Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2006, Síða 16

Skinfaxi - 01.02.2006, Síða 16
Björn Hermannsson,framkvæmdastjóri 25. Landsmóts UMFÍ 2007: UMFÍ á glæsta fortíð og enn glæstari framtíð Björn Hermannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri 25. Landsmóts UMFl’ sem hald- ið verður í Kópavogi 2007. Björn hefur haldgóða menntun og mikla reynslu á sviði félagsmála, stjórnunar og viðskipta. Flann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Lands- bjargar í 17 ár. Björn er Kópa- vogsbúi, kvæntur Berglindi Flelgadóttur sjúkraþjálfara og eiga þau þrjú börn. Starfsaðstaða fram- kvæmdastjóra mun fyrst í stað verða á bæjarskrifstofum Kópavogs og hóf Björn störf 1. febrúar. „Starfið leggst á allan hátt mjög vel í mig og ég er í byrjun að gera mér grein fyrir umfang- inu sem þarf að vera á mótinu. Það liggur þó alveg Ijóst fyrir að þetta verður stórt og mynd- arlegt landsmót," sagði Björn Flermannsson, framkvæmda- stjóri 25. Landsmóts UMFI’. Björn er viss um að sú reynsla sem hann öðlaðist hjá Sjálfsbjörg muni koma sér vel í þessu nýja starfi. Hann segist ekki hafa tengst ungmenna- félagshreyfingunni mikið að öðru leyti en því að börnin hans voru í Breiðabliki. - Hvernig finnst þér annars að koma til starfa inn íþessa stóru, gamalgrónu hreyfingu? „Mér líst mjög vel á ung- mennafélagshreyfinguna, hún á glæsta fortíð og enn glæstari framtíð. Þetta er einfaldlega álit mitt á hreyfingunni, hvað hún er að gera og hvert hún muni fara. Ég á spennandi verkefni fyrir höndum en jafnframt krefjandi. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið enda í mörg horn að líta í undirbúningi að svona stóru móti. Ég er nú þeg- ar búinn að sitja marga fundi en svona í byrjun fer að mestu fram hugmyndavinna. Það eru skemmtilegir tímar fyrir hönd- um," sagði Björn Hermannsson. rA íbrottamótfoqlhverskvnsnnannamót ■ Borgarflöt 15 :: 550 Sauöárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is 16 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.