Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 7
„Hefði ég getað haldið uppgötvun minni leyndri, hefði ég eignazt margar miljónir", sagði Guaragnella. En það var ómögulegt. -— Fréttin flaug eins og eldur í sinu. Samkeppnin var vægast sagt hörð og miskunnarlaus". Verðið á „súpu hákarli" var komið upp í 500 dollara tonnið í ágúst 1941, í september 1200 dollara og í október 1500 dollara. En það jafn- gildir að lifrin væri seld á 3.75 dollara pundið í heildsölu. Sem stendur er verðið komið niður í 1000 dollara tonnið fyrir karldýrið og 200 dollara tonnið af kvendýrunum, því að gottíminn og breytt æti hákarlsins yfir vetrarmánuðina, veldur lægra fjörefnismagni í lifrinni. Búist er þó við að verðhækkunin stigi ennþá meir en áður, með vorinu, þar sem þörfin fer sífellt vaxandi og Kyrrahafsstyrjöldin kreppir enn meir að allri eðlilegri birgðasöfnun. Þegar Jap- anar fréttu um hið mikla kapphlaup — áður en Japan—Ameríku styrjöldin brauzt út — sendu þeir með hverri fleytu, sem flotið gat, frosna hákarlslifur, til Bandaríkjanna. Fiskimennirnir trúa fastlega á að þessi guli- austur haldi áfram. Vertíð þeirra hófst venju- lega í byrjun maí, þegar síldin kom, til septem- berloka, er sá gullvægi fiskur líður burt á leynd- ardómsfullan hátt. Þá var lagt upp yfir vetur- inn. Það tímabil gaf skipstjóra, sem átti eigin bát og útbúnað, 3000 dollara í aðra hönd, og skipshöfninni um 1000 dollara á mann. En í vet- ur var bátunum ekki lagt upp, nema þegar frá- tök urðu vegna storma. Einn dagur nú, jafnvel með vetrarverði á hákarlinum, gat gefið ‘eins mikið og meira af sér en sumarvertíðin, öll á venjulegum tíma. Stúdentar við háskólann í Washington struku úr skólanum, til þess að fiska hákarl í Puget- sundi. Skipstjóri einn frá Orford, Ore, kom inn eftir einnar nætur veiðiferð, með 1780 dollara virði af lifur. Við Vestur-Ore fiskaði smábát- ur í einum túr fyrir 1050 dollara. Astorie, Ore, fiskimennirnir öfluðu á þremur mánuðum fyrir 2.000.000 dollara, sem skiftist í þeirra hlut. Einn skipstjóri aflaði á þremur dögum fyrir 7800 dollara. Bræðslustöðvarnar höfðu ekki undan hinni miklu veiði, svo aðeins lifrin var að lokum fryst og geymd, en hákarlsskrokkunum fleygt. Við veiðina hafa sumir fiskimannanna þá að- ferð, að þeir leggja langa línu með lúðuönglum, beitta frosinni síld, á hafsbotninn, ályktandi að „súpuhákarlinn“ sæki fæðu sína við botninn. Aðrir leggja 1300 feta löng net, þannig að þau myndi vegg í sjónum um það bil 20 fet undir sjávarborði, og láta reka yfir nóttina. f einu slíku neti voru 200 hákarlar einn morguninn. Stærri bátar nota botnvörpur. Að innbyrða 75 punda hákarl, er enginn barnaleikur. Við bátshliðina lemur fiskimaður- inn hann með járnstykki, og ef það dugar ekki, er hann skotinn. Við að handleika hákarfinn verður fiskimaðurinn oft blóðugur, því hákarls- skrápurinn er hrjúfur eins og sandpappír. Fiskimennirnir á eystri miðunum eru einnig gripnir hákarlaæðinu. Þeir hafa einnig farið á hákarlaveiðar — að mestu frá Morehead City N. C. og við Floride miðin — en þeir fá ekkert himinhátt verð. Enginn hinna níu eða tíu teg- unda, sem veiðast í Atlantshafinu, komast í Framh. á bls. 12. Frá Hoísósi. Frá Ilofsós eru gerðir út um 15 vélbátar, þar af 3 þilfarsbátar. Afli hefir verið frekar í lakara lagi síðastliðin tvö sumur. Sumarið 1940 tók til starfa hér hraðfrystihús Kaupfélags Austur-Skagfirðinga, og með því ætluðu menn að afkoma sjómanna hér batnaði til mikilla muna, en því fer nú fjarri. Síðastliðið sumar tók húsið því nær engan fisk, og er mjög mikil hætta á að útgerðin færist héðan burtu ef ekki verður hafist handa um breytingu á fyrirkomu- lagi um rekstur frystihússins hér, því það er engu líkara en að landbúnaðarafurðir hafi for- gangstétt á húsplássi þar, húsið er búið að vera fullt af kjöti síðan síðla sumars 1941. Þetta er aðal orsök þess, að sjómenn hér hafa ekki getað komið sinni vöru í verð. Sem dæmi má nefna, að á síðastliðnu sumri fiskaði aflahæsti bátur- inn 35 þús. kg„ en hefði getað fiskað mikið meira ef hægt hefði verið að leggja upp fisk- inn hér á staðnum, en nokkuð af þessum fiski lagði báturinn upp á Sauðárki’óki. Hásetahlutir hér voru 1940 frá 800 kr. til 1000 kr„ og 1941 frá 1000 kr. til 1500 kr„ og er það mjög lélegt miðað við aðra sambærilega staði. Sjómenn á Hofsósi telja að það muni vera hulið Fiskimálanefnd hvernig ráðslag og fyrir- komulag hraðfrystihússins á Hofsósi er. ívar Björnsson. VÍKINGUR 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.