Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 23
Eitt héraðsmet
sett á Íþróttahátíð
USVS á Víkurvelli
Iþróttahátíð USVS fór
fram sunnudaginn 17.
ágúst sl. á Víkurvelli og
mættu alls 70 keppend-
ur frá þremur aðildar-
félögum USVS.Veðrið
lék ekki beint við Skaft-
fellinga þennan dag en
þeir létu það ekki stöðva
sig. Hátíðin var í umsjón
Umf. Kötlu en Kötlufélagar nutu dyggrar
aðstoðar starfsmanna úr Umf. Skafta og
Umf. Ármanni.
Á hátíðinni var slegið eitt héraðsmet en
það gerði Magdalena Katrín Sveinsdóttir,
Umf. Kötlu, í kúluvarpi en hún kastaði
kúlunni 9,38 m. Eldra metið átti Sara Lind
Kristinsdóttir, 9,01 m.
Grímur Sævar Kristjánsson, nýráðinn
íþrótta- og tómstundafulltrúi hjá Mýrdals-
hreppi, var mótsstjóri. Þulur hátíðarinnar
var Guðný Sigurðardóttir, formaður Umf.
Kötlu. Eftir hátíðina var boðið upp á grill-
aðar pylsur og ís og bauð Mýrdalshreppur
keppendum í sund.
Sláturfélag Suðurlands, Kjörís og Vilberg-
kökuhús á Selfossi styrktu Iþróttahátíð USVS.
Stigahæstu einstaklingar
mótsins:
8 ára ogyngri: Jakobína Kristjánsdóttir og
Guðmundur Elíasson, Umf. Kötlu
9-10ára: Aron B. Jóhannsson, Umf. Kötlu
7 7-72 ára: Ægir Máni Hauksson, Umf. Kötlu
73-74 dro: Ármann D. Gíslason, Umf. Skafta
75-76 dra: Arnar S. Ágústsson, Umf. Kötlu
7 7 ára og eldri: Kristín M. Kasparsdóttir,
Umf. Kötlu
Stigahæstu félög:
12áraog yngri:
1. Umf. Katla 320 stig
2. Umf. Skafti 40 stig
13-14 ára:
1. Umf. Katla 107 stig
2. Umf. Skafti 29 stig
3. Umf. Ármann 16 stig
75-76 ára:
1. Umf. Katla 74 stig
2. Umf. Skafti 40 stig
7 7 ára og eldri:
1. Umf. Katla 76 stig
2. Umf. Skafti 18
3. Umf. Ármann 17 stig
&
Á myndunum hér fyrir ofan má sjá stolta og
ánægða krakka á verðlaunapalli á íþrótta-
hátíð USVS á Víkurvelli í sumar.
ÍSTAK
Almenna
verkf ræðistof an
frAmÚTUN
M A N N V I R K I
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 23