Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2008, Page 29

Skinfaxi - 01.08.2008, Page 29
íslendingar láta mjög vel af dvöl sinni í dönskum lýðháskólunum enda hefur aðsókn í þá verið mjög góð. Markmiðið í hlaupakúrsinum er að hlaupa heilt eða hálft maraþon en í þrí- þrautinni er markmiðið að keppa í hluta af þríþraut á La Santa á Lanzarote en þangað fer næstum allur skólinn í viku æfingaferð í október. Ég íhugaði að velja eitthvað alveg nýtt eins og reiðmennsku, tennis eða strandblak en ákvað að bíða með það þangað til við veljum aftur, því að það er að sjálfsögðu hægt að æfa sjálf- ur eins og maður vill utan stundatöflu. Því miður verður ekki hægt að velja um fög eins og surf, siglingar, kajak og strandblak að tveimur mánuðum liðn- um því að þá verður ef til vill farið að kólna aðeins í veðri. Á myndinni hér til vinstri er ég ásamt Torben Jensen félaga mínum úr þríþrautinni. Torben er einn af aldursforsetunum og er toppíþróttamaður. Hann er góður hlaupari og var m.a. annar af 128 í Death Valley-maraþoninu en þar eru fyrstu 18 kílómetrarnir upp í móti. Ég er einnig í dönskutímum og tímum sem heita „Dansk kultur" en þar fáum við að kynnast danskri hönnun, menn- ingu og menntakerfl svo að fátt eitt sé nefnt. Næst á dagskrá hjá mér og mín- um gangi er að gera stuttmynd þar sem ofurhetja og koss verða að koma fyrir en auk þess er ég að vinna að kynningu á dönsku skartgripahönnuðunum Dyberg og Kern. Enginn skóladagur er eins en sumt breytist ekki, þar á meðal matartímar, morgunsamkomur tvisvar í viku og hreingerning daglega. Nemendur skipt- ast á að hjálpa til við matargerð, þrif, undirbúning morgunsamkoma og ann- að slíkt og svo er öllum opið að standa fyrir nýjum námskeiðum fyrir sam- nemendur sína. Ég get vel hugsað mér að taka þátt í interval-þjálfuninni sem Jeff stendur fyrir á frjálsíþróttavellin- um tvisvar í viku en hann er einnig í þríþrautinni með mér. Þá er Michella, dönsk vinkona mín, með listaklúbb vikulega þar sem fólk hittist á listaverk- stæðinu og málar saman. Þetta er að minnsta kosti heiðarleg tilraun til að gefa einhverja hugmynd af því hvernig lífið gengur fyrir sig þar sem engir tveir dagar eru eins. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 29

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.