Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 4
StElNDÓR ARNASON:
nýbyggingarmálin
Það er gleðilegt að heyra hinar fjölgandi
raddir ræða nauðsyn þess, að hafist verði handa
um endurnýjun togaraflotans og annara stórra
skipa til fiskveiða. Þetta er því ánægjulegra
sem fleiri flokkar virðast nú loksins vera komn-
ir á þá skoðun, að búskap ríkisins muni ekki
veita af því að nægar fleytur séu til handa
þeim, sem vilja sækja sjó. Ef til vill eru þetta
kosningafleðulæti, en úr því ætti að fást skorið
áður en langt líður.
Tryggvi Ófeigsson skipstjóri skrifaði hér í
síðasta hefti Víkingsins góða grein, en um eitt
get ég ekki orðið honum sammála, það er: „Að
allir hafi verið á sama máli um það, að togara-
flotann þurfi að endurnýja". Nægir í því sam-
bandi að minna á að síðasta áratuginn hafa
ráðamenn gjaldeyrisins, nær undantekningar-
laust, bókstaflega etið framleiðslutækin. Hvaða
skip komu í stað Jóns forseta, Skúla fógeta,
Ásu, Barðans, Walpole, Austra, Ólafs, Leiknis
og aftur Leiknis? Hvað varð af vátryggingar-
fénu? Því var víst fleygt í Sambandið og heild-
salana til þess að kaupa fyrir ýmsa misjafnlega
þarfa hluti. Þá var ekki verið að tala um þó
atvinnuvegirnir gengi saman, en það var líka
sjávarútvegurinn, sem í hlut átti. Þetta er ljót-
ur kafli í útgerðarsögunni, og ætti ekki að
endurtaka sig. Ég læt þetta nægja, en fleiri
dæmi mætti nefna um hug sumra hinna ráð-
andi manna í landsstjórn, og þótt leitt sé frá að
segja í bæjarstjórn líka, til útgerðar á stórurn
skipum.
Nú hefir orðið vart hugarfarsbreytingar, og
er því tímabært fyrir útgerðarmenn þessa bæj-
ar og annara bæjarfélaga, sem vilja hafa til út-
gerðar, að taka höndum saman um stofnun fé-
lags með byggingu margra nýtízku fiskiskipa
fyrir augum. Segjum t. d. að samið væri um
byggingu á tíu togurum, öllum af sömu stærð,
með sömu vélategund, og að öllu leyti eins. Það
hlyti að verða mikill munur á verði og kaup-
kjörum, heldur en ef mörg félög létu byggja
hvert fyrir sig, kannske öll af mismunandi
gerðum og stærðum. Þegar búið væri að safna
nægilega miklu hlutafé, ætti ekki að standa á
ríki og bæjarfélögum, að leggja fram sem styrk
til framkvæmdanna einn þriðja áætlaðs kostn-
“VÍKINGUR
aðar, ef dæma á eftir því hugarþeli, sem þessii'
aðilar hafa nú til útgerðar á stórum fleytum.
Hér er ekki farið fram á neina fjarstæðu, sbr.
styrkveitingar síðustu ára til ýmissa fram-
kvæmda í sveit og við sjó, og ei' óþarfi að telja
það upp hér.
Hinum nýju skipum yrði síðan úthlutað félög-
unum í hlutfalli við framlagt fé hvers félags.
Hér voru tekin stór lán á síðastliðnu ári af ríki
og bæ, þá var ekki vöntun á fé, það var slegist
um að lána. Þess vegna er það ótrúlegt að skort-
ur verði á fjármagni til stórra framkvæmda til
nýbyggingar fiskiskipa. Þau eru og hafa verið
gulls ígildi þegar réttilega hefir verið að þeim
hlúð.
Komi það nú í ljós, að útgerðarfélögin skorti
vilja til að sigla þessu nýbyggingarmáli í ör-
ugga höfn þá verður hið opinbera að taka málin
í sínar hendur og afla skipanna sjálft. Ég býst
við að ekki yrði skortur kaupenda þegar fleyt-
urnar lægju hér í höfn.
Jafnhliða þessu megum við ekki missa sjónar
á því marki, sem keppa ber að, þ. e. að við
byggjum okkar skip sjálfir. Ég vil leggja til, að
járnsmíðaverkstæðin setji á sig rögg og geri til-
raun með smíði á einum 400—500 smálesta tog-
ara. Það þyrfti að sjálfsögðu að smíða sérstak-
an sleða til þess að teppa ekki þá sleða, sem
fyrir eru. Þetta ætti ekki að vera nein frá-
gangssök. Einhvern tíma kemur að því, að hefj-
ast verður handa um smíði á járnskipum hér-
lendis, og er það ekki vanzalaust að við skulum
ekki geta hnoðað saman stálskipi, þegar öll þau
tréskip, sem við þörfnumst er hægt að smíða
hér heima. Hvað segja járnsmíðameistarar okk-
ar um þetta? Gaman væri að heyVa í þeim hljóð-
ið. Vöntun á efni ætti að vera útilokuð, því að
alltaf er verið að auglýsa vélar af öllum gerð-
um, stál, járn og timbur frá Ameríku, og ein-
mitt þar er fengin reynsla í smíðum nýtízku
Diesel-togara. Reyndist nú þetta framkvæman-
legt, yrði það ólíkt happadrýgra, heldur en að
leggja vinnu og fé í sumar þær stórviðgerðir,
sem framkvæmdar eru nú á ýmsum þeim ryð-
kláfum, sem aldrei geta orðið skip.
Reykjavík, 12. marz 1942.
Steindór Árnason.
4