Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.2006, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.12.2006, Qupperneq 5
Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ Hreyfingin sækir stöðugt fram Jólin nálgast með birtu og yl sem einkennir hátíð Ijóss og friðar. I beinu framhaldi jólanna rennur árið sitt skeið á enda. Þessi tímamót fá okkur til að setjast niður og taka gamla árið út, vega það og meta og bera saman við önnur ár. Þannig er gangur lífsins, ekki satt? Ungmennafélagar munu hugsa með gleði til ársins 2006. Ársins þegar Unglingalandsmótið var haldið á Laugum í Þingeyjarsveit, ársins þegar hreyfingin fékk vilyrði fyrir lóð í Reykjavík undir nýjar aðalstöðvar samtak- anna, ársins þegar fyrsta svæðismiðstöð UMFl var formlega opnuð á Vest- fjörðum, ársins þegar hafist var handa við að skrifa aldarsögu hreyfingar- innar, ársins þegar Flott án fíknar hófst, ársins þegar lagður var varanleg- ur grunnur að íþrótta- og tómstundabúðunum að Laugum í Sælingsdal, ársins þegar Ungmennavika NSU var haldin með glæsibrag á Islandi, ársins þegar menntamálaráðuneytið fól UMFl umsjón með og framkvæmd stórs evróverkefnis, en síðast en ekki síst, síðasta ársins fyrir aldarafmælið og þá um leið síðasta ársins sem ber einvörðungu tvær tölur í aldri samtakanna. Upptalningin hér að framan sýnir að ungmennafélagshreyfingin sækir stöðugt fram. Nýjungar í starfi líta stöðugt dagsins Ijós og því ber að fagna. Það er margt að gerast og spennandi tímar framundan hjá UMFl. Á hundrað ára afmæli samtakanna verður margt um að vera. Frímerki verður gefið út, glæsiieg afmælisbók verður gefin út í tengslum við þing UMFl í október, afmælishátíðardagskrá 5. júlí í Kópavogi, Landsmót í Kópavogi, Unglingalandsmót á Flöfn, afmæli samtakanna 2. ágúst, alþjóðleg ráð- stefna verður næsta haust, fundaferð um landið, nýjungar í fræðslumálum og sögusýning verður í tengslum við Landsmótið. Þetta er það helsta sem gert verður, en þó verður mesta vinnan, og sjálfsagt ein sú fyrirferðar- mesta, uppbygging nýrra aðalstöðva UMFI. Hér er á ferðinni risaverkefni sem vel þarf að takast. I nýju húsi við Tryggvagötu í Reykjavík verður gert ráð fyrir ýmsum afþreyingarmöguleik- um þar sem boðið verður upp á fjölbreytt tækifæri til líkamlegar hreyfing- ar sem og listrænnar sköpunar. Auk þess verður rúmgott þjónusturými og gistimöguleikar. Fyrst og fremst verður lögð rík áhersla á að hanna húsið með það fólk í huga sem vill taka þátt í að skapa betra líf með eða í sam- starfi við UMFf. Ég óskar öllum ungmennafélögum, sem og öðrum landsmönnum, árs og friðar með von um kraftmikið æskulýðsstarfá aldarafmæli UMFÍárið 2007. Hvatningarverðlaun UMFÍ til Keflavíkur og Akraness Á sambandsráðsfundi UMFÍ á Flúðum 28. október sl. var tilkynnt hverjir hefðu hreppt hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir árið 2006. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, gerði grein fyrir verðlaununum og tilkynnti að þau hefðu komið í hlut Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags og Ungmenna- félagsins Skipaskaga. „Það var sannarlega mikill heiður og hvatning fyrir okkur að fá þessi verðlaun. Það er verið að vinna gott starf í öllum deildum félagsins og segja má að það sé gróska í öllum greinum. Við erum bara rígmontnir yfir að fá þessa útnefningu," sagði Einar Haraldsson, formaður Kefla- víkur íþrótta- og ungmennafélags, í spjalli við Skinfaxa. Einar sagði uppsveiflu vera á öllum sviðum og að mikill metnaður væri í Einar Haraidsson, formaður Kefla- vikur iþrótta- og ungmennafélags U.M.F. I skipaskag | 1 AKRANEBI 1 iJP Wa Anna BJarnadóttir, formaður Ung- mennafélagsins Skipaskaga því að hafa gott aðgengi fyrir alla að íþrót- tum. Hann sagði þetta eiga almennt við um íþróttir í Reykjanesbæ. „Sem dæmi um hve áhuginn er mikill get ég sagt frá því að hátt í 90% nemenda í öðrum bekk grunnskóla á svæðinu leg- gja stund á íþróttir," sagði Einar. Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi verða afhent verðlaunin með formlegum hætti á aðal- fundi sem ráðgerður er í febrúar nk. Á síðustu árum hefur vakið athygli vel- gengni Ungmennafélagsins Skipaskaga en Anna Bjarnadóttir tók við formennkunni í félaginu fyrir tveimur árum. Innan Skipa- skaga eru dans- og hnefaleikadeild, skokk- hópur og frjálsar íþróttir. Það má með sanni segja að ungmennafélagsandinn lifi góðu lífi í Reykjanesbæ og á Akranesi. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.