Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 21
Gunnar Sigurðsson,
frjálsíþróttaþjálfari:
Frábært
framtak
Gunnar Sigurðsson, frjálsíþróttaþjálfari
hjá Tindastóli, hafði umsjón með þjálfun
við skólann á Sauðárkróki. Gunnar, sem
er bóndi að atvinnu, hefur rnikla reynslu
sem þjálfari. Hann hefur nú þjálfað sam-
fleytt í þrjú ár en áður hafði hann tekið
sér gott hlé frá starfinu.
Gunnar sagði i samtali við Skinfaxa að
frjálsíþróttaskólinn væri mjög gott fram-
tak, hugmyndin góð og að skólinn ætti
ábyggilega framtíð fyrir sér.
„Ég var í upphafi svona hóflega bjart-
sýnn á þátttöku en hún varð síðan meiri
en ég reiknaði með. Við erum þarna að
taka fyrstu skrefin á iengri leið og þetta
framtak er gott og því ber að fagna. Það
þarf kannski að kynna verkefnið meira í
skólunum en annars er ég hvergi bang-
inn um þetta verkefni í framtíðinni. Það
væri sniðugt að fá þekkta frjálsíþrótta-
menn til að koma í heimsókn, það fynd-
ist krökkunum áhugavert og það myndi
trekkja fleiri þátttakendur að skólanum.
Það var athyglisvert að i skólann á Sauð-
árkróki komu krakkar víða að af land-
inu. Það kom manni á óvart því að ég
átti alveg eins von á því að þeir yrðu
flestir héðan úr nágrenninu.
Mér finnst annars bjart fram undan í
frjálsum íþróttum. Það er gríðarleg
barátta um krakkana vegna annarrar
afþreyingar sem í boði er. Sjónvarpið og
tölvuleikir taka mikinn tíma frá þeim.
Allt sem við erum að gera verður að
byggjast upp á leikgleði og skemmtun.
Frjálsíþróttaskólinn er frábært framtak
og við verðum að hafa dug og kraft og
trú á því sem við erum að gera,“ sagði
Gunnar Sigurðsson.
Gunnar Sigurðsson,
frjálsíþróttaþjáifari,
ásamt krökkum í
Frjálsíþróttaskóla
UMFÍ á Sauðárkróki.
Lu) UMSE/UFA Inkayrrtd/larí 16 ára, OjyKýri
Lið UMSE/UFA sigraði samanlagt
í bikarkeppni FRÍ16 ára og yngri
sem fór fram á Sauðárkróki helgina
6.-7. september sl. Liðið hlaut alls
116,5 stig. í öðru sæti varð ÍR með
101 stig og FH í þriðja sæti með 97
stig. FH vann meyjaflokkinn með
51 stigi, UMSE/UFA var í öðru sæti
með 48,5 stig og ÍR varð í þriðja
sæti með 48 stig.
í sveinaflokki vann UMSE/UFA
með 68 stig, IR varð í öðru sæti
með 53 stig og HSK í þriðja sæti
með 47 stig. Alls tóku 8 lið þátt í
keppninni að þessu sinni.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 21