðið fólk tekur þátt í þessu og vill t.a.m. lögleiða kannanbisefni. Á meðan fullorðna fólkið er farið að mæla með þessu hvað eiga þá börnin að halda? Þetta er fáránleg þróun og við í 70 mínútum erum algjörlega á móti þessu enda vorum við með þeim fyrstu sem skrifuðum undir viljayfirlýsingu um að banna lögleiðingu á kannanbisefnum." Foreldrar verða að geta tekið ákvarðanir fyrir börnin sín Hvar liggur ábyrgðin? „Ég held að sumir foreldrar taki ekki alveg nógu mikla ábyrgð á börnunum sínum. Það er náttúrulega þeirra fyrst og fremst að hugsa um börnin sín, fylgjast með þeim og halda þeim frá ruglinu. Þeir skipta því alveg gríðarlega miklu máli. Þeir verða að geta tekið ákvarðanir fyrir börnin sín. Þeir panta frekar tíma hjá náms- eða félagsráðgjafa, sálfræðingi eða einhverjum -fræðingi. Þau virðast ekki þora að takast á við hlutina og ræða málin sjálf við börnin sín.“ Eru það þá kannski foreldrarnir sem þurfa fyrst og fremst að taka sig í gegn þannig að hægt sé að stemma stigu við þessari þróun? „Já, ég held að margir þeirra megi taka sig á. Ég held að foreldrar „ljúgi“ of mikið að börnunum sínum þegar þau eru yngri sem á reyndar að vera saklaus lýgi t.d. ef lítið barn langar í sælgæti og biður foreldra sína um það. í staðinn fyrir að segja bara nei að það fái ekki sælgæti þá er alltaf verið að búa til einhverjar ástæður t.d. tækið er bilað eða ef þú færð nammi þá kemur vondi karlinn og tekur það. Þá eru foreldrarni farnir að kenna einhverjum öðrum um í staðin fyrir að taka sjálf ábyrgðina." Ég er að heyra af 9 ára krökkum sem eru að reykja. Ég heyri af krökkum sem eru nýkomin í grunnskóla sem eru byrjuð að reykja hass. Þetta getur ekki verið góð þróun og sérstaklega ekki þegar sumt fullorðið fólk tekur þátt í þessu og vill t.a.m. lögleiða kannanbisefni. Á meðan fullorðna fólkið er farið að mæla með þessu hvað eiga þá börnin að halda?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.