Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 1
SOÓmRHHRBLRÐlQ
U í K I H 5 U R
ÚTGEFANDl: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
IV. árg. 3. tbl.
Reykjavík, marz 1942
Út úr skarkala höfuðborgarinnar liggur
leiðin um hrjóstnuga jörð, út á Bessastaði
aðsetur ríkisstjóra.
Af staðnum er víður sjóndeildarhringur
til fjallanna í suður og norður og í góðu
skyggni rís Snæfellsjökull í hafsbrún eins og
útvörður. Álftanesið sjálft hefur af litlu að
skarta af náttúrlegri fegurð, en því meira af
náttúrlegu eðli. Útgrynni er þar mikið og
svartar eyrar. en þegar flætt er, suðar alda
úthafsins, sem aldrei finnur ró, rétt fyrir utan
bæjardyrnar. Öll sigling til og frá Reykjavík
sést þar mjög vel. ^
Þó staðurinn sé ekki langt frá höfuðborg-
inni, aðeins 18 mínútna keyrzla í bifreið, ríkir
þó kyrrð og ró þarna á nesinu. Má óefað telja,
þrátt fyrir mismunandi skoðanir manna í upp-
hafi, að ekki hefði verið um annan hentugri
stað að velja fyrir ríkisstjóra bústað, en ein-
mitt Bessastaði, ekki aðeins frá sögulegu
sjónarmiði, heldur einnig með hagræði allt
samkvæmt nútíma kröfum fyrir augum.
Eins og gefur að skilja þurfti hið eina í-
veruhús jarðarinnar, sem nú verður eingöngu
notað fyrir ríkisstjóra bústað, margvíslegra
breytinga við, og þurfti að haga svo innrétt-
ingum og útbúnaði, að húsið yrði „hæfilegur
bústaður ríkisstjóra“. Til þess þurftu þær að
vera haldgóðar og myndarlegar. Hefir list-
rænt auga húsameistarans og virðing fyrir því
gamla, sem vel var gert, verið mikils virði
í því sambandi.
Húsið er talið byggt kringum árið 1760
eftir uppdráttum eins hæfasta húsameistara
Dana síðustu 3 aldirnar, og upprunalega vel
byggt. Ríkisstjóra og húsameistara þeim, sem
falin var breyting á húsinu,kom saman um,
að koma húsinu sem næst því. sem það var
upprunalega, með hæfulegu tilliti til tækni
nútímans, og til þess, að það yrði sæmilega
virðulegur bústaður ríkisstjóra.
Girðingar, skjólgarðar o. fl. kringum húsið
hefir verið tekið burt, svo húsið njóti sín
betur. Nýtt anddyri hefir verið byggt framan
við það. Þegar inn í það kemur, er fyrst fata-
geymsla á hægri hönd og snyrtiherbergi til
vinstri. Strax þegar inn kemur úr anddyrinu,
er smekkleg forstofa, blasir þar við á veggn-
um andspænis manni málverlc af fiskiskipum
úti fyrir brimúfinni strönd. Til vinstri handar
er skrifstofa ríkisstjóra, einkar smekkleg og
aðlaðandi. Til hægri er setustofa, þar sem
ríkisstjóri tekur á móti gestum. Úr setustof-
unni er svo inngangur í borðstofu er liggur
samhliða. Þó að metrafræðin segi okkur með
skýrum rökum, að stofurnar séu ekki stórar,
virðist manni hið gagnstæða, og má óefað
þakka það hve öllum húsbúnaði er smekklega
fyrir komið. Eftir náltvæma yfirvegun allra
möguleika, var horfið að því, að kaupa mest
af húsgögnunum frá Englandi, og með tilliti
til þess, að þau hæfðu húsi, scm byggt er á
18. öld. Hepnaðist það mjög vel, og eru meðal
þeirra hreinustu kjörgripir. Myndir á veggj-
um eru að mestu eign þjóðminjasafnsins.
Þar sem aðal húsið, sem einsog áður er
sagt, var eina íveruhús jarðarinnar, verður
nú eingöngu notað sem ríkisstjóra bústaður,
þurfti að byggja sérstakt starfsmannahús
fyrir búið, er þar öllu sem haganlegast fyrir-
komið handa starfsfólkinu, og .öll innanhúss
þægindi eftir fyllstu nútíma kröfum.
Þegar maður yfirgefur staðinn, hefir maður
það á tilfinningunni, að hafa verið gestur hjá
húsbændum, sem á bezta veg sameina fram-
úrskarandi fölskvalausa íslenzka gestrisni
og siðfágaðan virðuleik hins fullkomnasta
úr heimsmenningunni..
VÍKINGUR