Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.2008, Blaðsíða 26
íslenska landsliðið í handknattleik: Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags íslands: Húsavík Alli og Helga ehf., Baughóli 56 Hóll ehf., Höfða 11 Jarðverk ehf., Birkimel Laugar Norðurpóll ehf., Laugabrekku Reykjadal Mývatn Vogar, ferðaþjónusta, Vogum Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs ehf., Bakkagötu 6 Vopnafjörður Hólmi NS-56 ehf„ Steinholti 8 Vopnafjarðarskóli, Lónabraut 12 Egilsstaðir Birta ehf. gleraugnaverslun - Úr og Skart, Lagarási 8 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Menntaskólinn á Egilsstöðum, Tjarnarbraut 25 Miðás hf./Brúnás innréttingar, Miðási 9 Sentrum ehf., Kaupvangi 3a Verkfræðistofa Austurlands ehf., Kaupvangi 5 Seyðisfjörður Gullberg hf„ útgerð, Langatanga 5 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Eskifjörður Eskja hf„ Strandgötu 39 Neskaupstaður RafgeisliTómas R. Zoéga ehf„ Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf„ útgerð, Hafnarbraut 6 Fáskrúðsfjörður Fáskrúðsfjarðarkirkja, Skólavegi 69 Stöðvarfjörður Steinasafn Petru, Sunnuhlíð Höfn í Hornafirði Gerði, Suðursveit Mikael ehf„ Norðurbraut 7 Þrastarhóll ehf„ Kirkjubraut 10 Öræfum Félagsbúið Hnappavöllum 4, Hnappavöllum 4 Selfoss Árvirkinn ehf„ Eyravegi 32 Búnaðarfélag Grafningshrepps, Viilingavatni Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1 Dýralæknaþjónusta Suðurlands s. 482-3060, Stuðlum Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Grímsneshreppur og Grafnings- hreppur, Stjórnsýsluhúsinu Borg Hitaveita Frambæja, Skarði Hótel Valhöll, Þingvöllum Jeppasmiðjan ehf„ Ljónsstöðum Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Vorsabæjarhjáleigu Íslensku landsliösmennirnir fengu höfðinglegar móttökur við komuna til landsins eftir frækinn árangur á Ólympíuleikunum i Peking. Silfurverðlaun í Pekíng - einstök móttaka á Arnarhóli fslenska landsliðið í handknattleik náði þeim frábæra árangri á Ólympíuleik- unum í Peking að vinna til silfurverð- launa. Væntingarnar fyrir leikana voru ekki miklar meðal almennings en leik- menn voru með ákveðin markmið. í fyrstu leikjum liðsins var strax Ijóst að það var feikilega vel samstillt og óx liðsmönnum ásmegin eftir því sem á leikana leið. Liðið stóð frammi fyrir þeim möguleika að vinna til gullverð- launa en varð að lokum að láta í minni pokann fyrir Frökkum í úrslitaleik. Silfurverðlaunin eru einn frækileg- asti árangur fslendinga á Ólympíuleik- um fyrr og síðar. (slenska þjóðin hreifst með og fylgd- ist með hverju fótmáli sinna manna og áhorf á einstakan atburð hefur aldrei verið meira í íslensku sjónvarpi. Enn einu sinni sýndum við íslendingar hvers við erum megnugir í baráttunni við margfalt stærri þjóðir. Árangur liðs- ins vakti ekki bara athygli hér heldur um alla heimsbyggðina. Þessi einstaki árangur var geysileg landkynning sem á eftir að skila sér þegar fram í sækir. íslenska þjóðin er hreykin af íþrótta- fólki sínu og árangur íslenska landsliðs- ins er mikil innspýting inn í íslenskt íþróttalíf. Handboltinn mun ekki ein- ungis njóta góðs af þessu heldur allt íþróttalíf í landinu. Þetta var í fjórða sinn sem íslendingar vinna til verð- launa á Ólympíuleikum frá upphafi en aldrei áður hefur lið í flokkaíþróttum hampað verðlaunum. íslenska landsliðið í handknattleik hefur oft glatt hjörtu landsmanna í gegnum tíðina. Þjóðin hefurfylgst með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt. Erlendar þjóðir botna stund- um ekkert í því hvernig jafnfámenn þjóð getur náð þetta langt í einni íþrótt. Handboltinn hefur alla tíð legið vel fyrir okkur fslendingum en árang- urinn talar þar sínu máli. íslenska liðið fékk einhverjar þær höfðinglegustu móttökur sem sögur fara af við komuna til landsins.Talið er að um 50 þúsund manns hafi fagnað strákunum í sérstakri móttöku sem haldin var á Arnarhóli. Stemningin var einstökog verður lengi í minni höfð hjá þeim sem tóku þátt í henni. íslensku landsliðsmennirnir í hand- knattleik eru glæsilegar fyrirmyndir. Unga fólkið lítur upp til þessara íþróttamanna og það er vel. Árangur íslenska liðsins í Peking mun lengi lifa með íslensku þjóðinni. Hann sýnir svo ekki verður um villst að allt er hægt ef viljinn erfyrir hendi. 26 SKINFAXI - tfmarit Ungmennafélags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.