Skinfaxi - 01.02.2006, Síða 26
Förum langt á hefðinni
„Það er rótgróin hefð
fýrir þessari starfsemi í
minni sveit og við förum
langt á hefðinni. Okkur
tekst að vera með verk-
efnaframboð sem höfðar
nánast til allra barna og
unglinga í sveitinni þótt þau
séu ekki mörg. Miðað viðað hver einasti
maður skilar sér inn og unglingar halda
tryggð við þetta fram eftir öllu þá gengur
þetta blússandi fínt. Auðvitað þarf að halda
vel á spilunum varðandi kostnað, aðstöðu
og öðru í ýmsum málum,"sagði Halldóra
Gunnarsdóttir, gjaldkeri Ungmennafélagsins
Baldurs í Hraungerðishreppi, þegar hún var
innt eftir starfsemi félagsins. Halldóra hefur
verið í ungmennafélagshreyfingunni frá því
að hún man eftir sér. Hún starfar sem skóla-
fulltrúi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Félagsstarf og samkomuhald allan ársins hring
- Hvaða þáttum haldið þið aðallega úti í dag?
„Við erum með íþróttaæfingarallan ársins hring, einkum í
frjálsum íþróttum, fótbolta á sumrin og það kemur síðan fyrir að
við grípum í fleira, eins og skák, borðtennis og glímu. Þetta fer að
sjálfsögðu eftir áhuga hverju sinni og því
hvaða leiðbeinendur við fáum. Við erum
einnig með félagsstarf og samkomuhald
allan ársins hring og nýverið héldum við
stórt þorrablót sem unglingarnir sjá alfarið
um. Fram undan er að halda hestamanna-
kaffi sem er fjáröflun og skemmtun í senn.
Síðan fylgja á eftir sumardagurinn fyrsti, 17.
júní og þannig koll af kolli með skemmt-
unum úti og inni. Það eru svo alltaf að
detta inn ný og skemmtileg verkefni en
í því sambandi héldum við í fyrra olsen
olsen-maraþon sem heppnaðist ákaflega
vel. Þá stukku þrjú ungmennafélög hér í
Flóanum í samstarf við að setja upp leikrit í
fyrravor sem var þó ekki hægt að sýna fyrr
en í nóvember. Unga fólkið smitaðist svo af
leiklistarbakteríunni að þau eru komin í öll
leikrit sem er verið að sýna á Suðurlandi um
þessar mundir.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að fólk sé ekki tilbúið til að
vera með og gera ýmislegt. Mér þykir afskaplega gaman að vinna
með ungu og spræku fólki sem er alltaf til í að takast á við spenn-
andi og skemmtileg verkefni. Það ennfremur augljóst hvaða for-
varnagildi þetta hefur en við erum að skila fólkinu út í lífið í góðu
standi. Það þarf ekki áfengi til að skemmta sér en unga fólkið gerir
það svikalaust án þess," sagði Halldóra.
Unglingarnir
sjá alfarið um
þorrablótið
26 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands