Skinfaxi - 01.08.2008, Síða 18
Ungmennavika NSIJ
eru p|>l Funog lífsreynsla
Það var líf og fjör
á ungmennaviku
NSU í Danmörku í
sumar. Auður,
Hekla Karen, Jón,
Olga Þórunn og
Ómar sem tóku
þátt í vikunni,
sögðu hana snúast
fyrst og fremst um
að kynnast menn-
ingu Norðurland-
anna.
áttum að búa til fleka, klifra upp í tré og
byggja brú á milli tveggja trjáa.
Á hverju kvöldi var gert eitthvað
skemmtilegt. Við syntum og fórum í
„Hit med sangen“ (Það var lagið), kveikt-
um bál og gerðum margt fleira. Eitt
kvöldið var næturleikur sem fór misvel
í fólk. Þar þurftum við að leysa ýmsar
þrautir og komast á leiðarenda í gegn-
um skóginn, með aðeins eina lukt á
hvern hóp. Leiðtogarnir voru búnir að
koma sér fyrir á ýmsum stöðum og
hræddu okkur á fjölbreyttan hátt, einn
var búinn að „hengja sig“ upp í einu
trénu á meðan annar var eins og frum-
maður.
Ungmennavika NSU er uppiifun. Hún
er mjög góð lífsreynsla og við mælum
með henni fyrir alla þá sem vilja gera
eitthvað skemmtilegt og kynnast nýju og
skemmtilegu fólki. Maður æfist í Norður-
landatungumálum og verður öruggari
og ófeimnari í samskiptum við annað
fólk. Ungmennavikan snýst fyrst og
fremst um að kynnast menningu Norð-
urlandanna og fólkinu á bak við hana.
Auður, Hekla
Karen, Jón, Olga
Þórunn og Ómar.
Ungmennavika NSU var haldin í
Oksböl, litlum bæ rétt fyrir utan
Esbjerg í Danmörku, dagana
26. júlí-2. ágúst 2008. Við vorum
5 sem fórum frá íslandi ásamt
fararstjóranum okkar, Jörgen
Nilsson. Á ungmennavikunni
voru 47 ungmenni á aldrinum
15-25 ára sem komu saman frá
ýmsum aðildarfélögum NSU.
Fyrsti dagurinn fór í það að kynnast
öllum krökkunum. Það var farið í ýmsa
leiki til að læra nöfnin ásamt því að við
fórum í vatnsslag úti á túni og fleira.
Við fórum til Ribe og fengum þar leið-
sögn um bæinn með misgóðum leiðsögu-
mönnum, einnig fórum við til Mandö
þar sem við veiddum krabba og ýmis
sjávardýr en íslensku strákarnir töldu
sig hafa séð kolkrabba.
Við lærðum um það hve menning get-
ur verið ólík frá einu landi til annars og
hversu erfitt það getur verið að koma
inn í menningu þar sem maður veit ekki
hverjar reglurnar eru, á mjög skemmti-
legan hátt. Okkur var skipt í tvo hópa
þar sem hver tók upp sína menningu og
svo fékk maður að fara í heimsókn til
hins hópsins.
National Danish Performance Team
kom til okkar og var með workshop fýrir
okkur, kenndu okkur dans og fimleika.
Einnig sýndu þau okkur nokkra dansa
sem eru hluti af sýningunni þeirra sem
þau eru að fara að sýna um allan heiminn
núna í vetur.
Við fórum einnig á ströndina í sand-
kastalakeppni og flugdrekasmíði. Eng-
um hópi tókst að láta flugdrekann sinn
fljúga en efnið í drekann var ansi tak-
markað, ruslapoki, prik og snæri.
Einnig fórum við út í skóg þar sem við
18 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands