Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2006, Page 10

Skinfaxi - 01.02.2006, Page 10
Gífurlegur efniviður segir Stefán Jóhannsson frjálsíþróttaþjálfari: Meiriháttar að vinna unglingum ídag Hinn landskunni frjálsíþrótta- þjálfari Stefán Jóhannsson segir efniviðinn aldrei hafa verið meiri á sínum 38 ára ferli sem þjálfari. Stefán segir frjáls- íþróttafólk almennt séð nýta sér aðstöðuna í Laugardal til hins ýtrasta en með tilkomu hennar er hægt að æfa allt öðru vísi og skipuleggja æfing- ar mun betur en áður þekktist. Áður hafi æfingar verið skipu- lagðar úti um allan bæ, á gang- stéttum og æft á bílastæðinu í Kringlunni á sunnudögum. Núna sé bara mætt á einn stað og á staðnum er öll aðstaða. Þetta er engin smámunur og þá ekki síður fyrir þjálfarana. - Sérðu fleiri efni koma fram í frjálsum íþróttum en áður? „Ég get fullyrt að það hafa aldrei verið fleiri efni á landinu. Við eigum í dag um 15 ungl- inga sem eru efni í afreksfólk og þar á eftir er stór hópur sem er að æfa mikið til þess að ná þeim sem lengra eru komnir. Eftir svona 5-6 ár getum við stillt upp mjög sterku lands- liði. Ég þakka það fyrst og fremst góðu starfi félaganna og síðan á eftir að koma í Ijós hverju nýja höllin skilar. Nýju aðstöðunni í Laugardal hef ég stundum líkt við að fara úr fjósi í höll eða fyrir sundmenn að fara úr sjó í laug. Ef við fáum að með hafa þessa aðstöðu fyrir okkur á hún eftir að skila afreksfólki eftir örfá ár. Ég sé ekki betur en að árið 2012, þegar Ólympíu- leikarnir verða haldnir í London, muni þurfa heila flug- vél undir frjálsíþróttafólk. Ég er bara ofsalega bjartsýnn á fram- tíðina og stafar það ekki hvað síst af jákvæðum hug þeirra sem koma að frjálsum íþrótt- um í dag, og eins frá sveitar- félögum og ríkisvaldinu,"sagði Stefán. Góður árangur í íþróttum - gott gengi í skóla „Það er meiriháttar að vinna með unglingum í dag. Þetta er allt fyrirmyndarfólk, leggur hart að sér við æfingar og stendur sig upp til hópa frá- bærlega vel I námi. Það er alveg greinilegt að þeir sem ná árangri í íþróttum standa sig einnig vel í skóla,"sagði Stefán Jóhannsson frjálsíþrótta- þjálfari. NÓATXTN 10 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.