Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2008, Side 3

Skinfaxi - 01.08.2008, Side 3
Formaður UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir Til mikils að vinna Stjórn Ungmennafélags Islands hefur ákveðið að gera átak í félagsmálafræðslu sambandsaðila um allt land. Ástæðan er fyrst og fremst sú að okkur finnst að það sé vöntun á endurnýjun á forystu- fólki innan hreyfíngarinnar. Hvar vandinn liggur er erfitt að gera sér grein fyrir en við viljum virkja enn fleiri til forystustarfa innan hreyfingar- innar sem er nauðsynlegt til að félags- starfíð geti blómstrað. Átakið felur í sér að á vegum Leið- togaskóla UMFÍ, sem heldur utan um alla fræðslu innan hreyfingarinnar, verða í boði námskeið um fundarsköp, ræðumennsku og að starfa í stjórn. Kennslan mun verða á ákveðnum stöð- um. Það er hlutverk sambandsaðila að vera búnir að finna þátttakendur þegar kennslan hefst. Nú er lag fyrir sambandsaðila að fara á stúfana og vekja áhuga öflugra ein- staklinga sem hægt er að virkja inn í félagsstarfið. Það skiptir miklu máli að fá sem flesta til að taka þátt þar sem þeir munu hafa mótandi áhrif á félagsstarfið og samfélagið til franrtíðar litið. Með þessu móti getum við náð inn í forystusveitina fólki sem okkur er mikill fengur í. Verum ákveðin og látum vaða. Tölum við sem flesta og hvetjum þá til Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, við setningu Unglingalands- mótsins í Þorlákshöfn. að taka þátt því að nú ætlum við að efla starfið á okkar svæði. Ungmennafélagsstarfið skiptir svo miklu máli í lífi fólks varðandi búsetu og er stór þáttur í því að fólki finnist ávinningur í að búa á viðkomandi stað. Hvað er samfélag án félagsstarfs? Með því að sækja félagsmálanámskeið eru einstaklingarnir upplýstir urn út á hvað félagsstarf gengur og fá þannig öryggistilfinningu fyrir verkefninu og sjálfstraust til að takast á við það. Tökum höndum saman og leggjum okkar af mörkum til að finna gott for- ystufólk innan hreyfingarinnar og virkj- um það og hvetjum til dáða. Það er lykillinn að því að við getum haldið áfram öflugu og góðu starfi sem ung- mennafélagshreyfingin hefur ástundað í hundrað ár. íslandi allt. Forvarnadagurinn haldinn í þriðja sinn 6. nóvember 7. Að foreldrar og ungmenni verji sem mestum tima saman. 2. Að börn og unglingar taki þátt i skipulögðu iþrótta- og æskulýðsstarfi. 3. Að ungmenni fresti því sem lengst að hefja neyslu áfengis. Fulltrúar íþrótta- og æskulýðsfélaga heimsækja skóla og taka þátt í unræðum um aðferðir sem gagnast best í baráttunni við fíkniefni. Ungmennin takast á við spurningar í þremur flokkum og eru hvött til að koma fram með hugmyndir að samverustundum fjölskyldunnar, tillögur til íþrótta- og æskulýðssamtaka og til að ræða frestun á áfengisneyslu. Þá munu aðstandendur Forvarnadagsins heimsækja skóla og taka þátt í dagskránni. Niðurstöður úr hópastarfi ungmenn- anna á forvarnadeginum verða teknar saman og gefnar út í sérstakri skýrslu sem verður kynnt á vettvangi sveitar- félaga, íþrótta- og æskulýðssamtaka og víðar fljótlega eftir áramót. Skýrsla með niðurstöðum umræðna á forvarnadeginum í fyrra er aðgengileg á heimasíðunni forvarnadagur.is Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins en slóðin er www. forvarnardagur.is Forvarnadagur verður haldinn í þriðja sinn fimmtudaginn 6. nóvember nk. í öllum grunnskólum landsins. (9. bekkj- um verður dagskrá helguð baráttunni gegn fikniefnum þar sem áhersla er lögð á uppbyggilegar forvarnir og þátttöku ungmennanna sjálfra. Forvarnadagurinn var í fyrsta sinn haldinn í fyrra undir kjörorðinu „Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli." Hann er haldinn að frumkvæði forseta (slands en aðrir aðstandendur eru (þrótta- og Ólympíusamband (slands, Ungmennafélag fslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og lyfja- fyrirtækið Actavis sem er aðalstuðnings- aðili verkefnisins. Á forvarnadaginn er lögð megin- áhersla á að koma þvi til skila sem ára- tugalangar rannsóknir fræðimanna við Háskóla Islands og Háskólann í Reykjavík hafa sýnt að skili mestum árangri í for- vörnum gegn fíkniefnum: SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.