Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 25
k ► Tvamiir trjdm plantad imi Pdlmfl Gíslasonar Pálma Gíslasonar. Á myndina vantar Önnu R. Möller. 15. stjórnarfundur Ungmennafé- lags íslands var haldinn dagana 9.-1 I. september sl. að Heydal í Mjóafirði. I upphafi fór fram- kvæmdastjóri yfir dagskrá fund- arins sem er sá næstsíðasti fyrir sambandsþingið er haldið verður á Egilsstöðum dagana 22.-23. október nk. Eftir hádegishlé á laugardeginum 10. september hélt stjórnin ásamt fjölskyldunni í Heydal að Pálmalundi þar sem tveimur trjám var plantað í minningu Pálma Gíslasonarj fyrrum formanns Ung- mennafélags Islands. Annað var skrautreynir frá stjórn UMFÍ en hitt blóðhlynur frá Garð- yrkjustöðinni Borg. Jóhann Tryggvason, sem er lengst til hægri á myndinni, Britte Nielsen frá Grænlandi og Færeyingurinn Hans Anfmnson Norðfoss innsigla samkomulagið á Þingvöllum. Auhið samstarf <1 nmtu dnim Dagana 17,— 18. september sl. hélt Vestnordisk Ungdomsforum árleg- an fund sinn hér á landi i' annað sinn. Ungmennafélag Islands er aðili að þessum samtökum auk Æskulýðssamtaka Færeyja, FUR, og Æskulýðssambands Grænlands, Sorlak, en markmið samtakanna er að auka samskipti ungmenna frá þessum löndum. Á fundinum í Reykjavík var lögð áhersla á að auka samstarfið enn frekar á næstu árum og var undirritað samkomulag þess efnis. Þess má geta að í sumar stóðu samtökin að kvikmyndanámskeiði á ísafirði sem sló rækilega í gegn. SKINFAXI - pejiö út samfleytt síöan 1909 W

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.