Skinfaxi - 01.08.2005, Blaðsíða 27
Vestnordisk Ungdomsforum, sem
UMFÍ er aðili að, stóð fyrir nám-
skeiði í kvikmyndaleik á Isafirði
dagana 15. til 22. júní í sumar Á
námskeiðið komu 15 ungmenni, 5
frá hverju vestur-norðurlandanna,
íslandi, Færeyjum og Grænlandi.
Skemmst er frá því að segja
að námskeiðið gekk vonum
framar og þátttakendur sem og
aðstandendur voru yfir sig ánægð-
ir með árangurinn.
Námskeiðið fór þannig fram að
Hilmar Oddsson kvikmyndaleik-
stjóri kenndi kvikmyndaleik með
aðstoð nokkurra tæknimanna sem
hjálpuðu til við að búa til myndina
The Wedding.
Ummæli eins þátttakandans
frá Færeyjum segja sína sögu um
hrifninguna vegna námskeiðsins.
„Bravó, takk fyrir frábært nám-
skeið.” Annar var svo yfir sig hrif-
inn að hann ætlar að hefja nám
í kvikmyndaleik við Listaháskóla
íslands í haust. Fyrir námskeiðið
stóð það ekki til.
SKINFAXI - gefið út samfieytt síðan 1909 ]J