Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1942, Blaðsíða 30
Dor/d/cur Guðmundsson
sextugur
Framh. af bls. 11.
„Sóló“ var lengst Guðmundur Guðmundsson frá
Eyri, og heppnaðist sú útgerð ágætlega. Síðar
seldu þeir hann til Bolungavíkur.
Það mun hafa verið um 1912—13, sem útilega
hófst hér á línubátum. Þá réðist Þorkell á m.b.
Gylfa til Karls Löwe, hins atorkusama skip-
stjóra, sem var og brautryðjandi í nýbreytni
við veiðiskap. Síðan hefir Þorkell ætíð verið á
útilegubátum, og ekki fallið úr ein einasta ver-
tíð. Ég held að ég megi fullyrða, að þetta sé
eindæmi í sjómannssögu okkar Islendinga.
Eitt sinn er ég átti tal við skipstjóra hans
síðastliðin 18 ár, Guðmund Þorlák, barst tal
okkar að Þorkeli, og um hann sagði Guðmundur
meðal annars: „Ég man ekki eftir því í þessi
18 ár, er Þorkell hefir verið með mér sem há-
seti, að ég hafi nokkuru sinni tekið svo bauju,
að hann hafi ekki verið við færið, eða með að
taka baujuna. Hann hefir einnig að minnsta
kosti tekið hrygg úr fjórða hverjum fiski sem
ég hefi fiskað í salt þessi ár“.
Það vita allir hve gæfusamlega Guðmundi
Þorláki hefir gengið við fiskiveiðar af hvaða
tagi sem er, en ég held að það séu fáir nema
sjómenn sem geta gert sér í hugarlund þau
vinnuafköst sem Þorkell hefir ynnt af hendi,
þessi ár, ásamt þeirri þrautseigju er hann hefir
sýnt í baráttu við Ægi.
Árið 1911 giftist Þorkell merkiskonunni
Kristjönu Jónsdóttur frá Granda í Dýrafirði, og
reistu þau bú á Isafirði.
Kristjönu má setja á bekk með kvenskörung-
um, því það er ekki heiglum hent að taka og ala
upp 8 vandalaus börn, en þar mun hún hafa
ráðið mestu um. Þó það sé sameiginlegt hjá
öllum sjómannakonum, að vera tvennt í senn,
húsmóðir og að meira en hálfu leyti húsbóndi,
þá hefir Ki'istjana sýnt fádæma elju og dugnað
í sínum búskap.
Þegar menn hafa nú litið yfir þessar línur
mun margur hugsa: „Þorkell er nú búinn að
vinna mikið dagsverk og fer nú eflaust að hætta
þessu sjóvolki og hvíla sig“. Þetta er mjög eðli-
legt og sjálfsagt að svo sé hugsað, en því mið-
ur getur þetta í fæstum tilfellum staðist í veru-
leikanum. Lífsafkoma sjómanna, þar til „ástand-
ið“ skapaðist, hefir verið þannig, að þeir, sem
hafa haft 4—6 manns á framfæri, hafa ekki
verið aflögu færir, og oft oltið þannig, að aðra
vertíðina hefir safnast skuld, en hin vertíðin
VÍKINGUR
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband tslands.
Ábyrgðarmaður:
Halldór Jónsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjól'i.
Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
Konráð Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út einu sinni i mánuði, og
kostar árgangurinn 15 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er a Bárugötu 2,
Reykjavík. Utanáskrift: ,,Vikingur“, Pósthólf
425, Reykjavík. Sími 5653.
„Ófeigur11 í nausti.
vei'ið það betri að náðst hefir jafnvægi. —
Þannig mun þetta hafa verið almennt.
Hvað er svo gert til að létta undir með þess-
um mönnum, er lífsþróttur þeirra fer þverrandi
og þeir hafa löngun til þess að hafa jöfnuð
milli dags og nætur. Það er alls ekki neitt.
Nú hefir Fulltrúaráð 1 Sjómannadagsins í
Reykjavík ákveðið að beita sér fyrir því að kom-
ið verði á stofn hvíldar- og dvalarheimili fyrir
aldraða sjómenn, og er það fögur hugsjón og
ættu allir, þegar þar að kemur, að leggja eitt-
hvað af mörkum til þeirrar stofnunar. — En
það mun ekki verða endanleg lausn á þessum
málum.
Það er heilbrigð skylda þjóðfélagsins að verð-
launa aldraða sjómenn með öðru en skattaálög-
um. Þeir hafa kvaðir á hendur þjóðfélaginu,
en þær eru viss lífeyrir í ellinni.
Ég enda svo þessar línur með árnaðarósk-
um til Þorkels Guðmundssonar, og megi hann
eiga gæfuríka daga í ellinni.
Guðm. H. Oddsson.
80