Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 26
Kafbátsforingi og kennimaður II. KAPÍTULI Ur Norðursjó til MiSjarðarhafsins. Aprílmánuður er duttlungafullur í Norður- sjó — og því verri sem lengra er farið norður á bóginn! Það fannst okkur að minnsta kosti. í Helgólandflóa var veður enn sæmilegt, en þegar við komum fyrir norðurodda Hjalt- lands, Muckle-Flugga, og tókum vestlæga stefnu út á Atlanzhafið, hrepptum við mjög þungan sjó og útnyrðingsrok, sem ekki leyndi uppruna sínum á hinum grænlenzku jöklum. U 73 sýndi nú ýmsa miður þægilega eigin- leika, sem áður voru ókunnir. Áttavitinn þoldi ekki hinar vaggandi hreyfingar bátsins, og var oft ekki nothæfur dögum saman, svo við vorum nauðbeygðir til að stýra eftir sól og stjörnum, en þegar himininn var skýjaður sigldum við eftir stefnu öldunnar. Vaktmenn- irnir á stjórnpalli voru skinnklæddir, og bundnir við handriðið, því að önnur hver alda reið yfir bátinn með þvílíkum krafti, að við misturn fótfestu. Hér lærði ég það í fyrsta sinn, hverja þýðingu það hefur, að stýra undan þungum sjóum,þar sem ekki tjáir að halda upp í. Þetta var nytsörn reynsla fyrir allt lífið! Ástandið var ekki gott um borð. Slcápar og kistur, sem voru skrúfaðar fastar, losnuðu og voru á ferð og flugi um bátinn. Matsveinninn hætti við alla eldamennsku, og ef einhver var svangur — flestir voru nú listarlausir — varð hann að láta sér nægja brauðbita. Ég sé ennþá fyrir mér Rohne liðsforingja. þar sem hann sat í kojunni og át með góðri lyst stóra rúgbrauðssneið með smjöri og lifr- arkæfu, og þar ofan á var lag af appelsínu- mauki og súrsuðu káli. Það er ekki spurt um smekkinn, ef lystin er annars vegar! Fyrsti vélstjóri virtist hafa misst alla matarlyst og leit mjög efablöndnum augum á tilveruna. Og eins og til að kóróna allt saman hagaði báturinn sjer jafn illa, þegar við köfuðum til þess að fá nokkurra stunda hvíld! Allt var þetta mjög fjarri því að vera stríð, því að við bárum ekki óvinarhug í brjósti til nokkurs lifandi manns, og vorum ánægðir með að tóra sjálfir. En þessir dagar höfðu þann kost, að við lærðum að haga okkur eins og sjómönnum sæmdi, og urðum ekki upp- næmir fyrir smámunum. Við vöndumst af öllu fáti og flaustri í erfiðum kringumstæð- VÍKINGUR um, og þegar illa gekk að kafa, og kallað var: ,,allir fram á“, mátti oft heyra gamanyrði um að „hlaupa aftur á“. Það einasta, sem við gátum ekki vanizt, var það, að helmingurinn af skipshöfninni var sjóveikur, og að þeir, sem hraustir voru, urðu að eyða tímanum í að þrífa eftir þá. Fyrsti vélstjóri var áhyggjufullur út af því, hvort olían myndi nægja til fyrstu austur- rískrar hafnar, og það þurfti ekki neinar spádómsgáfur til að svara, nema veðrið batn- aði stórlega! Og það skánaði líka töluvert næstu daga, eftir því sem sunnar dró. Það var að vísu enn mikill sjógangur, og bæði átta- vitinn og mikið af áhöfninni slæmt af sjóveiki, en okkur miðaði áfram og náðum suðurströnd írlands 11. apríl. Nú fór að verða meira líf umhverfis okkur. Gufuskip komu og fóru, en við gátum ekki ráðist á þau, því veðrið gerði okkur ómögulegt að kafa og skjóta tundurskeytum. Að kvöldi hins 11. renndum við upp að hliðinni á stóru seglskipi, sem stanzaði við aðvörunarskot okkar, og meðan skipshöfnin fór í bátana, reyndum við að skjóta það í kaf. Það var örð- ugt verk, því öldurnar skullu yfir þá menn, sem voru við fallbyssuna og skoluðu Pehrson háseta fyrir borð, þrátt fyrir allar varúðar- ráðstafanir, er öryggisfesti hans slitnaði. — Allar tilraunir til að bjarga honum mistók- ust, vegna þess að ekki var unnt að stýra bátn- um svona þungum til lands. — ,,Ich hatt‘ ein- en Kammeraten!" — Og þegar Inverlyon“ loks sökk eftir 20 skot, gat enginn okkar glaðst yfir þessum fyrsta sigri. Við vorum alla jafna kátir í okkar hóp, en þetta kvöld voru menn venju fremur þögulir, því að dauðinn var meðal okkar. Við áttum að leggja nokkuð af tundurdufl- um okkar úti fyrir Lissabon. Þar höfðu til þessa engin þýzk herskip verið. Þessvegna lásum við nú handbækur okkar og athuguðum sjókortið, til þess að kynna okkur allar að- stæður við höfnina í Lissabon. Hafið var nú orðið kyrrara með hægri und- iröldu, og U 73 velti sér áfram eins og hvalur. Á stjórnpalli var nokkurn veginn þurrt, en alda reið yfir þilfarið öðru hvoru, svo það var öruggara að treysta sig með mittisbandi. — Loksins skein sólin af heiðum, bláum himni. Það var ekkert að sjá, svo langt sem augað 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.