Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 10
TIL ISLANDS
Er sé ég land mitt líða
í lagar bláa skaut,
mér sorgir undir svíða,
þá sigli ég á braut.
í tíbrá tilfinninga
ég tind þess síðasta leit.
Nú augun sjá ei annað
en Ægis víðan reit,
Af hjartans harmi og trega
mitt hljóðnar kveðju orð.
Þú ættland yndislega
mín Ægi girta storð.
Ég kveð þín f jöll og fossa,
firði, dali og ár,
þína himins björtu blossa,
þín blóm, — þín daggartár.
En hvar sem kann ég reika
um kvikult ólgu haf.
Þú landið bernsku leika,
er lán mér ungum gaf.
Víst mun ég þrá og þreyja
þig unz að blóð mitt frýs.
Á fósturfoldu deyja
ég framar öllu kýs.
SIGV. ÞORSTEINSSON,
frá Upsum.
RADDIR HAFSINS
Ef hlusta ég á hafið lengi,
hugann seiða djúpsins ljóð.
Þar er leikið létt á strengi,
líka æpt af jötunmóð.
Ægir bifar barmi sínum,
brjóst hans aldrei sefur rótt.
Ymur fyrir eyrum mínum
undrarödd hans dag og nótt.
Þar kramið hjarta klökkum rómi
kveður mér sinn sorgar óð.
Þó er það sem undir ómi
hið æsku frjálsa glaða blóð.
Kraftur sem að engu eyrir,
en æðir fram með stormsins þrótt,
grátkæfð rödd, sem Guð einn heyrir.
Grimdar-org um myrka nótt.
Slík er sjómannsins æfinnar endir,
þá allt sitt þrek hefir landinu veitt.
Úti í armæðu og örbyrgð ’ann sendir.
Það eitt gjald fyrir starf sitt fær greitt.
Látum íslands hetjur hafs frá veldi
hljóta laun eftir vel unnin störf:
Gleði og kyrðina á æfidagskveldi
hvíld og frið. Það er skylda og þörf.
SIGV. ÞORSTEINSSON,
frá Upsum.
Þetta var í fyrsta skifti sem keppt var um
June-Munktell bikarinn, En um fjiskimann,
Morgunblaðsins, hefir verið keppt fjórum
sinnum. í fyrsta skifti unnu skipverjar af b.v.
Arinbirni hersir, annað skifti b.v. Hilmir,
þriðja skiftið l.v. Sigríður og nú síðast Arin-
bjönr hersir aftur, en önnur skipshöfn og í
fyrsta skiftið. Það er skemmtileg tilviljun að
þeir á Arinbirni unnu Harðfara, landvætti
Vestfirðinga, því að Kristján Kristjánsson
skipstjóri og margir skipverjar hans eru
gamlir vestfirðingar. Það er ekki ólíklegt,
að í framtíðinni, þegar almennt verður farið
að veðja á bátana. Þá treysti hver bezt á sinn
landvætt, þeir sem þá ekki þekkja til skips-
hafnanna sem keppa. Má búast við; að oft
verði þröngt á þingi við veðborðið, og mikill
áhugi í mönum.
Skipverjar á b.v. Gylli vöktu í fyrra mikla
hrifni fyrir þá nýbreytni, að þeir réru allir
í eins skyrtum, sem var glæsilegt á að líta.
Það væri góður siður hjá útgerðarmönnum,
VÍKINGUR
að þeir gæfu skipverjum sínum sérkennileg
föt til að keppa í á Sjómannadaginn, og að
þeir styddu þátttöku sjómanna á allan hátt.
íþróttakeppni sjómanna hlýtur að vera
einn af merkisviðburðum ársins eins og í-
jþróttamót Ungmennafélaganna. Kappróður-
inn og sundið hafa mikið manndómsgildi,
örfar þrótt og framsækni Kappróðrarnir verða
til þess að sýna hvort við stöndum í stað, eða
hvort okkur miðar nokkuð áfram. Þegar at-
hugaður er tími keppendanna, þá er það ekki
mikið, sem á milli ber, oft ekki nema eitt
eða tvö áratog á hinni löngu leið.
Þeir sem þekkja ofurkapp íslenzkra sjó-
manna, skilja þann metnað, sem þeir leggja í
það, að bera sigur úr býtum. Sá metnaður
má aldrei ná til að skyggja á gleði manna yfir
leikjunum, eða deyfa löngun til þátttöku, og
mistökin eru til þess að láta sér þau að kenn-
ingu verða.
Henry Hálfdansson.
10