Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 32
Úrið og klukkan. Lengi hefir mennina langað til þess, að vita hvað tímanum liði, og mæla hann í ákveðnum tímabil- um. Fyrsti tímamælir, sem sögur fara af, er sólúrið hjá Kaldeum. þeir reistu upp lóðréttar stangir á halla- lausum fleti, líkt því sem „sólskífan" er nú. þegar sólin var hæst á lofti, var skugginn stytztur, en lengdist eftir því, sem sólin lækkaði á lofti. Eftir því sem næst verður komist, fluttist notkun sólúrsins til Grikklands 550 árum f. Kr., og var þá almennt notað í þorpum. En aðalgallinn á því var sá, að á nóttunni, og alla þá daga, sem ekki var sól- skin, var það gagnslaust. Samliliða þessum sólúrum, voiru vatnsúr, sem tíminn var mældur með. Um þau var getið lijá Assýríumönnum 000 árum f. Kr. þcssi vatnsúr voru þannig, að líiið ílát var fyllt með vatni, og neðst á því var lítið gat, sem vatn draup í gegnum, svo hægt, að ílátið tæmdist tólf sinnum frá því sólin var hæst á lofti, þar til á sama tíma næsta dag. Svo átti sá, sem gætti vatnsúrsins, að hrópa það upp, hvað tímanum liði, í hvert skipti, sem ílátið tæmd- ist. Sá galli var á þessum vatnsúrum, að vatnið streymdi hraðara, meðan ílátið var fullt, heldur en þegar lítið vatn var eftir í því. Var þá tekið upp hjá Grikkjum og Rómverjum, að nota sand, í stað vatns, líkt og notað var á seglskipum til að mæla með hraða skipsins. Stór framför varð þvi, þegar það var fundið upp, að mæla tímann með úri, sem gekk með hjólum. Ekki vita menn hver sá var, sem fyrst fann þetta upp. Hið fyrsta slíkt úr, sem getið er um, sendi kalíf- inn Raschid keisaranum Pétri mikla. Seinna voru klukkur með líkri gerð, fullkomnaðar með því að hengja lóð á þessi hjóla-úr, og seint á miðöldum voru slíkar klukkur scttar í stóihorgunum upp í háa turna, svo að fólkið gæti þar sóð livað timanum liði. Eitthvað fyrir alla. þegar þú crt óénægður með kjör þín og leiður á lífinu, þá farðu á spítalana og gættu að þeim mönn- um, sem kveljast þar af langvinnum sjúkdómum — eða þá á stofnanir, þar sem eru blindir menn og krypplingar, og þá muntu sjá, að kjör þín eru þakk- arverð í samanburði við æfi hinna. HRÆÐSLUPENINGARNIR Sízt á þingi sóknfrekur, sorgum bænda vel kunnur; jagar málin, jafnlyndur Jónas hræðslu-peningur. Gamall sjómaður. Hrokafullan hreyfir munn, liræðsluaurasmiður. Sigldi hann um hnísugrunn, hjalið féRi niður. S. S. Anthony Asquith brezkur kvikmyndastjóri, er alkunnur fyrir hve erfitt honum er að muna nöfn — jafnvel beztu kunningja. Dag nokkurn er hann sat að miðdegisverði á Savoy-hóteli, varð honum litið upp frá blaðinu, sem hann var að lesa í, við að maður kom að borðinu til hans, — sem honum fannst hann endilega kannast mjög vel við, en gat ómögulega komið fyrir sig hver væri. Asquith stóð upp, rétti honum hendina mjög vin- samlega og sagði: „Hvernig líður yður, hvar hafið þéi' verið? Viljið þér ekki fá yður sæti hjá mér?“ Meðan hann streyttist við að muna hver maðui'inn væri, þar til hinn loks komst að og sagði: ,,Ég er þjónninn, sem var að afgreiða yður!“ Mig langar oft að yrkja lagleg kvæði, um undra fegurð, góðleik, líf og fjör, kveða svo blítt, að bitur sár það græði, svo bjart, að lýsi dimmust æfik.jör, svo milt, að huggist harmur sár og tregi, hreina perlu skapa í andans sjóð. J. B. VÍKINGUR 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.