Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2008, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.08.2008, Qupperneq 12
Unglingalandsmótið 201 Oá Hólmavík Á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn var tilkynnt hvar 13. Unglingalandsmót UMF( yrði haldið. Fjórir staðir sóttu um að halda mótið og ríkti mikil eftirvænt- ing um það hvaða staður yrði fyrir valinu. Stjórn UMF( komst að þeirri niðurstöðu að mótið 2010 yrði haldið á Hólmavík en það var Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFf, sem tilkynnti þetta á setningarathöfn móts- ins í Þorlákshöfn. Næsta Unglingalandsmót, og það 12. í röðinni, verður hins vegar haldið á Grundarfirði árið 2009 og er undirbún- ingur fyrir það þegar hafinn. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMF(,og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, hittu á dög- unum sveitarstjórnarmenn á Hólmavík og stjórnarmenn úr HSS á fyrsta undir- búningsfundi fyrir mótið, þar sem rætt var m.a. um skipun í nefndir. Einnig var farið yfir helstu þætti við framkvæmd mótsins. Vígsluathöfn nýrra íþróttamannvirkja í Þorlákshöfn Þann 31. júlí í sumar fór fram vígslu- athöfn nýrra íþróttamannvirkja í Þor- lákshöfn. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, og Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Þorláks- höfn, klipptu á borðann og tóku þar með mannvirkin formlega í notkun. Hjörtur Már Ingvarsson, sundmaður, tók fyrsta sundsprettinn í nýju 25 metra lauginni. Nýja íþróttavellinum var gefið nafn og heitir hann Þorláksvöllur. Fjölmenni var við athöfnina og fluttu m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðni Ágústsson, alþingismaður, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávörp. Séra Baldur Kristjánsson blessaði nýja mannvirkið. Sigurðarbikarinn afhentur í fyrsta sinn til minningar um Sigurð Geirdal í mótslok á Unglingalandsmótinu í Þor- lákshöfn afhenti Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Sigurðarbikar- inn í fyrsta skipti en hann er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal, fyrrver- andi framkvæmdastjóra UMFÍ. Gefendur voru Hafsteinn Þorvalds- son, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn, sem stofnað var 1960. Bikarinn skal afhentur í mótslok því héraðssambandi sem heldur Unglingalandsmót hverju sinni. Bikarinn verður því í varðveislu HSK fram að næsta móti sem haldið verður í Grundarfirði. Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, og Ragnar Sigurðsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar í Þor- lákshöfn, með Sigurðarbikarinn sem verður í varðveislu HSK fram að næsta Unglingalandsmóti sem haldið verður í Grundarfirði að ári. 12. Unglingalandsmót UMFÍ í Grundarfirði: Framkvæmdum miðar vel áfram Framkvæmdum við mannvirkjagerð fyrir 12. Unglingalandsmót UMFl í Grundarfirði næsta surnar miðar vel og eru þær vel á áætlun, að sögn Jóns Péturs Péturssonar, starfsmanns fram- kvæmdanefndar Grundarfjarðarbæjar vegna mótsins. Þessa dagana er einmitt verið að ganga frá útboðsgögnum vegna dýrasta hluta framkvæmdanna, gerð frjálsíþróttavallarins. Áætlanir gera ráð fyrir að gengið verði frá undir- lagi fyrir völlinn í haust og að gervi- efni verði síðan lagt á brautir og keppnissvæði við völlinn næsta vor. I sumar hefur verið unnið að mótun fjögurra knattspyrnuvalla fyrir keppina á Unglingalandsmótinu en þar er keppt í sjö manna liðum. Verið er að leggja þökur á þessa velli sem eru steinsnar frá aðalleikvanginum. Vellirnir verða þó einungis nýttir fyrir knattspyrnu á lands- mótinu þar sem þeir verða skrúðgarðs- og tjaldsvæði í framtíðarskipuiagi. Að sögn Jóns Péturs eru þrjú stór verk- efni sem unnið er að þetta árið; knatt- spyrnuvellirnir, byrjunarframkvæmdir 1S.UNGUNBA LANDSMÓT UMFl við frjálsíþróttavöll og mótokross- braut. Svæði fyrir mótokrossbrautina var úthlutað fyrir skömmu við Hrafn- kelsstaðabotn í Kolgrafafirði. Jón Pétur segir að kappkostað sé að Unglingalandsmótið, sem fram fer um verslunarmannahelgina næsta sumar, verði mikil fjölskylduhátíð og að íþróttakeppnin fari að mestu fram á og við íþróttaleikvanginn. Það sé aðeins keppni í golfi og mótokrossi sem verði spölkorn frá aðalmótssvæð- inu. Reiðvöllurinn við liesthúsaliverf- ið, þar sem keppni í hestaíþróttum fer fram, sé stutt frá íþróttasvæðinu. 12 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.