Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2006, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.02.2006, Qupperneq 34
Fréttir úr hreyfingunni... Frá þingi Ungmennasambandsins Ölfljóts sem haldið var á Smyrlabjörgum í Suðursveit. Fjölmennt á þingi USÚ á Smyrlabjörgum 73. þing USÚ var haldið að Smyrlabjörgum 9. mars. Mæting var góð og voru 33 þingfull- trúar mættir. Gestir frá UMFÍ voru Björn Jónsson formaður og Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri. Á þinginu voru tekin fyrir venjuleg aðalfundar- störf og var stjórnin endurkjörin. í henni sitja Ragnhildur Einarsdóttir formaður, Kjartan Hreinsson ritari og Jóhanna Kristjánsdóttir gjaldkeri. Mikill hugur var í mönnum á þinginu en þess má geta að Unglingalandsmótið 2007 verður haldið á Höfn í Hornafirði. 1D.UNGLINGA LANOSMÓT UMFf Besti árangur Fjölnis á bikarmóti Bikarmót Fimleikasambands íslands í áhalda- fimleikum var haldið í Laugardalshöll helgina 4.-5.mars. Fimleikadeild Fjölnis sendi lið í 5. þreþi stúlkna. í þvf þrepi tóku 9 lið þátt en þau komu frá öllum fimleikafélögum landsins. Fjölnir hafnaði f 3. sæti sem er glæsilegur árangur á stórmóti sem þessu en þarna voru komin saman efnilegustu börn landsins. Gerpla bar sigur úr býtum í 5. þrepi og Björk varð í öðru sæti. f liði Fjölnis voru þær Dagmar Ýr, llmur Björg, Katrín, Margrét Unnur, Sara Kristín og Vilborg Edda. Varamenn voru Una og Alexandra. 34 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.