Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 29
mannvirkin og skipasmíðastöðin voru með fullum ljósum svo við sáum greinilega virkin og turnana, sem næst voru. Hafið var stillt og kyrrt, og undir ströndinni höfðum við land- var fyrir vestanstorminum, sem kannske hefir þó verið skyndilega um garð genginn, eins og oft ber við á Miðjarðarhafinu. Klukkan hálf eitt snerum við og byrjuðum að leggja tundurdufl. í skutnum var unnið, þangað til svitinn bogaði af mönnum, þar var aðalgeymsla fyrir duflin. Rohne liðsforingi stjórnaði verkinu þar. En fyrsti vélstjóri hafði með höndum eftirlitið í stjórnklefa, og gætti þess, að báturinn héldi hæfilegri dýpt með því að fylla jafnþunga sjávar á geymana í stað hvers dufls, sem út var lagt. Stýrimaðurjnn merkir staði duflanna á sjókortið. Á meðan stöndum við þrír strangan vörð á stjórnpalli, — kapteinninn, aðstoðarforinginn og sjóliðs- foringinn, — að öðru leyti var öll skipshöfnin tilbúin til að kafa. Á höfninni ríkir kyrrð og friður, meðan tundurduflum er lagt eins og ósýnilegri girð- ingu kringum þýðingarmestu flotamiðstöð Breta á Miðjarðarhafi. „Tundurspillir á bakborða!" hvíslar Henn- ig bátsmaður að mér. Öldungis rétt: hálfa sjó- mílu frá okkur læðist tundurspillir áfram í næturhúminu. Hann sendir ljósmerki til okk- ar frá stjórnpalli með lítilli merkjalukt. ,,Hætta!“ Viðvörunarbjallan hringir um allan bátiifn. „Opnið allar lokur fljótt!“ Vatnið streymir inn í köfunargeymana, tunduropinu lokað, og dýptarmælirinn sýnir 30 metra. — Annað gerist ekki. Að vísu er báturinn nokk- uð þungur í vöfum, svo austurdælan er sett í gang og jafnvægisgeymirinn er tæmdur. Þá er allt kyrrt, og úr duflaklefanum heyrist skýrsl- an: „Áttunda dufli lagt“. Þegar klukkuna vantar 20 mín. í tvö, er 22. tundurduflinu lagt. Það var seinasta duflið, og verki okkar er lok- ið. Stefnan 90°. Nú eigum við síðasta áfangann eftir. Við komum upp á yfirborðið kl. 3, þegar dagur ljómar í austri. Þegar birtir, sjáum við reykj- arstrók framundan. Við siýrum í áttina, en skipið siglir krókótt, til þess að forðast kaf. báta. Við komumst ekki nógu nærri því, til þess að gera árás, en á 8000 metra færi sjáum við að það er brezkt orustuskip. Það gengur alltof vel til þess að við getum náð því með okk ar hálfri tíundu mílu, og horfum skömmustu- legir á það fjarlægjast! Rohne kallar: „Það stefnir til Malta!“ En við megum hvorki eyða tíma né olíu og verðum að sigla stytztu leið til Cattaro. Um kvöldið náðum við í loftskeyti frá Nauen, er þar skýrt frá tundurduflum útí fyrir Valetta! Þá hefir Bretinn orðið einhvers vísari. Næsta morgun sjáum við Ítalíuströnd og höldum inn í Otrantosundið um kvöldið. Áður en við förum gegnum varðlínu ítala, berast okkur „einkar gleðilegar“ fréttir. Um miðnættið sendir Nauen út fréttatilkynningu frá brezku flotastjórninni: „Orustuskipið Russel, undir stjórn Fremands flotaforingja, hefir rekizt á tundurdufl á Miðjarðarhafi; 124 menn fórust, 676 var bjargað“. Þá hefir Rohne haft rétt fyrir sér! Nóttin, sem fór í hönd, var niðadimm og næsta erfið : Otrantosundsins hafði verið vand- lega gætt af togurum síðan 1915, til þess að þýzkir og austurrískir kafbátar kæmust ekki í gegn. Og það kostaði þá alltaf mikla erfið- leika. Við urðum að kafa 1 sífellu bæði um nóttina og þlaginn eftir. E num sólarupprás hinn 30. apríl vorum við rétt utan við inn- siglinguna í Bocche di Cattaro, og austurríski tundurskeytabáturinn 73 F lóssaði okkur inn úr duflasvæðinu að móðurskipi okkar „Gaea“. Fyrsti hluti ferðar okkar var á enda, en báturinn hafði orðið fyrir tjóni. Auk áttavit- ans höfðu vélarnar bakað okkur ýmsa erfið- leika meiri og minni. Síðan við fórum framhjá Gíbraltar, hafði ekki verið hægt að loka alveg botnlokunni á þungageymi nr. 1 Hann gleypti mikið þrýstiloft. þegar við fórum upp á yfir- brrðið, vegna þess að ekki var hægt að þurr- ausa hann með austurdælunni, heldur varð að blása sjóinn úr honum í hvert skifti. Véla- útbúnaðurinn við tundurduflalagnirnar hafði laskazt mikið, og að lokum voru byrðingarnir orðnir svo þangi vaxnir, að okkar uppruna- legi hraði var kominn niður í 8 mílur. Það var tími til kominn, að láta fara fram nákvæma slcoðun. Samt gátum við verið ánægðir með árang- urinn. Það kom í ljós, að duflagirðing okkar við Malta hafði enn „lagt að velli“ tvö brezk herskip — beitiskipið „Nasturtium“ og vopn- aða snekkju,,Augusta“. Og það var vissulega rnikil gleði, þegar austuríski foringinn á ,,Gaea“ afhenti okkur heiðursmerki sam- kvæmt sérstakri skipun frá Franz Jósep keis- En mér rann kalt vatn milli skinns og hör- unds, þegar ég gaf mig fram við foringja kafbátadeildarinnar í Kiel, hálfum mánuði seinna, og bað um góðan mann í staðinn fyrir Pehrson háseta, sem fór í sjóinn. Clarenbach höfuðsmaður starði undrandi á mig og hróp- aði: „Hvað er þetta, Eruð þér lifandi ennþá! Ég hélt, að U 73 hefði farizt fyrir löngu!“ VÍKINGUR 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.