Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 16
/ \ \l./U. Andaðist pórður Sigurðs- son, Hafnaríirði, er varð fyrir skoti úr hyssu Bandaríkjahermanns. * 12./11. Fregnir berast um að Brétar hafi í líyggju, að reykja 20.000 smál. af saltíiski, er þeir kaupa af íslendingum, og telja hann á þann veg útgengilegri .i brezkum markaði. * 14. /11. Innflutningur í október nam 16.4 milj. króna, en útflutn- ingur 14.0 milj. Heildarinnflutning- ur ársins til októherloka nam um 100 milj. kr., en útflutningur 157 milj. króna. A sama tíma i fyrra var útflutningurinn 101 milj. kr., en innflutningurinn 56 milj. kr. * 15. /11. Allstórt hraðfrystihús er tekið til starfa á Sauðárkróki, starfrækt af Fiskifólagi Sauðár- króks. Er mögulegt tið taka á mót.i 16 sinál. af óhausuðunr fiski. * 17. /11. íslenzka llíkisútvarpið hefir skift um öldulengd, og sénd ir nú á 1111 m. * 18. /11. Ný þjóðstjórn mynduð, skipuð sömu inönnum og áður. * 21 ./11. Vísitala nóvemhermánað- ar er 175 stig, eða þremur stigum hærri en í október. * 22./11. Samkvæmt skeytum frá Washington, var undiiritaður samningur þar 20. þ. m. um að Amerikumenn yfirtækju fisksölu- samning okkar við Breta. * Thor Tlioi's hefir lagt emhættis- skilríki sín, sem sendiherra ís- lands í Ameríku, fvrir Roosevel! forseta. * 25. /11. Danskt skijt, .Tersi Mærsk, strandaði á Engeyjarrifi, en náðist út aftur. M.s. Reykjanes slitnaði frá bryggju í Reykjavík- urliöfn og rakst á vélbát, er lá þar einnig, braut hann svo að hann sökk. Allmikið rok var orsök að þessum óförum. * 26. /11. Rak 9 tundurdufl á land við Langanes. Sprungu öll í lend ingu. Eitt hús á Skálum eyðilagð- ist að mestu við sprengingamar. VÍKINGUR en fólk var flúið úr húsum og sakaði elcki. * 28./H. A kjörskrá til hæjar- stjórnarkosningar í Reykjavík eru að þessu sinni 24.445 manns. * 1 ./12. Á skemmtun, sem haldin var á Patreksfirði, lenti í deilu milli skipvcrja af dönsku skipi og íálondinga. Tóku skipverjar fram linífa og stungu tvo menn, annan í hakið, en liinn í kviðinn og særð- ist sá ltættulega. * 3./12. Björgunarhát frá rúss- nesku skipi rak á land í Höfnum, rnilli Mei'kiness og Kirkjuvogs, var liann á réttum kili og sjáanlegt að honuin hafði ekki hvolft. Hann var merktur „Sukhoma — Lenin grad“. * 8. 12. Erlendur togari strandaði ;i Grenjaneshoða hjá þórshöfn. Mannhjörg var. * 8./12. Fyiir nokki'u síðan fædd- ist fyrsti gullrefur i heimi, hér á Islandi, var það í loðdýrabúi .Tóns Dungals, en hann hafði gert til- raunir með kvnblöndun refa, er tókst svo vel. * 11./12. Tnnflutningur nóvemher- mánuð 11.341.200 kr., en útflutn- ingur 21.309.200 kr. HelztU útflutn- ingsvörur í nóvemher: Saltfiskur 4.9 milj., ísfiskur 5.2 milj., freð- fiskur 2.0 milj., síld 1.4 milj., síld- arolía 4.4 milj., lýsi 1.8 milj. og síldnrmjöl 0.8 milj. kr. * 16./12. Vísir birtir viðtal við Ei- rík Kristófersson, skipstjóra á Oðni, um tundurduflarékið fyrir austam Segir liann það hafa ver- ið óvenjulega mikið. Eyðilagði Óð- inn og gerði óvirk alls á annað hundrað’ dufl á þremur vikum. par af sökkti hann 18 duflum A aðeins 1 klst. og 40 mín. * 18./12. Aftaka SV-rok olli mikl- iiiii skemmdum á fiskibátum á Hólmavík. Slitnuðu tveir vélbátar frá festum og ralc á land, en trillu- hátar fylltust af sjó og sukku. * l./l. liófst verkfall hjá prentur- um, bókbindurum, járniðnaðar- mönnurn, rafvirkjum og skipa- smiðum. Daghlöðin hættu að konn út, nerna Alþýðuhlaðið, því að Ai- þýðuprentsmiðjan hélt áfram að starfa, en eingöngu að prentun Alþýðuhlaðsins. * 4./1. Bankarnir ákveða lækkun innlánsvaxta, útlánsvextir jafn- framt lækkaðir. * 8./1. Ríkisstjórnin gefur út hráðabirgÖalög um stofnun geið- ardóms, er ákvéðá skal kaupgjald og verðlag. Grunnkaup má yfir- leitt ekki hækka frá því sem það var í árslok 1941. í gerðardóminn voru skipaðir 5 menn. * 12. /1. Óveður mikið var i Rvík, slitnaði erlent skip frá bryggju á höfninni og rak upp, nokkrar skemmdir urðu aðrar, ófrétt utan af landi, nema símaslit. * 13. /1. V.h. Helgi staddur 140 sjó- mílur S af Vestmannaeyjum með hrotið stýri. Skip sent honum til aðstoðar. * 15./1. Fárviðri olli miklum skemmdum hér í hæ, skip losnuðu upp á ytri höfninni og rak upp, loftnet útvarpsstöðvarinnar slitn- aði niður, og ekki útvarpað í næstu tvo daga. 16

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.