Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2008, Page 31

Skinfaxi - 01.08.2008, Page 31
Páll G. Björnsson ritaði sögu Ungmennafélagsins Heklu síðastliðinn vetur. Félagið hefur komið mörgum góðum málum í gang í tilefni aldarafmælis Ungmennafélagsins Heklu var ákveðið að ráðast í að láta rita sögu þess. Stjórn félagsins fór þess á leit við Pál G. Björnsson að hann færi yfir fundargerðabækur félagsins og tæki saman sögu þess út frá innihaldi þeirra. Páll hefur unnið rnikið starf innan Ung- mennafélagsins Heklu og var rneðal annars formaður þess um þriggja ára skeið. „Þegar ég fór að lesa fundargerðir félagsins fannst mér þetta svo gaman, það teygðist smám saman úr þessu sem að lokum varð úr bók. Það var mjög gefandi og gaman að skrifa söguna," sagði Páll. Páll segist hafa alist upp með ung- mennafélögunum norður í Fnjóskadal en Páll var í ungmennafélaginu Bjarma. Hann flutti síðan suður, fyrst til Reykja- víkur en síðan á Hellu. Páll segir að dvöl- in í fyrstu hefði ekki átt vera nema tvö ár en á næsta ári eru 40 ár síðan hann flutt- ist þangað. „Þegar ég kom hingað fyrst fannst mér vera hér allt til alls miðað við það sem ég átti að venjast. Þá var kominn hér nýr malarvöllur sem var að vísu lítið notað- ur. Ég byrjaði að sprikla í fótboltanum ara í öllum meiri háttar afmælum eru bak- aðar afmællstertur. Afmæli Umf. Heklu var þar engin undantekning. og það varð úr að ég gekk í félagið ásamt mörgum öðrum í þorpinu. Árin á undan hafði starfsemi félagsins verið frekar lítil. Upp úr Í976 var þó nokkurt líf í félaginu og ég fór með keppendur á innanhúss- mót hjá HSK þar sem þeir stóðu sig með prýði og höfnuðu í öðru sæti. Árin þar á eftir var starfsemin með ágætum,“ sagði Páll. - Hvað kom þér eintia helst á óvart við ritun bókarinnar? „Það var hversu starfsemin var öflug fýrstu árin og hvað þetta var mikið þjóð- Umf. HeklalOOára: málafélag. Þá var gífurlegur áhugi á iðkun sunds og mikil áhersla lögð á að kanna sundlaugarbyggingu uppi í Svín- haga þar sem heitt vatn var að finna. Það varð síðan ekkert úr því en aftur á móti voru byggðar tvær laugar með köldu vatni, önnur í Geldingalæk og hin austan Stóra-Hofs. Mér fannst þessi sundáhugi vera með ólíkindum mikill og kostaður var maður til að læra sund í Reykjavík og kenna síðan hér fyrir aust- an að námi loknu. Félagar voru síðan styrktir til að læra sund, annaðhvort á Laugarvatni eða á Álafossi. Annað sem vakti athygli mína var þessi öfluga mál- fundastarfsemi," sagði Páll. Hann segir starfsemi félagsins annars hafa verið upp og ofan í gegnum tíðina. - Hvernig hefurþá þróunin verið hjá félaginu? „Félagið hefur átt sína góðu daga og náð sínum toppum. Upp úr f990 var frjálsíþróttastarfið gríðarlega mikið og árangurinn umtalsverður hjá ungling- unum. Síðan kom lægð í íþróttastarfið og málfundastarfsemin hefur engin verið í nokkra áratugi. Ég skipti sögu félagsins í þrennt, málfundatímabilið, innanfélagsstarf í fornti skemmtana, ferðalaga og árstíðir og í þriðja lagi íþróttastarfið." - Hvaðfinnst þér svo um starfsemina í dag? „Starfsemin er í lagi í dag, menn hafa vilja til að sinna þessu en tímaskorturinn hrjáir alla. Það skeður ekkert nema til séu peningar til að borga mönnum fyrir þjálfun. Það sem dregur úr starfinu er að það er nánast níðst á þeim sem vilja sinna þessu að einhverju ráði. Þeir eru kaffærðir í sjálfboðaliðastarfmu og það gengur ekki upp til lengdar, menn gefast bara upp. Ég er annars bjartsýnn á fram- haldið í félaginu og vona það besta. Við megum ekki gleyma því að félagið er búið að koma mörgum gríðarlega góð- um málum í gang. Það hefur lagt umtals- verða peninga til sundlaugabygginga, skóla- og íþróttabygginga og kostað sundkennslu svo að eitthvað sé nefnt. Félagið hefur verið verulegur styrkur fýrir hreppsfélagið þótt það sé kannski núna að snúast við.“ Páll segist hafa haft mikla ánægju af því að skrifa sögu félagsins og viðtök- urnar voru með ágætum. „Það er gott að sjá söguna vera komna á prent,“ sagði Páll G. Björnsson, ritari sögu Ungmennafélagsins Heklu, að lokum í samtalinu við Skinfaxa. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.