Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2006, Page 18

Skinfaxi - 01.12.2006, Page 18
HO Ljósmyndir: Gunnar Freyr Steinsson, Hafnarfirði í tísku að tilheyra þessari hreyfingu Gísli Páll Pálsson erformaður í stóru héraðssambandi en honum er margt til lista lagt því að hann hefur einnig getið sér gott orð sem körfu- knattleiksdómari. Á þeim vettvangi er hann m.a. að dæma í úrvalsdeildinni. Gísli er mikill áhugamaður um íþróttir og hon- um finnst formennska sín í HSK mjög áhugaverð og margir spennandi hlutir að gerast á næstu misserum. En hvað var það sem dró Gísla Pál inn í ungmennafélags- hreyfinguna? „Það er þegar ég gerist formaður íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði. Áður en ég tók við formennskunni í HSK var ég gjaldkeri í nokkur ár. Mér finnst rosalega gaman að vinna í því andrúmslofti sem er í ungmennafélagshreyfingunni. Enginn er að vinna í þessari hreyfingu fyrir peninga en í staðinn kemur það skemmtilega og duglega fólk sem maður er að vinna með. Það má alveg segja fullum fetum að það er þetta dugmikla fólk sem heldur manni við efnið. Það er líka gaman að sjá hluti verða til eins og landsmót, unglingalandsmót. þátttöku í hinu og þessu og aðkomu að ýmsum málum sem hreyfingin kemur að," sagði Gísli Páll. - Hvernig sérðu framtíð ungmenna- félagshreyfingarinnar fyrirþér í nánustu framtíð? „Stórt er spurt. Mér sýnist mikið í far- vatninu og má í því sambandi benda á fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva. Það eru áhugaverðir og spennandi tímar fram undan og UMFI er að markaðssetja sig meira og koma sér um leið með jákvæðum hætti á koppinn hjá lands- mönnum almennt. Vonandi heldur hreyf- ingin áfram á þeirri braut en ég fékk á tilfinguna fyrir 10-15 árum að það þætti kannski ekki flott að vera ungmennafélagi. Nú er það hins vegar að komast í tísku að tilheyra þessum samtökum. Við þurfum að passa upp á að það sé áhugavert að starfa í þessari hreyfingu. Ef það gengur eftir, sem mér sýnist ætla að verða, óttast ég ekki framhaldið hjá samtökunum." - Hvað annars með þína aðkomu að íþróttum ? Nú ert þú að dæma á fullu í körfu- boltanum. Hvenær byrjaðirðu að dæma fyrir alvöru? „Þegar ég var orðinn of gamall til að spila sneri ég mér að dómgæslunni. Þetta er fjórða árið í röð sem ég dæmi og mig langaði lengi til þess en lagði bara ekki al- mennilega í það. Ég skellti mér á dómara- námskeið og eftir það varð ekki aftur snú- ið. Mér þykir þetta óskaplega skemmtilegt og ég nýt mín á þessum vettvangi. Ég er núna að dæma annað árið í úrvalsdeildinni og þetta er mjög gefandi. Þarna fær maður fína hreyfingu, félagsskap og þátttöku í íþróttum. Þegar ég hóf að dæma fannst mér opnast nýr heimur því að maður átt- aði sig ekki á því hversu sérstakur heimur þetta er að komast í dómgæslu. Ég vona að ég eigi nokkur ár fram undan í dóm- gæslunni, það er vel þess virði." - Það hefur verið eftirþví tekið að starfið hjá HSK hefur lengið staðið í bióma. Hvað veidurþví? „Við verðum að hafa í huga að félagið er stórt en innan þess eru 53 aðildarfélög. Við erum með framkvæmdastjóra í fullu starfi sem er þyngdar sinnar virði í gulli. HSK byggir á mikilli hefð en árið 2010 fögnum við aldarafmæli þess. Við búum líka að því að sambandssvæðið er í raun að stækka og dafna en uppbygging er töluverð á stórum stöðum á borð við Selfoss, Hvera- gerði, Þorlákshöfn, Hellu og Hvolsvöll, svo einhverjir staðir séu nefndir. Við erum ekki eins og stendur að berjast við fólksfækkun eins og á Vestfjörðum og sums staðar á 18 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.