Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 4
vildu- fram úr þessu, og voru þess líka megnug- ir. SíÖastliðið vor stóð Islendingum til boða al- tilbúin fullkomnasta verstöðvaraðstaða á bezta stað við Vestur-Grænland. Þetta leit mjög glæsi- lega út, því það var aðstaðan til upplags, sem bakað hafði Grænlandsskipunum árið áður mesta erfiðleika. En þegar komið var til bank- anna með þetta mál þannig vaxið, var þver- neitað um nokkurt lán til nokkurrar útgerðar við Grænland. Bankarnir kröfðust þess, að hver fleyta yrði send á síldveiðar við Norðurland. Þetta virðist einnig. þá hafa verið krafa for- ráðamanna landsins. I fimm undanfarin sumur voru þeir og bankarnir búnir að knýja allan vélskipaflotann út á síldarlausan sjó við Norð- urland, og fargið af þessu sífelda tapi ár eftir ár var að því komið að sliga þjóðina. Þar sem lýsisverðið var hátt síðastliðið vor, átti enn að spila í síldarlotteríinu sjötta sumarið og taka inn stórvinning. Ekkert tillit var tekið til þess, að búið var að sanna, að Norðurlands- síldin hrygnir alls ekki hér við land, og átti því og á því ekkert brýnt erindi hingað til lands. Ekkert var hugsað út í það, að þær or- sakir, sem búnar voru að valda síldarleysi í fimm sumur, kynnu að vera eitthvað meira en ,,dægurfyrirbrigði“, þótt síldin við Austurland sé búin að bregðast í meira en hálfa öld! Ekk- ert var hugsað út í það, að saltfisksmörkuðun- um, sem voru áður undirstaða alls íslenzks at- vinnulífs, en ísland hafði algerlega vanrækt síðan fyrir stríð, yrði Island þó að reyna að halda, er allir aðrir fiskmarkaðir brugðust. En á undanförnum árum hafa keppinautar vorir og útgerð markaðslandanna sjálfra unnið kapp- samlega að því, að fylla þessa markaði og koma Islandi út af þeim út á kaldan klakann, og hef- ur þeim tekizt það allt of vel. Þetta ráðslag bankanna og forráðamanna vorra minnir miklu meira á spilamennsku og þann lýð, sem safnast í spilavítið í Monte-Carlo, en á ábyrga fjármála- og atvinnustjórn. Eins og líka allur áhugi nú beinist að krónufellingu, kaupkröfum, gjaldeyrisforréttindum og öllu öðru en einmitt því, að afkasta verki og draga afla úr sjó. Það er langt síðan að hinir færustu og glögg- skyggnustu menn sáu það og bentu á það, að síldarskipin við Norðurland voru orðin of mörg og spilltu hvert fyrir öðru í kapphlaupinu um hinar fáu torfur, svo að ekki myndi aðeins afl- inn á hvert skip, heldur og heildarafli alls síld- veiðiflotans nyrðra verða meiri, ef síldarskipin yrðu færri, t. d. þriðjungi færri. Er landsstjórnin því í vor bjó til reglugerð varðandi landhelgi við Norðurland og gaf út auglýsingu um, að íslenzk skip yrðu að sækja um leyfi til að fara á síldveiðar, hugðu sumir, að nú ætti loks að ráða bót á ófremdarástandi undanfarinna ára og fækka síldarskipunum, og þar með gefa hverju skipi von um meiri afla. Þessi auglýsing skapaði þannig aukinn áhuga fyrir því, að gera út á síld, enda mun tilgang- urinn með henni hafa verið sá einn, þar sem engin takmörkun átti sér stað, og allir fengu leyfi, sem sóttu! Það er enn augljóst mál, að heildaraflinn á þann þriðjung eða helming síldarskipanna, er minnst afla, er svo lítill, að skipin í þeim helm- ingi síldarskipanna, sem mestan hafa aflann, þurfa ekki að auka afla sinn nema örlítið til þess að bæta það upp, þótt aflaminnsti þriðjung- ur (eða helmingur) skipanna gengi úr leik. Það virðast enn fremur vera sömu skipin, ár eftir ár, sem afla lítið af síld, og sömu skipin ár eftir ár, sem eru aflahæst á þeirri veiði. öll skip og allir menn eru sýnilega ekki jafn vel fallnir til síldveiða. Hér þarf því verka- skiptingu milli skipanna, svo að allir hafi starfa við sitt hæfi, t. d. þorskveiðar við Grænland eða lúðuveiði við Grænland eða hér o. s. frv. Sjötta síldarleysisárið er nú alveg að sliga þjóðina fjárhagslega. — Bankarnir velta nú skuldafarganinu áfram með prentun nýrra himinnhárra bunka af ótryggum seðlum og hraðstýfa krónuna með því æ meir og meir hvern einasta dag. Seðlaprentun og víxilfram- lengingar virðist vera sú einasta atvinna, sem stunduð sé með kappi og áhuga á íslandi nú! Ekkert er algengara þessa dagana en bar- lómur yfir síldarleysinu. En á úrræði gegn því er ekki minnst. Það lítur svo út, sem halda eigi enn áfram með það — að það sé fastur ásetn- ingur allra valdhafa — að senda allan vélskipa- flotann á síldveiðar við Norðurland næsta sum- ar og svo áfram, þótt ekkert aflist. Slíkt virð- ist engu máli skipta frá þeirra sjónarhól. Það á engu að breyta. Enda hlýtur þjóðfélag, sem byggt hefur meginafkomu sína um mörg ár á jafn glæfrasamri atvinnu og síldveiðum við Norðurland, að vera orðið að spilavíti, sem er oi'ðið fráhverft og fjarrænt atvinnusjónarmið- um. Þess vegna verður sjómannastéttin nú sjálf að risa upp og taka í taumana. Útveginum verður ekki til lengdar haldið uppi með því að prenta milljónatugi af ótryggum seðlum og framlengja víxla, því krónan er senn orðin al- veg verðlaus. Honum verður einungis haldið uppi með því, að hafa öll skipin í arðbærri veiði allan ársins hring. Og áhættu sjávarút- vegsins verður aðeins dreift með því, að hafa skipin við sem margvíslegastar veiðar. En það, 236 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.