Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 28
skipið „Þorgeir í Yík“, á einu af tundurdufl- um okkar úti fyrir Lissabon. með 500 tonn af hveiti innan borðs! Framundan liggur hið mikla klettatröll: Gíbraltar! Veðrið er orðið betra og hafið kyrrt en einmitt nú hefðum við gefið mikið til þess að fá duglegt vestanrok, sem hefði falið bát okkar forvitnum augum austur í gegnum sundið. Ekki varð okkur samt að þeim óskum. 19. apríl er reglulegur suðrænn vordagur, — hægur norðVestan andvaiú, marsvínav^ða veltir sér í sólbaði. Himininn er heiður, í öll- um áttum sést reykur frá gufuskipum á aust- urleið, þau ætla gegnum sundið. Loftskeyta- stöðin okkar tilkynnir á hverjum stundar- fjórðungi mikið loftskeyasamband óvinaskipa. Auðvitað ætluðum við að fara huldu höfði gegnum Gíbraltarsund, til þess að auðveldara væri að leggja tundurduflum á Miðjarðarhafi. Þetta virðist vera ofur einföld fyrirskipun, en það er erfiðara í framkvæmd. Það er til- gangslaust að kafa því á þann hátt mundum við vera í marga daga að komast í gegn. Rafgeymar okkar voru næstum tæmdir, svo við héldum okkur ofansjávar eins lengi og kostur var. Spurningin var, hve lengi það tækis. Okkur heppnaðist að halda okkur í hæfilegri fjarlægð frá nokkrum skipum, og vöktum því ekki athygli, en kl. 4 fengum við óskemmtilega samfylgd gufuskips, sem sigldi sömu stefnu og við, 2500 m. frá okkur á stjórnborða, með sama seinagangi. Þegar vélarbilun neyddi okkur til að stanza, — opin á kælivatnsdælunni voru full af. þörungum, — þá stanzaði skipið nákvæmlega jafnlengi. Auk þess sendi það út loftskeyti, sem við gát- um ekki ráðið. Loksins vorum við búnir að gera við bilunina, og héldum áfram, tilbúnir til að kafa skyndilega, hvenær sem var. Til þess að losna við hinn óvelkomna föru- naut, drógum við brezka gunnfánann að hún, hann svaraði þegar með því að draga upp bláa enska fánann, en hélt sig þó alltaf í námunda við okkur. Um kl. 6 mættum við stóru skipi, sem var á vesturleið, og myndi fara um 100 metra frá okkur á bakborða. Þetta var slæm klípa fyrir okkur, því við vorum of ferðlitlir til að geta sveigt á bak- borða, og þar sem hitt skipið var einnig of nærri okkur, höfðum við heldur ekki svigrúm til að snúa undan á stjórnborða. Þessvegna var skipað „Viðbúnir að kafa!“ Stóra skipið er nú aðeins 2000 metra frá okkur, það beygir skyndilega á stjórnborða og snýr að okkur hliðinni. Sjáum til! Herskip með stórum fall- byssum! „í kaf undir eins“, og U 73 hverfur VÍKINGUR niður á 20 metra dýpi með blaktandi enskan fána, snýr norður á bóginn og kemur ekki upp, fyrr en í rökkrinu tveim tímum seinna, úti fyrir spönsku ströndinni. Enn setjum við stefnuna á Gíbraltar tilbúnir til að kafa hvenær sem er. Ljósin eru kveikt, eftir því sem dimmir. Það logar á sömu vitum og venjulega, en auk þess er þremur skærum leitarljósum beint út á sundið ofan af klettin- um. Um 10 leitið erum við í mjósta hluta sundsins, og leitarljósið leikur um okkur, svo við verðum að kafa. Ljósin sjást greinilega gegnum sjónpípuna. Klukkustund eftir mið- nætti hefur meðstraumurinn skilað okkur inn gegnum sundið, og við förum upp á yfir- borðið. Tunglskinið og hinn langþráði vest- ankaldi var vel þegið, og það hvessti líka myndarlega. Frá kl. 3 til 7 tókst okkur að leika á mörg varðskip, sem sigldu ljóslaus. í aftureldingu var vindhraðinn 9 stig, og við klufum vaxandi bylgjur í bezta leiði. Átta- vitinn var enn haldinn sínum gamla kvilla og menn fóru aftur í skinnklæðin. Það var ekki viðlit að skjóta eða leggja tundurdufl, — en Gíbraltar lá þó að baki okkar. Til allrar hamingju fyrir okkur, voru ekki til vorið 1916 nægilega virkar sæsprengjur, svo för okkar gegnum sundið var greiðari en vænta mátti. 24. apríl ætluðum við að skjótast inn í frönsku hafnarborgina Bizerta, en urðum að hætta við það, vegna þess að U 73 hreppti ofsarok og stórsjó, er var hættulegt á grunn- inu. Það var hvorki hægt að leggja tundur- dufl ofansjávar eða neðan. Dælurnar í bátn- um biluðu, og nú var ekki annað að gera en sigla til eyjarinnar Malta, til þess að gegna þar ætlunarverki okkar í Valettahöfn. Ég man ennþá að ég vaknaði um morguninn hinn 25. við kallið: „Það er skotið á okkur!“ Við höfð- um reynt að forðast lítið gufuskip, sem við sáum í birtingu, en það stýrði í veg fyrir okk- ur og skaut á okkur um leið og það fór fram hjá. Við urðum að kafa og halda okkur neð- ansjávar, þangað til seinni hluta dagsins, til þess að losna við mörg skip, sem leituðu okkar í grennd við Kap Bon. Það var eitt af illræmd- ustu svæðum Miðjarðarhafsins, eftir því sem við fréttum síðar! Næsta dag náðum við Malta, einum degi á eftir áætlun, og um mið- nætti vorum við úti fyrir höfninni í Valetta. Ég mun aldrei gleyma þeirri nótt! Við siglum norðvestlæga stefnu, svo sem hálfa aðra sjómílu frá hafnarmynninu, og fórum framhjá St. Elmo hafnargarðinum. Hafnar- vitarnir voru ljóslausir, en borgin, hafnar- 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.