Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 27
eygði, og við sigldum þetta með jöfnum hraða, suður á bóginn, með báðar vélar fyrir hálfu afli. Við ætluðum í okkar óboðnu heimsókn á Lissabonhöfn næstu nótt, og fara síðan strax í gegnum Gíbraltarsund og sigla inn í Miðjarðarhafið. Og þar átti lífið aftur að verða viðunandi! Ó, þú fagra, bláa Adríahaf! Ég þekkti það og elskaði frá fyrstu för minni þangað sem nýliði 1910. Hverjir af austurrísku vinunum mínum frá þeim árum, skyldu ennþá vera á lífi? Riscovary, Fischer, Rigele? Smám sam- an skýrðust nöfn og andlit í endurminning- unni, þegar ég rifjaði upp minningarnar frá æskudögunum. En ýmsir af gömlu félögunum af skólaskipinu ,,Hertha“, höfðu nú látið líf sitt í öldum hafsins! Von Guéard á ,,Emden“, Otto Spee greifi, von Klein, von Kries, Viet og nokkrir fleiri með beitiskipadeildinni við Falklandseyjar, Ileermann á S. 22, Jauch á U 40. Og hver verður næstur? „Maður fyrir borð!“ hrópaði Hennig báts- maður. Burt með alla drauma! „Stanzið báð- ar vélar! — Leggið mikið á stjórnborða!“ Alveg rétt, þarna kom höfuðið í ljós, maður- inn barðist um í öldurótinu. „Bakborðsvél fulla ferð áfram!“ U 73 sveigir í stórum boga. Kapteinninn skríður upp um turngatið. Kast- línur og björgunarbelti eru til taks. „Viðbún- ir miðskipa! Báðar vélar hæga ferð! — Stanz- ið!“ Ludolf bátsmaður og tveir hásetar standa fram á.En þegar sundmaðurinn grípur í grind- ina kringum fremsta djúpstýrið, ríður alda yf- ir U 73, og bógurinn stingst í kaf. Mennirnir þrír fram á halda dauðahaldi í netvarann. Þegar bógurinn kemur upp úr aftur, er sundmaðurinn horfinn! Jú, þarna, 10 metra framundan hliðfallt, flýtur hann meðvitund- arlaus á yfirborðinu. Það tekur of langan tíma að snúa bátnum á ný. Fangalínan hingað!“ En Ludolf er þegar stokkinn fyrir borð með iínuna og syndir í áttina til mannsins. Skyldi honum takast það? Sekúndurnar eru eins og heil eilífð. Nú nær hann mannjnum, bregður um hann línunni, og báðir eru dregnir um borð af sterkum örmum. En Truppner yfir- kyndari er stirður og sýnir ekkert lífsmark! Þetta er annar maðurinn á fimm dögum! Druknaði maðurinn er lagður í turninn, þar sem Hennig bátsmaður og 2. háseti gera á honum lífgunartilraunir. Þeir tæma sjóinn úr lungunum og byrja síðan öndunaræfingar: 10 mínútur, 20 mínútur, hálftíma. Kafteinn- inn hefur mist alla von. U 73 heldur aftur á- fram með hálfri ferð suður á bóginn. Sannar- lega er aðeins eitt skref á milli vor og dauðans. 27: En Hennig bátsmaður heldur áfram að dæla lofti: 40 mínútur, 50 mínútur. „Nú lifnar hann við!“ Og druknaði maðurinn fer að anda, hann opnar augun, geispar — og er lifandi! Hann er ennþá mjög máttfarinn og ber merki dauðans, en um kvöldið er hann þó aftur orðinn hress og kátur. Það varð bjart- ara yfir öllum skipverjum, þegar bölinu var bægt frá, og lífið kom aftur til okkar. Það þarf margt að gera þessa nótt, og hið liðna gleymist brátt í iðu nýrra atburða. Þó getur maður ekki stillt sig um að horfa á Trupner yfirkyndara með undarlegum tjlfinningum. Maðurinn var dáinn. Það gekk vel að leggja tundurduflunum. I dögun vissi enginn óviðkomandi, að fjögur dufl lágu í norður- og átta í suðurmynni Lissabonhafnar. Varðskipið, sem hafði séð skuggan okkar, var of seint í snúningum. Við vorum komnir í kaf og liéldum verki okkar áfram í friði, þegar það beindi leitarljósum sínum á staðinn þar sem við höfoum verið. Portúgalinn hlaut að álíta, að sér hefði mis- sýnst, og þannig fór fyrir fleirum! Að loknu starfi gerðum við okkur ósýni- lega og sigldum allan fyrri hluta dagsins á 20 metra dýpi úti í rúmsjó. Við notuðum þann tíma til að þvo okkur og raka, að því loknu snæddum við myndarlegan morgunverð, og síðast en ekki sízt fengum við okkur góðan blund, til þess að bæta okkur upp nætur- göltrið. Því ekki var gott að segja, hvað við tæki. En næsta atvik var þó aðeins spaugilegt! Kl. 11 er skipað: „Allir tilbúnir að fara uppá yfirborðið!“ Báturinn lyfti sér hægt. Sjónpípan kom upp úr. Kapteinninn leit snögt í kringum sig, síðan aðgætti hann allt vand- lega. „Ekltert grunsamlegt að sjá. — Tæmið alla sjógeyma!“ Báturinn kemur upp úr. „Opnið turnhlerann!“ Allt umhverfis okkur var heill floti af litlum fiskibátum, sem sýsl- uðu friðsamlega um net sín og færi, en allt í einu fóru skipverjar að hrópa og kalla, settu upp segl og þrifu árarnar. „Stanzið austur- dæluna!“ Vélarnar eru aftur settar í gang, og við siglum í suður með miklu reykskýi aftur úr okkur. Hennig bátsmaður hverfur skyndilega, en kemur brátt íljós aftur með merkjarúllu undir hendinni, gengur að flagg- stönginni, og augnabliki seinna blaktir franski fáninn við hún: Áhrifin voru auðsæ, og bátverjar urðu aftur rólegir. Ýmsir veifa til okkar húfum sínum, og friður ríkir á ný. ímyndun er sterkt afl! Meðan þessu fór fram sökk norska gufu- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.