Skinfaxi - 01.08.2008, Page 19
70. Símdu/qðar-
oa Vökumótið
Ungmennafélögin Samhygð í Gaulverja-
bæjarhreppi og Vaka í Villingaholts-
hreppi, sem svo eru oftast nefnd, þrátt
fyrir að vera nú bæði innan Flóahrepps
hins nýja, héldu sitt 70. íþróttamót við
Félagslund laugardaginn 16. ágúst. Fyrsta
íþróttamót félaganna var haldið að Vill-
ingaholti árið 1939 og hefur mótið verið
haldið árlega síðan. Samhygðar- og
Vökumótið er fyrir löngu orðið elsta
íþróttamót tveggja félaga sem haldið er
á íslandi og þrátt fyrir gott nágrenni
félaganna hefur iðulega verið barist hart
um sigurinn í mótinu.
Ekkert kynslóðabil
Veður var ágætt, sólarlítið en hlý gola
af suðri, og drjúgur meðvindur í hlaup-
um og stökkum. Fyrr á árum voru það
ungmenni sveitanna sem reyndu nteð
sér en með fækkandi íbúum hefur það
færst í vöxt að brottfluttir ungmenna-
félagar taki þátt í keppninni og jafnvel
afkomendur þeirra. Flestir keppendur
Samhygðar búa til dæmis utan sveitar-
innar en halda tryggð við sitt gamla
félag enda væri mótið líklega úr sög-
unni ef þeir kæmu ekki til. Kynslóðabil
þekkist ekki á Samhygðar- og Vökumót-
unum og þarna keppa foreldrar við hlið
barna sinna. Feðgarnir á Urriðafossi,
Einar bóndi og Haraldur sonur hans,
kepptu báðir í kúluvarpi fýrir Vöku og
varð faðirinn hlutskarpari enda sigur-
sæll á árum áður. Haraldur varð hins
vegar stigahæsti maður mótsins, með 36
stig, og sigraði með yfirburðum í fimm
af sjö keppnisgreinum karla. Hann vann
einnig besta afrekið þegar hann hljóp
100 rnetra á 11,5 sek. sem gaf 783 stig.
Dramatík í 100 metrunum
Halldóra Markúsdóttir, Samhygð, vann
besta afrek kvenna með því að hlaupa á
14,5 sek. í 100 metra hlaupi sem gaf 657
stig. Hún var einnig stigahæsta konan,
með 25 stig, ásamt tveimur öðrum, þeim
Heiðu Kristínu Másdóttur, Samhygð, og
Ingunni Hörpu Bjarkadóttur, Vöku. Ing-
unn Harpa varð fyrir því óhappi að detta
í 100 metra hlaupinu skammt frá enda-
markinu. Það kostaði hana sigurinn í
hlaupinu og Vöku sigurinn í mótinu.
Halldóra og Heiða Kristín voru stiga-
hæstu keppendur Samhygðar og veittu
viðtöku verðlaunaskildinum sem keppt
er um í mótinu.
Spennandi stigakeppni
Stigakeppni mótsins var tvísýn og
spennandi allt tii loka. Þegar komið var
að síðustu keppnisgreininni, 1500 metra
hlaupi karla, var Samhygð með sjö stiga
forystu og ailt gat gerst því að keppend-
ur Vöku voru taldir sterkari. Elsti og
reyndasti langhlaupari Samhygðar,
Markús ívarsson, var nú fjarri góðu
gamni, staddur á Ólympíuleikunum í
Peking en bróðir hans, Jason, sem gegn-
um tíðina hefur verið sigursælasti kepp-
andi Samhygðar, tók þátt í hlaupinu
ásamt syni sínum, Ivari. Ivar varð annar
í mark, Atli Már Ólafsson, Samhygð,
fjórði og Jason í sjötta sæti þó að kom-
inn sé vel á sextugsaldur. Vökumenn,
með Harald Einarsson í fararbroddi,
fengu fleiri stig úr hlaupinu en vantaði
hersluntuninn og svo fór að Samhygð
sigraði á mótinu með 149 stig gegn 145
stigum Vöku.
Þeir feðgar fvar Jasonarson og Jason ívarsson kepptu fyrir Samhygð.
Jason er sigursælasti keppandi Samhygðar frá upphafi og er enn að,
kominn vel á sextugsaldurinn.
Eftir mótið afhenti Stefán Geirsson,
formaður Samhygðar, keppendum verð-
laun í Félagslundi og þar nutu allir við-
staddir rausnarlegra veitinga í boði
Samhygðar.
Frá verðlauna-
afhendingunni
sem fram fór í
Félagslundi að
móti loknu.
Verkefnið Fiott án ffknar: Kynningar bókaðar vítt og breitt um landið
Með verkefninu Flott án fíknar er markmiðið að styðja við ungmenni
um að skemmta sér á heilbrigðan hátt og sniðganga áfengi og tóbak
eins og lög gera ráð fyrir. Boðið var til þeirrar nýjungar s.l. vor að
halda leikjakvöld fyrir félaga Flott án fíknar í Akurskóla í Reykjanesbæ.
Jörgen Nilsson stjórnaði leikjum eins og honum einum er lagið
og skemmtu ungmennin sér mjög vel. Áfram
verður unnið að því að ná til ungmenna í
vetur með þátttöku í heilbrigðu félagsstarfi.
Þessa daganna er verið að stofna tvo
klúbba, annars vegar i Sunnulækjarskóla
á Selfossi og í Akurskóla I Reykjanesbæ
hins vegar. Svo eru bókaðar kynningar
vítt og breitt um landið í vetur að sögn ^
Guðrúnar Snorradóttur verkefnisstjóra FLOT
Flott án fíknar. HiMilHiMél
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 19