Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2008, Page 4

Skinfaxi - 01.08.2008, Page 4
Nýr og uppfærður vefur ganga.is tekinn í notkun Nýr og uppfærður vefur ganga.is hefur verið tekinn í notkun. Nýi vefurinn hef- urað geyma mun meiri og ítarlegri upp- lýsingar um gönguleiðir vítt og breitt um landið en hinn fyrri. Nýtt göngu- kort er á síðunni, auk þess sem hægt er að fá upplýsingar um veður. Á heimasíðunni ganga.is er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk. Vefurinn ganga.is er samstarfsverk- efni Ungmennafélags íslands, Ferða- málastofu og Landmælinga íslands. UMFÍ rekur og hefur umsjón með vefn- um en það var fyrirtækið Teikn á lofti á Akureyri sem hannaði hann og setti upp. Þess má geta að verkefnið Göngum um ísland er landsverkefni UMFÍ. (verk- efnisstjórn eru Ásdís Helga Bjarnadótt- ir, UMSB/stjórn UMFÍ, Einar Jón Geirs- son, UDN/stjórn UMFÍ, Alda Þrastar- dóttir, Ferðamálastofu, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. Frá opnun nýja vefsins. Frá vinstri: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Trausti Dags- son frá Teikn á lofti og Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Teikn á lofti. Verkefnið er unnið í samstarfi við ung- mennafélög um land allt, ferðaþjón- ustuaðila og sveitarfélög. Á íslandi er fjöldi gönguleiða og hafa nú verið valdar gönguleiðir í hverju byggðarlagi. Ný leiðabók, Göngum um ísland, með tæplega 300 göngleiðum, liggur frammi á sölustöðvum Olís um allt land. í bókinni er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir hafa verið upp póst- kassar með gestabókum á 20 fjöllum víðs vegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Fyrsta úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði UMFÍ Fyrsta úthlutun styrkja úr Umhverfissjóði UMFÍ, Minningarsjóði Pálma Gíslasonar - formanns UMFÍ 1979-1993, voru veitt við hátíðlega athöfn í Heydal í Mjóafirði þann 2. júlí. Heydalur er í eigu fjölskyldu Pálma heitins en hann heíði orðið sjötug- ur þennan dag. Við athöfnina flutti m.a. formaður UMFÍ, Helga G. Guðjónsdótt- ir, ávarp, og Stella Guðmundsdóttir, ekkja Pálma Gíslasonar, flutti minningar- orð um Pálma. Sjóðnum bárust fimm umsóknir og voru þær allar hæfar. Veittir voru þrír styrkir, að upphæð samtals kr. 1.000.000. Eftirtaldir fengu styrk að þessu sinni: Ungmennafélagið Geisli í Súðavík - til að útbúa leiksvæði, garð, útivistarsvæði fyrir fólk á öllum aldri í gömlu byggð- inni í Súðavík. Alls kr. 500.000. Sundfélagið Grettir/HSS - í frágang og fegrun við sundlaugina í Bjarnarfirði á Ströndum. Alls kr. 300.000. Ungmennafélagið Ingólfur/HSK - fegrun á skógræktarsvæði/reit félags- ins og setja þar upp upplýsingaskilti með stuttu yfirliti um sögu félagsins. Alls kr. 200.000. & Frá vinstri. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Margrét Þórðardóttir og Guðni Guðmunds- son frá ungmenna- félaginu Ingólfi, Árni Baldursson frá sundfélaginu Gretti, Vilborg Arnardóttir frá ungmennafélag- inu Geisla, og Stella Guðmunds- dóttir, ekkja Pálma Gíslasonar. 1 stjórn sjóðsins sitja Helga G. Guðjóns- Gestir þáðu kaffiveitingar fyrir athöfn- dóttir, Sæmundur Runólfsson, Björn B. ina en um kvöldið var sameiginlegur Jónsson og Stella Guðmundsdóttir. kvöldverður. 4 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.