Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2006, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.02.2006, Qupperneq 8
Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára í Laugardalshöllinni: Miklarframfarir Lið ÍR sigraði með nokkrum yfir- burðum í heildarstigakeppni Meistaramóts íslands 15-22ára sem haldið var í Laugardalshöll- inni 4.-5. febrúar sl. og eru íslandsmeistararfélagsliða. ÍR hlaut samtals 266 stig, lið HSÞ varð í öðru sæti með 167 stig og lið Breiðabliks varð í þriðja sæti með 145 stig. ÍR-ingar sigr- uðu í fjórum aldursflokkum af sex á mótinu, eða í flokkum meyja, sveina, stúlkna og drengja, en Breiðablik sigraði í flokki ungkvenna og USÚ í flokki ungkarla. Tvö met féllu á seinni degi mótsins, en Vilhjálmur Atlason, ÍR, bætti met Sveins Margeirs- sonar í 1500 metra hlaupi drengja frá árinu 1994 um tæp- lega 5 sek., þegar hann kom í mark á 4:05,96 mínútum og var þetta annað metið sem hann bætti á mótinu, en hann bætti drengjametið í 800 metra hlaupi. Þá bætti Stefanía Hákonar- dóttir, Fjölni, vikugamalt meyja- met sitt í 400 metra hlaupi um 38/100 úr sek., þegar hún kom í mark á 56.53 sekúndum. Þrjú met voru sett á fyrra degi móts- ins. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ, bætti drengjametið í 60 metra hlaupi um 2/100 úr sek. þegar hann hljóp á 7.08 sek., en gamla metið var í eigu Sigur- karls Gústavssonar, UMSB, frá árinu 2003. Þorsteinn sigraði í 60 metra hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Þá bætti Helga Margrét Þor- steinsdóttir, USVH, meyjamet RagnheiðarÖnnu Þórsdóttur í kúluvarpi um tvo sentimetra, þegar hún varpaði kúlunni 13,87 metra. Helga Margrét sigraði í þremur greinum í meyjaflokkinum, en auk kúlu- varpsins vann hún líka 60 metra hlaup og langstökk. Vilhjálmur Atlason úr (R bætti þriðja metið, í 800 metra hlaupi drengja, þegar hann hljóp á 1:58,83 mínútum og bætti met sem Björgvin Vík- ingsson, FH, átti og var 1:59,6 mínútur, frá árinu 2000. Einnig verður skráð nýtt met í 3000 metra hlaupi meyja, en Sólveig Spilliaert, ÍR, hljóp þá vegalengd á 14:06,33 mín- útum. Ágætur árangur náðist í mörgum greinum, m.a. hlupu þrjár stúlkur undir 2:18 mínút- um í 800 metra hlaupi, en íris Anna Skúladóttir úr Fjölni hljóp á 2:14,08 mínútum og Kristjana Ósk Kristjánsdóttir, ÍR, kom í marká 2:16,61 mínútum í stúlknaflokki og Stefanía Hákonardóttir, Fjölni, sigraði í meyjaflokki á 2:17,23 mínútum. Alls tóku 223 keppendur frá 18 félögum og héraðssam- böndum þátt í mótinu, sem gekk mjög vel við hinar frá- bæru aðstæður í nýju höllinni í Laugardal. i

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.