Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 6
Hákarlsæðið Frá Ketchikan að Monterey hafa þúsundir fiskimanna á Kyrrahafströndinni orðið snögg- lega auðugir. Bundnir við erfið lífskjör áður og áhættusama vinnu, trúa þeir varla veruleikan- um í hans nýju mynd. Á einum sólarhring hafa sumir þeirra hagnast svo mikið, að þeir geta greitt bátsverð, veiðarfæraútbúnað, og ársuppi- hald sitt. Sjómennirnir eru upp á aflahlut eins og víða á sér stað, og 5 manna skipshöfn á einum bát aflaði fyrir 17.500 dollara á einni viku. Tuttugu ára unglingur, sem hafði farið í róðr.a í milli- bilshvíld frá heyönnum þar til kartöfluuppsker- an byrjaði á heimili hans, trúði varla sínum eig- in augum, þegar hann móttók laun sín fyrir eina viku og þau reyndust vera 890 dollarar. Allir sjómennirnir eru undrandi yfir umskift- unum, vegna þess að auðlegðin á orsakir sínar að rekja til fiskjar, er þeir áður voru vanir að kasta fyrir borð, hinum fyrirlitna og hataða sjóræningja meðal fiskanna, „súpu-hákarlinn“, beituþjóf og veiðarfæraspillir. Á fræðimáli er hann nefndur Galeorbinus Zyopterus. Hann er feikilega lifrarmikill — stundum er lifrin einn fimmti alls þunga hans, og rúmur helmingur hennar verður lýsi, með meira A- vitamín innihaldi heldur en lifur nokkurra ann- arra fiska. Vitamín innihald hennar er t. d. þrefallt á við hina velmetnu þorsklifui'. Heim- urinn er mjög fátækur að A-vitamíni og af því leiðir, hina miklu eftirspurn, er auðgar fiski- menn þessa svo snögglega. Bandaríkin fluttu inn frá Noregi fyrir stríð 72.000.000 pd. af þorskalýsi. Norðmenn brenndu TALANDI TÁKN. Framh. af bls. 5. petta er ískyggilega stór íloti og þó ekki allir sýnd- ir, sem farnir eru, flestir löngu fyrir þetta stríð, en enginn fengist í staðinn. prátt fyrir mjög ákveðnar tilraunir ýmissa útgerðarmanna, og möguleika á að fá margfalt fullkomnari og betri skip í staðinn, liefi’ slíkt strandað á þvermóðsku „ráðandi rnanna" þegar til úrslita kom. Síðan stríðið hófst hefir enn stækkað hópurinn, sem glafazt hefir, en enginn komið í staðinn. En „ráðandi menn“ hafa skapað handa útgerðar- og sjómannastétt grátbroslegt barnaglingur, afturkreist- ing, framkvalið til málamynda, smásnoturt í munni ræðumenna, en magnlaust ef til raunhæfra fram- kvæmda ætti að koma, og nefnt það „nýbyggingar- sjóð“. Uiíljjl VÍKINGUR megnið af bræðslustöðvum sínum í innrásinni, og þó svo hefði ekki verið, var innflutningur þaðan til Bandaríkjanna útilokaður eins og nú stendur. Lyfjafræðistofnanir, og framleiðend- ur kjarnfæðu, hófu kröftuglega leit að A-vita- míni. Það var lífsspursmál að ná því, þar sem A-vitamín er eitt af þeim bætiefnum, sem ekki verða framleidd með neinu gerfiefni. Þegai' hafði verið gripið til lúðu lýsis, sem einnig' er mikið bætiefnisríkara heldur en þorska- lýsi. — En sú birgðauppspretta fullnægði ekki nálægt venjulegri notkun, hvað þá hinni stór- auknu eftirspurn, af tvennum ástæðum vax- andi, fyrst og fremst vegna aukins skilnings al- mennings á gildi bætiefna og öðru lagi notkunar til hersins. Bretar hafa fengið billionir eininga af A-fjörefni frá Bandaríkjunum, að nokkru til þess að blanda við smjörlíki, til þess að gefa því eitthvað af hinu eðlilega heilbrigði smjörs, og að nokkru handa nætur-árása flugmönnum sínum, þar sem A-fjörefni eykur mjög á skarpskyggni, einkum að næturlagi. Og nú þurfa nætur-árása flugmenn Bandaríkjanna einnig á því að halda. T. J. Guaragnella útgerðarmaður í San Fran- cisco, sem heyrði um þessa leit að fjörefni, lét gera fjörefnarannsóknir á ýmsum fiskum. — Gráhákarlslifur gaf góðan árangur. Gráhákarl eða hundhákarl, mjósleginn gráðug skepna um fjögra feta langur, hafði verið vegna mergðar til mikilla óþæginda og skapraunar öllum fiski- mönnum á Kyrrahafsströndinni. Guaragnella sagði fiskimönnunum að hann vildi gefa 25 dollara fyrir tonnið af honum. — Það varð því meiri hagnaður, að veiða hann, heldur en hinn venjulega fæðu fisk, og ekki leið á löngu þar til 25 fiskibátar frá San Fran- eisco voru byrjaðir hákarlaveiðar. Með því að greiða 25 dollara fyrir tonnið, kostaði lifrar- pundið Guaragnella um 25 cent, búkur hákarls- ins var síðan notaður í fiskimjöl og til áburðar. Kvöld nokkurt rakst Guaragnella á skipshöfn, sem var að gera að „súpu hákarli“. Ilann tók strax eftir hinni óvenjulega miklu lifur hans og lét rannsaka hana og honum til mikillar undrunar kom í ljós, að hún innihélt marg- falt meira A-f jörefni heldur en lifur Gráhákarls- ins. Hann bauð nú fiskimönnunum 40 dollara fyrir tonnið af „súpu-hákarli“ — en svo er hann nefndur af Kínverjum, sem þykir hann feikna hnossgæti til fæðu. 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.