Skinfaxi - 01.08.2008, Síða 30
Páli G. Björnssyni, söguritara, þakkað fyrir
ritun á sögu Ungmennafélagsins Heklu, en
Páll gaf alla vinnu sína við verkið.
Hér er Páll til hægri ásamt syni sínum
Ragnari Pálssyni, formanni Umf. Heklu.
Ungmennafélagið Hekla 100 ára
Ungmennafélagið Hekla hélt upp á 100 ára
afmæli sitt með glæsilegri hátíð á sjálfan
afmælisdaginn, laugardaginn 26. júlí 2008.
Ágætt veður var þann dag og fór hátíðin
fram bæði á íþróttavelli og í íþróttahúsi á
Hellu. Fjöldi gesta á hátíðinni var um 250.
Dagskráin hófst kl. 13 á fjölskyldutugþraut
og kynningum á frjálsíþróttagreinum á
íþróttavelli. Gestir færðu sig síðan inn í
íþróttahúsið og skoðuðu sýningu sem sett
var upp í tilefni af 100 ára afmælinu. Á sýn-
ingunni var saga Umf. Heklu rakin í máli og
myndum og sýndir ýmsir gamlir munir í eigu
félagsins, búningar o.fl. Formleg dagskrá
á sviði hófst kl. 15:30 en áður höfðu gestir
gætt sér á veitingum, glæsilegri afmælis-
tertu og fleiri kræsingum.
Formaður Umf. Heklu hélt ávarp og
afhjúpaði nýjan hátíðarfána félagsins ásamt
Gunnari Finnssyni, dóttursyni fyrsta formanns
Heklu. Glerverksmiðjan Samverk gaf félag-
inu fánann ásamt fánastöng. Þær Hrafndís
Brá Heimisdóttir, Björg Hákonardóttir og
Steina Guðbjörg Tómasdóttir fluttu tónlist-
aratriði. Páli G. Björnssyni var færður blóm-
vöndur sem þakklætisvottur fýrir hans miklu
vinnu við bókina Ungmennafélagið Hekla
100 ára sem kom út rétt fyrir afmælið. Páll
vann að bókinni allan s.l. vetur og fram á
sumar án þess að taka neitt fyrir. Séra Guð-
björg Arnardóttir las úr bókinni. Ávörp
fluttu Gísli Páll Pálsson, formaður HSK,
Fjóla Guðnadóttir, formaður íþrótta- og
æskulýðsráðs Rangárþings ytra, Helga
Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ung-
mennafélags Islands, Jón Jónsson, stjórnar-
maður í Umf. Heklu, Benoný Jónsson, for-
maður Iþróttafélagsins Dímonar, Ragnheið-
ur Skúladóttir, formaður Kvenfélagsins
Unnar, og Bjarni Harðarson, alþingismaður.
Gisli Páll færði félaginu að gjöf HSK-bikar og
gestabók merkta Umf. Heklu. Helga Fjóla
kallaði til sín Örn Þórðarson, sveitarstjóra
Rangárþings ytra, og afhenti hann félaginu
blómvönd og færði félaginu hamingjuóskir.
Helga Guðrún færði félaginu þakkarskjöld
frá UMFl. Jón færði þakkir öllum þeim sem
hjálpuðu til við framkvæmd hátíðarinnar
og uppsetningu sýningarinnar. Benoný
færði félaginu 50.000 kr. peningagjöf til
áhaldakaupa. Ragnheiður færði félaginu
50.000 kr. peningagjöf. Bjarni óskaði
félaginu velfarnaðar.
Afhent voru verðlaun fyrir fjölskyldu-
tugþraut og dregið úr lausnum í getraun-
um. Formaður þakkaði öllum þeim einstakl-
ingum og fyrirtækjum sem lögðu félaginu
lið til að hátíðin gæti orðið að veruleika.
Umf. Hekla þakkar öllum þeim sem
heiðruðu félagið með nærveru sinni þenn-
an dag og einnig allar þær góðu gjafir sem
félaginu bárust í tilefni afmælisins.
Þrírformenn:
Gísli Páll Pálsson,
formaður HSK,
Helga G. Guðjóns-
dóttir, formaður
UMFÍ, og Ragnar
Pálsson, formaður
Umf. Heklu.
Vinstra megin:
Björg Hákonardótt-
ir, Áslaug Einars-
dóttir og Guðrún
Anna Hákonardótt-
ir. Hægra megin:
Steina Guðbjörg
Tómasdóttir, Hrafn-
dís Brá Heimis-
dóttir, Hulda Sóley
Ómarsdóttir og
Valdís Bjarnadóttir.
30 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands
J