Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 22
ÍII. Aukið notagildi katíanna.
IV. Betri ending katlanna.
V. Veitidælan vinnur með kaldara vatni
með því að hitarinn er settur á þrýsti
leiðinguna.
Betra notagildi katlanna.
Ve.itiv. hitarinn dregur úr álagi á katl-
ana, og bætir með því notagildi þeirra. —
Minni hitanotkun léttir kyndinguna, eim-
þrýstingurinn helst jafnari svo og hraði ‘
skipsins. Allt þetta er ekki hægt að reikna
út, en það er viðbótarhagnaður.
Heitt veitivatn dregur úr misþenslu á kötl-
unum, sem orsakar sprungur og leka. Ending
katlanna verður því betri.
Gerð veitivatns hitaranna.
Margar tegundir eru til af veitivatns hit-
urum, en allar hafa það sameiginlegt, að
vatnið er látið streyma sem oftast í gegnum
pípurnar, til þess að fá nægan hraða á þa.ð.
Þetta er nauðsynlegt til þess að ná miklum
hita í litlu tæki. Stærð pípanna er venjuleg
19 m.m. og veggþykkt 2 m.m. Efnið oftast
látún.
1 sumum hiturum eru pípurnar U-lagaðar,
og eru báðir endar þá festir í sömu plötuna,
sjá 1. mynd. Séu pípurnar beinar, eru hafðar
2 pípuplötur. Er önnur þá laus til þess að gefa
eftir fyrir þenslunni, sjá 2. mynd. Oftast er
ytra byrðið gjört úr steypujárni einangrað
með magnesiu klætt stálþynnum.
Innstreymi glateimsins er venjulega að ofan
eða á hliðinni, en véitivatnsins og útstreymis-
ins til endanna eins og á 1. mynd. Veitivatns-
leiðningin er og ávalt útbúin lokunartækjum
svo að hægt sé að útiloká hitarann frá leiðn-
ingunni, ef hann bilar eða er tekinn til hreins-
unar.
Eldsneytissparnaður, sem næst með eim-
vatns hitara er sýndur með línuritunum I., II.
og III. einsog áður er sagt, og eru þau öll mið-
uð við eim, sem dreginn er frá aðalvél.
Þar sem vikavélar eru margar, sem gefa
glateim sinn til eimssvalans, getur sparnað-
urinn orðið allt að 12% við uppsetningu á
góðum veitivatns hitara.
Gæsla ejmvatns hitarans.
Sé útbúnaður eimvatnshitarans góður, er
gæsla hans mjög einföld, og í rauninni ekki
önnur en að lesa hitastigið á mælum, sem
festir eru á leiðsluna, við hvert hitunarstig.
Komi í ljós minnkandi árangur eftir nokk-
urra notkun, getur ástæðan verið sú, að pípur
vatnshitarans séu þaktar olíu, eða að loft
safnist í hann. Það er því áríðandi, að hit-
aranum sé þannig fyrir komið að auðvelt sé
VÍKINGUR
Bænar og |oal<l<arljóð
Lag': Blessunai' daggir lát drjúpa.
í brimróti er bárurnar rísa
björgun er enga að sjá,
láttu þá veginn oss vísa
vitana himninum frá.
Algóði faðir
einn getur hjálpað oss þú
kný menn til að bjarga og biðja
bjarga oss úr háskanum nú.
Einir í ofviðri hríða
erum með brotnandi skip
hastaðu’ á storminn hinn stríða
strax mun þá lygna í svip.
Bænirnar heyrir
blessaði faðirinn minn
ofviðrið óðara dvínar
opinn er faðmurinn þinn.
Vinir þið vasklega börðust
viku’ ekki skyldunni frá
ekki til einskis þið börðust
engill guðs stóð ykkur hjá.
Heilagi faðir
hugrekkið gefur oss þú,
í verki með vinunum kæru,
sem vasklega björguðu nú.
Við lofum þig lífgjafi hæða
fyrir líf þeirra er bjargaðir þú
gef oss, er öldurnar æða
einlæga lifandi trú.
1 baráttu lífsins
blessaði frelsarinn minn
lát orðið þitt veginn oss vísa
veginn í himininn þinn.
G. S. Þ.
Þetta ljóð var ort í tilefni af sjóhrakningum og
björgun í Vestmannaeyjum í ofviðrinu 1. marz s.L
að ná pípukerfunum til hreinsunar. Stund-
um má þá sjóða af þeim fituna með sterku
sódavatni.
Síðari ástæðan: í veitivatninu. sem dælt er
inn á katlana, er oftast nokkuð af lofti. Þeg-
ar vatnið síður losnar þetta loft og flyzt með
eiminum inn í vélina og þaðan með afrásar
eiminum inn í hitarann. Séu nú afrásir hit-
arans þannig, að loft geti lokast inni, t. d. í
vatnslásum eða eimfellu, eykst það smásam-
an og minkar hitaflötinn og dregur úr nota-
gildi hitarans. Það er því áríðandi að afrás-
irnar séu í lagi.
22
- ✓