Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 23
(Time) Risaskipið „Lafayette" brennur „Lafayette lá á hliðinni eins og dauður hvalur með kviðinn upp; umflotinn aurugu ís- hröngli Hudsonárinnar. Snjókornin sáldruð- ust vingjarnlega niðuryfir þetta stórkostlega eldsviðna skipsflak. Þúsundir af íbúum New- Yorkborgar þyrptust niður að ströndinni, tií þess að sjá það. Það var sannarleg hryggðar- sýn.“. Þannig farast vikublaðinu ,,Time“ meðai annars orð um þetta slys. Lafayette (áður Normandie), verðmætasta og skrautlegasta skip veraldarinnar. var búin að liggja í New York höfn síðan í stríðsbyrj. un. Nýlega tók Bandaríkjastjórn skipið að sér, og ætlaði að nota það til herflutninga. — Var verið að breyta búnaði skipsins til þeirra hluta . Búið var að breyta nafni skipsins og mála það með gráum lit. Eftir því, sem sann- ast hefir við prófin, sem haldin voru eftir slys- ið, var þann 9. febr. verið að losa skrautsúlur nokkrar með logskurði í h num mikla gild.a- skála í reisn skipsins. En þar voru hlaðar af sundbeltum úr kapok, sem er mjög eldfimt efni, og yfir þá breytt pappa. Mun neisti frá logskurðartækinu hafa fallið á sundbeltin, og varð af eldur svo mikill, að ekki varð við néitt ráðið. Er þess getið, að einungis fötur af vatni hafi verið við hendina fyrst í stað. Varð skipið fljótlega alelda. Það voru um 400 sjóliðsforingjar á skipinu, margir sjómenn og um 300 menn úr strand- varnarliðinu. Þá voru um 1500 verkstæðis og' verkamenn að vinna á skipinu, þegar íkveikj- an varð. Það sló felmtri á fólkið og ruddist það það að landgöngubrúnum, sem ákafast. Sumir hlupu útbyrðis og björguðu sér þannig. Marg- ir særðust og sumir hættulega. Hátt á annað hundrað manns urðu að fara á sjúkrahús til aðgerðar á meiðslum og sárum. Eftir 6 stunda starf tókst að ráða niðurlögum eldsins. Var þá búið að dæla mörgum þúsundum smálesta af vatni inn í skipið, einkum á efri þilförin. Var skipið þó fyrst í stað á réttum kili. Eru stjórn- endur þess mjög áfelldir fýrir það, að láta eklci þegar í stað gera gangskör, að því að ná úr því vatninu aftur. Mun hafa orðið misklíð meðal ráðamannanna um það atriði. Ein til- raun var gerð til þess að renna vatni inn í botninn á því, en hún mistókst. Við næstu straumaskifti í fljótinu raskaöist jafnvægið í skipinu svo að það fór á hliðina, fylltist og sökk. Sýnir meðfylgjandi mynd hvernig það nú er komið. Lafayette (Normandie) var fullsmíðað í Frakklandi árið 1935 og kostaði eftir núvei*- andi gengi um 390,000,000 kr. Það var búið vélum, sem framleiða raforku, er síðan ltnýr skipið áfram, (Turbo- electric drive). Véla- kerfið samanstendur þó af eimkötlum, eim- Framh. á bls. 25. VÍKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.