Skinfaxi - 01.02.2006, Page 24
Fréttir úr hreyfingunni...
UMFi-félagar á coaching-námskeiði
Sextán félagar úr ungmennafélagshreyfingunni sóttu coaching-námskeið
sem haldið var í þjónustumiðstöðinni í mars. Um heilsdagsnámskeið var
ræða og lýstu þátttakendur mikilli ánægju með námskeiðið sem Mathilda
Gregersdotter stýrði.„Coaching"veitir aðstoð til að auka frammistöðu og
hámarka lífsgæði. Viðskiptavinurinn dýpkar námshæfileika, bætir frammi-
stöðu sína og þróar lífsgæði.
Allar nánari upplýsingar um coaching er að finna á www.leidtogi.is
Fjögurfélög innan HSH fá nýtt merki
Nú er lokið vinnu við að safna sam-
an, laga og hreinteikna merki
aðildarfélaga innan HSH.Vinnan
hefur staðið yfir undanfarna mán-
uði og fengu aðildarfélögin
afhentan disk með merkjunum á
héraðsþingi HSH í byrjun mars.
Örn Guðnason, grafískur hönnuður
og gamall ungmennafélagi, hefur
séð um þessa vinnu fyrir HSH í
samráði við Öldu Pálsdóttur, fram-
kvæmdastjóra HSH. Við vinnslu
merkjanna var lögð áhersla á að
hafa merkin í sinni upprunalegu
mynd, skilgreina liti og vista þau
þannig að hægt sé að nota þau í
bestu gæðum hvar sem er.
Innan vébanda Héraðssambands
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu
eru sautján félög og af þeim áttu
13 félög merki en fjögur ekki.
Ákveðið var að hanna ný merki
fyrir þessi fjögur félög og var Örn
fenginn til þess. Félögin, sem
ekki áttu merki, eru íþróttafélag
Miklaholtshrepps, Umf. Árroðinn,
Umf. Helgafell og Umf. Þröstur.
Merki sambanda og félaga
Undanfarin ár hefur verið unnið að því verkefni innan UMFÍ
að safna saman merkjum aðildarfélaga héraðssambanda og
félaga, hreinteikna þau og koma á tölvutækt form. Þó flest
félög eigi merki og jafnvel á tölvutæku formi þá eru þau
mörg hver í lélegum gæðum og þarfnast lagfæringar.
Upphafið að þessu verkefni má rekja til þess að Örn
Guðnason grafískur hönnuður var fenginn til að taka að sér
vinnu fyrir UMFÍ og safnaði hann saman merkjum sambands-
aðila UMFÍ og félaga með beina aðild. Örn er sjálfur gamall
ungmennafélagi frá Hvolsvelli og var m.a. formaður Umf.
Baldurs í þrjú ár og framkvæmdastjóri HSS tvö sumur. Þessi
vinna kláraðist fyrir Landsmótið á Egilsstöðum 2001 og mátti
m.a. sjá afrakstur hennar í fánaborg sem umlukti leikvang-
inn. UMFf lét einnig gera lítinn bækling sem samböndin
fengu ásamt diski með merkjunum. Þá lét UMFÍ prenta plakat
með öllum merkjunum og litla borðstanda sem hafa verið
notaðir á þingum UMFÍ.
í framhaldi af þessu hafa nokkur sambönd fengið Örn til
að vinna fyrir sig sams konar merkjavinnu. UMSK reið á vaðið
2002, en síðan hafa bæst við HSK, UMSB, UMSS og nú síðast
HSH. UMSK, HSK og UMSS létu prenta lítinn bækling með
merkjunum ásamt plakati sem dreift var á félagsvæði við-
komandi sambands. Samböndin fengu öll styrk úr verkefna-
sjóði UMFI í þetta verkefni þannig að teljandi kostnaður hef-
ur ekki fylgt því.
Við vinnslu merkjanna hafa samböndin fyrst safnað sam-
an þeim merkjum sem til eru hjá þeim eða bestu útgáfum hjá
félögunum. Fá sambönd eiga merki allra aðildarfélaganna í
góðri útgáfu og því hefur víða verið leitað fanga til að finna
þau merki sem upp á vantar. Reynslan hefur sýnt að fá félög
eiga merki sem eru alveg hrein og klár. Oft hafa útlínur og
form aflagast og stundum verið skönnuð mjög gróf merki.
í nokkrum tilfellum hefur tekist að hafa upp á gömlum merkj-
um sem menn héldu jafnvel að væru glötuð. Nokkur félög
áttu ekki merki og hefurörn þá hannað ný merki í samvinnu
við forsvarsmenn félaganna. Þannig hefur tekist að ná saman
merkjum allra félaga innan viðkomandi sambands.
Við vinnslu merkjanna hefur verið lögð áhersla á að þau
haldist óbreytt í sem næst upprunalegri mynd. Einstaka
merki hafa verið lagfærð eða stílfærð lítilsháttar og hefur það
þá verið gert í fullu samráði við forráðamenn viðkomandi
félags.
Sú vinna sem hér hefur verið unnin hefur mikið menning-
arsögulegt gildi því mörg félög hafa lognast út af eða hætt
og merkin jafnvel glatast. Vonandi taka fleiri sambönd við sér
og drífa í þessari vinnu.
24 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands