Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2005, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.08.2005, Qupperneq 5
Samverustundir barna 09 Joreldra shipta mdli Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, við umvefjum þau ást, veitum þeim öryggi og kappkost- um að koma þeim til manns. A þessari göngu er auðvelt að mis- stíga sig. Foreldrar verða að vera á varðbergi og mega í raun aldrei sofna á verðinum, því að þá getur illa farið.Aðgengi að stórhættuleg- um vímuefnum er mun meira og opnara en áður og sölumenn þess- ara efna svífast einskis í að ota þeim að unglingunum. Unglingar eru vænlegasti markaðshópurinn fyrirýmsan varning sem hellist yfir á degi hverjum í fjölmiðlum og þá ekki síst á Netinu. Eins og heimurinn er í dag verða unglingar stöðugt fyrir áreiti vegna alls kon- ar gylliboða. Það getur því verið erfitt fyrir foreldra að feta hinn gullna meðalveg og átta sig á því hvað sé best fyrir barnið. Ti'minn, sem foreldrar verja með börnunum si'num, skiptir miklu máli en íhinu hraða samfé- lagi nútímans hafa samverustundir við börnin minnkað. Kröfurnar; sem gerðar eru til alls í dag, taka sinn toll og fyrir vikið verður tíminn minni eða alls enginn fyrir fjölskylduna til að ræða saman. Það eitt fyrir foreldra að eiga góða stund með börnunum, ræða saman og taka á vandamálunum, getur skipt sköpum. Góð og sterk samskipti á milli foreldris og barns eru geysilega mikilvæg. Þau skapa öryggiskennd fyrir báða aðila, þá ekki síst fyrir barnið, sem eflir það og gerir það sterkt til að takast á við li'fið. Foreldrar verða, þrátt fyrir mikið vinnuálag, að áætla einhvern tíma með börnunum sínum. Þetta er tími sem kemur aldrei til baka og því afar brýnt að fara vel með hann og skipuleggja vel. I allri umræðunni um unglinga hafa forvarnir líklega aldrei skipað stærra hlutverk en einmitt nú um stundin Rannsóknir hér innanlands og erlendis staðfesta að þátttaka barna og unglinga í i'þróttum og öðru tómstundastarfi skiptir gríð- arlega miklu máli. Hún eflir börn og unglinga í alla staði, í námi og í öðru sem þau taka sér fyrir hend- ur Fyrst að íþróttaiðkun skiptir svona miklu máli verður aðgengi að þeim að vera jafnt fyrir alla. Kostnaður barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi getur verið stór biti fýrir fjölskyldu þar sem tekjur eru ekki miklar. Það vita flestir; sem eru kannski með nokkur börn í iþróttum á sama tíma, að það getur kostað sitt og þessi útgjöld hafa verið að hækka hin síðustu ár íþróttir hafa mikið forvarna- gildi og þegar upp er staðið hlýtur það að skipta samfélagið miklu máli. Nokkur sveitarfélög hafa sýnt lofsvert framtak með því að styrkja þátttöku barna og unglinga með ákveðinni upphæð. Það hljóta samt sem áður að vera sjálf- sögð réttindi að börn og unglingar eigi greiða leið til að stunda íþrótt- ir án tillits til efnahags foreldra og forráðamanna. Hverníg d ég oii bregðast i ef Mii mitt lendir í wM Ef þig grunar að barnið þitt misnoti vímuefni er mikilvægt að bregðast rétt við. Það er eðlilegt að finna til vanmáttarkenndar og hræðslu, en ífæstum tilfellum er barnið í bráðri lífshættu. Haltu ró þinni og ekki ráð- ast á barnið með ásökunum og æsingi þvf að þá missir þú traust þess. Ekki sökkva þér niður í sjálfs- ásökun. Það þarf ekki að vera að þú hafir brugðist í foreldrahlut- verkinu. Aflaðu þér upplýsinga um vímu- efni. Þær má finna á bókasöfnum, á Netinu, hjá forvarnaraðilum og heilbrigðisaðilum. Þekktu vini barnsins þíns. Vinahópur, lífsstíll og áhugamál barnsins segja mikið um líkurnar á vímuefnamisnotkun. Hafðu samband við aðra for- eldra sem eru í svipaðri stöðu. Reynsla þeirra getur hjálpað mjög mikið. SaíwnmnMíiS pr Iþróttaiðkun og félagslegur oski skilar sér alla leið þrosk Ritstjórí: Jón Kristján Sigurðsson, jonkristjan@umfi.is Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson.Jónas Erlendsson Umbrot og hönnun: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Prentun: Prentmet. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: PSN samskipti ehf. og Gunnar Bender Ábyrgðarmaður: Björn B.Jónsson.formaður UMFI. Ritstjórn: Anna R. Möller, Sigurlaug Ragnars- dóttir; Birgir Gunnlaugsson, Ester Jónsdóttir Þjónustumiðstöð UMFÍ: Fellsmúla 26 - 108 Reykjavík. Sími 568-2929. Netfang: umfi@umfi.is. Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn: Sæmundur Runólfsson fram- kvæmdastjóri.Valdimar Gunn- arsson landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi með aðsetur á Sauðárkróki, Hafdís Ranfsdóttir ritari, Þóra Kristinsdótt- ir bókhald, Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri Skinfaxa og kynningar- og upplýsingafulltrúi.SvavaBjörnsdótt- ir Blátt áfram. SKINFAXI - gefiö út samfleytt síöan 1909 |

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.