Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1943, Page 10
en veðurstofur, sem aðstoða loftsiglingar, hafa
notað þessa þekkingu árum saman, og flugmenn
verða að læra það. Þetta er ómissandi þekking
fyrir lofthernað og flugsamgöngur. Vér gætum
flogið án benzíns og þótt vér hefðum ekki alu-
minium, jafnvel þótt vér hefðum ekki loftskeyti,
en vér gætum það ekki, ef vér þekktum ekki
veðurfræði Bjerkness.
Þér kynnuð nú að spyrja hvaðan hið nýkomna
morgunloft væri og hvernig það hafi kólnað,
þornað og orðið tært. Og þarna er einmitt
kjarni hinna nýju veðurvísinda, og þarna verð-
ur veðurfræðin að skiljanlegri og mjög svo
skynsamlegri landafræði. Morgunloftið, sem vér
erum að tala um, er komið frá Canada, en þar
hefir það verið hreinsað. Möguleikar til loft-
hreinsunar eru ekki fyrir hendi allsstaðar í
heiminum, þótt þeir séu það í Canada. Sérstak-
lega á þetta við á haustin, veturna og snemma
á vorin. Norðurhluti Ameríku verður þá nærri
því að vélrænni kælistöð. Hin vestlægu Kletta-
fjöll varna nýjum loftstraumum að komast inn
á þetta svæði, og loftið er hreyfingarlaust vik-
um saman. Snævi þakin jörðin, vötnin ísilögð
og hinn sífelldi kuldi við Hudsonflóann kæla
neðsta lofslagið sem næst þeim liggur. Þetta
kemur jafnvægi og kyrrð á lofthjúpinn upp úr
öllu valdi. Vegna þess, að kalda loftið er þungt
í sér og liggur í þykku lagi og þéttu lágt niður
við jörðina, er hér ekki um uppstreymi af heitu
og röku lofti að ræða, sem leitar upp í kaldari
og hærri loftslög, en einmitt slíkt fyrirbrigði
myndar skýin. Þoka getur samt myndast þarna
við yfirborð jarðar, en fyrir ofan hana eru hin-
ar löngu nætur norðursins stjörnubjartar út í
óendanlegan himingeiminn. Og út í óendanlegt
svartnættið, missir loftið smátt og smátt þann
hita, sem því hefir áskotnast í fyrri ferðum sín-
um um hin ýmsu svæði veraldai-innar.
Árangur margra vikna kyrrstöðu verður
geysilegt lofthaf, sem er allt ískalt, þurrt og
hreint. Það nær alla leið vestan frá Klettafjöll-
um austur til Labrador og frá ísauðnum norð-
urskautsins til sléttanna í Minnesota og Norð-
ur-Dakota. Og um þriðja víðernið, sem mest er
um vert, er það að segja, að það er ískalt alla
leið neðan frá yfirborði jarðar og upp í háloft-
in. f stuttu máli: þetta er hrein kuldalcista, eða
canadiskt heimskautaloft sem flugmennirnir
eru vanir að nefna það. Þegar bylgja af ó-
sviknu, fersku heimskautalofti flæðir suður á
bóginn og inn yfir Bandaríkin — og þetta skeð-
ur nærri reglubundið á fárra daga fresti, — þá
þurfið þér ekki á loftvoginni að halda til þess
að komast að því, hvað hér er að gerast. Hér
þarf enga skarpskyggni eða kennisetningar. Þér
getið séð loftið sjálft, þreifað á því og heyrt
til þess. Það kemur æðandi undir heiðskýrum
himni, þvert yfir Dakota-fylkin. Menn fara í
þykka ullarfrakka og moka á eldinn í hitun-
artækjum íbúðarhúsanna. Það flæðir suður
Missisippidalinn sem kuldabylgja á vetrum, en
þægilegur svali á sumrin.
Vindurinn er á norðvestan og þeytir á undan
sér litlum skýjahnoðrum. Á vetrum sópast þetta
ef til vill alla leið suður til Tennessee eða Karó-
línufylkis með frosti og heiðskýrum himni.
Svertingjarnir fara að skjálfa í bjálkakofunum
og lungnabólgufaraldur veldur dauðsföllum.
Stundum nær þetta suður til Texas á ströndum
Mexicoflóans, þar kallast þetta veðurlag „norð-
angarri", og kýrnar þyrpast að eldunum við
olíubrunnana til þess að fá sér hlýju, en fugla-
skyttur deyja vegna ofkælingar á mýraflákun-
um við ströndina. Canadiskt heimskautaloft
kemst stundum suður á Floridaskaga, skaðar
appelsínuræktina og veldur verzlunarráðinu á-
hyggjum. Veruleg íhlaup hafa stundum náð alla
leið niður til Mið-Ameríku. Þar óttast menn
þennan napra norðannæðing.
Canadiska heimskautaloftið er aðeins ein af
mörgum tegundum loftstrauma. Svo að talað sé
venjulegt almúgamál, þá felst hin mikilvæga
norska uppgötvun í því, að loftið hefir alltaf
sérstök einkenni. Það er aldrei bara loft, held-
ur er alltaf eitthvað sérstakt við það. Það sem
vér köllum „veður“ orsakast af víðáttumiklum
risabylgjum í loftinu, sem flæða inn yfir lönd-
in og álfurnar dögum saman í einni striklotu
og flytja alltaf með sér eina eða aðra sérstaka
tegund lofts, „ve‘öráttu“. Það er ekkert vísinda-
legt við neina af þessum tegundum veðráttunn-
ar. Sérhverja tegund er auðvelt að sjá, heyra
og f inna, j afnvel borgarbúinn kannast við þetta,
þótt hann geri sér ef til vill ekki sjálfur grein
fyrir því. Sérhver tegund hefir sín sérstöku ein-
kenni, sitt hitastig, kulda, raka, tærleika eða
skyggni, hverri tegund fylgir sérstök birta.
Reykurinn hagar sér mismunandi, þegar hann
kemur upp úr skorsteininum eftir veðráttunni.
Stundum læðist hann letilega, stundum þeytist
hann áfram, stundum flýtur hann burt í lögum.
Aðallega af þessum einkennum er hægt að
greina og þekkja hinar ýmsu tegundir loft-
strauma. Hver loftstraumur hefir sín sérkenni,
sem öll til samans skapa sitt sérstaka veðurlag,
„sína góðu og vondu daga“. Hvort dagurinn er
þungbúinn, blíður eða leiðinlegur, fer nærri ein-
göngu eftir því, hverskonar loft hvílir yfir
byggðarlagi yðar á hverjum tíma. Og ef þér
reynduð að lýsa veðrinu með gamla laginu sem
vindátt, veðurhæð, raka, útliti skýjanna, tækist
VÍKINGUR
106