Skinfaxi - 01.12.2006, Síða 30
25. Landsmót UMFÍ í Kópavogi 5.-8. júlí 2007:
Mótið haldið við kjöraðstæður
þar semallt ertilalls
Risalandsmót Ungmennafélags íslands verður haldið I Kópavogi,
dagana 5.-8. júlí næsta sumar. Þetta landsmót verður eitt stærsta
mót sem haldið hefur verið. UMFÍ fagnar 100 ára afmæli á næsta
ári en hreyfingin var stofnuð 2. ágúst 1907. Að auki er þetta 25.
Landsmótið og því tilefni til hátíðarmóts. Mótið verður haldið við
kjöraðstæður í Kópavogsbæ, en bærinn heldur veglega menning-
arhátíð sína samhliða og í samvinnu við Landsmótið.
4. júlí er móttaka keppenda en undirbúningur fyrir keppni
hefst kl. 8 á fimmtudeginum. Formleg mótssetning hefst kl. 20 að
kveldi fimmtudagsins. Keppnin heldur síðan áfram á föstudegin-
um 6. júlí en henni lýkur að mestu á laugardeginum og þá verða
stórtónleikar og stórdansleikur.
Dagskrá Landsmótsins byggirá hefðbundnum keppnisgrein-
um í gegnum tíðina. Þær eru blak, borðtennis, bridds, dans, fim-
leikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, handbolti, hestaíþróttir, íþróttir
fatlaðra, knattspyrna, körfubolti, skák, skotfimi, sund og siglingar.
Aukframangreindra keppnisgreina erað sjálfsögðu keppni í
starfsíþróttum sem alltaf vekja mikla athygli. Þær eru gróðursetn-
ing, jurtagreining, lagt á borð, pönnukökubakstur, stafsetning og
starfshlaup.
Háð verður margs konar keppni utan stigagjafar en þar eigast
við hópar og flokkar m.a. í fótbolta, tennis, golfi, götuhlaupi, rat-
leik, fitness, hjólreiðum, strandblaki, karate, kubbi, bandí, sky-
Imingum, hringdansi, sjóstangaveiði, almennri hreysti, sjósundi,
skvassi, fjallamaraþoni, þríþrautarkeppni, (sund, hlaup, hjól) og
jafnvel lendingum flugvéla. Einnig verður sérmót í sparkvallafót-
bolta með þátttöku skólaliða af öllu landinu. Þá má líka nefna
íþróttakeppni og sýningar eldri félaga, t.d. í ringó, boccia, golfi,
fimleikum, línudansi, hringdansi, stafagöngu og víkingaspili.
Af þessari upptalningu að dæma verður nóg fyrir stafni á mót-
inu, í keppni, þúsundir horfa á og öll þjóðin mun fylgjast með.
Sýningahald verðurfjölbreytt landsmótsdagana og ber þar hæst
sjálfa afmælissýningu UMFÍ. Einnig er gert ráð fyrir fornbílasýnin-
gu, mótorhjólasýningu, sýningu í hundasporti, bátasýningu, hóp-
dönsum og harmonikkuhátíð auk kvikmyndarhátíðar í Smárabíói.
Gistimöguleikar keppenda og annara gesta eru nánast ótæm-
andi. Verður vandað vel til þeirra, m.a. gista keppendur í sérstök-
um keppendatjaldbúðum á Kópavogstúni. Góð aðstaða er í boði
til útivistar og fjölbreytts mannlífs. íþróttamannvirki eru til reiðu
fyrir mótshaldið, íþróttaleikvangar, íþróttahús, stórar sundlaugar,
söfn, sýningarsalir og tónlistarhús en þara fara fram menningar-
viðburðir Landsmótsins. Einnig í húsakynnum í Versölum, Smára-
lind, Smáranum og í miðbæ Kópavogs.
Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins í Kópa-
vogi, segir undirbúning hafa gengið vel.
„Með góðri skipulagningu höldum við Risalandsmót þar sem
allir finna eithvað við sitt hæfi. Við fáum hvarvetna frábærar mót-
tökur og undirtektir. Mótið verður haldið við kjöraðstæður þar
sem allt er til alls. Það hefur fátt komið okkur á óvart í undirbún-
ingnum fyrir mótið sem krefst gríðarlegrar skipulagningar. Það
verður fullt af óvæntum uppákomum og við leggjum áherslu á
að fólk skemmti sér og njóti þess að vera í Kópavogi," sagði Björn
Hermannsson.
30 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands