Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 20
Skipstjórinn stígur upp á stjórnpallinn, það «r að segja — það, sem raunverulega skeður, er að hann tyllir mögrum sitjandanum upp á sykurkassa á hvolfi og leggur óhreinar hend- urnar á stýrishjólið, lokar augunum fyrir öm- urlegu umhverfinu og lætur sig dreyma. Skip- stjórinn er fullur. Það er laugardagur. Og hvers konar stjórnpallur er þetta líka? Sykurkassi bak við skítugt stýrishjól, segir hann sjálfur. Og skipið þá. Það er hvítt og heitir Dúfan, það er að segja — það hefur einhvern tíma verið hvítt, en málningin er að flagna af því. Og hvað er svo burðarmagnið, og hver er gang- hraðinn, og hvernig er skipshöfnin, og hvar er hafið? Já, hafið, það er nú ekkert smáræðis- haf. Það er stöðuvatn uppi í Norðurbotni. Ofar kemst engin landleiðina á skipi, segir Jónas G. Botnhamar, skipstjóri. Nú er þér bezt að loka augunum aftur, J. G. Botnhamar, segir hann við sjálfan sig. Eða þá skipshöfnin! Skipshöfn- in strákur, sem tekur við tuttugu og fimmeyr- ingunum. Og ganghraðinn er ekki meiri en svo, að vel má labba með skipinu þar, sem grynnst er — og þetta haf er víða grunnt — og Dúfan er gufubátur með vélstjóra, og tekur hér um bil fimmtíu farþega. Á laugardögum og sunnu- dögum er hún í förum út að ígulskeri, sem er í miðju vatninu, einn kílómeter frá landi. Þetta haf er svo grunnt, að það gruggast þegar við komumst upp í hálfa sjómílu, hefur skipstjór- inn sagt. Nú hottar hann háðslega á bátinn: Áfram með þig, gamli jálkur, því að í dag er skapið í daufara lagi. Og svo er haldið af stað. Á laugardögum og sunnudögum er dansað úti á ígulskeri, og stundum hefur Hjálpræðisher- inn líka samkomur sínar þar. Dúfan flytur ferðamannahópa og einstaklinga, eins og stend- ur í auglýsingunni. E.s. Dúfan, skipstjóri J. G. Botnhamar. Þessi vikulega auglýsing er eina heiðurstákn- FERÐALOK Smásaga eftir Eyvind Johnson ið, sem lífið hefur að bjóða J. G. Annars býður það honum harla lítið. Laugardagsfylliríið er vængurinn, sem hann breiðir yfir þungbúið and- lit sitt, sem er rautt og horað og einkennilegt ásýndum. Hárið er hæruskotið, og augnaráðið sljótt. En á laugardagsfylliríinu er hann ennþá mikill karl, eða dálítill, að minnsta kosti. Hér er hann strandaður. Vélin stendur í holunni sinni í miðjum bátn- um og skellur og skellur. Hvers vegna ætti J. G. að vera að opna augun, til þess að verða þess vísari, sem hann þegar veit: að þetta er ömurlega lítilmótlegur bátur? Þegar ég sigldi almennilegum skipum, hafði ég tíu báta eins og þennan hangandi í davíðunum, hafði hann sagt árið áður, þegar hann varð skipstjóri á Dúfunni. Við kölluðum þá smábátana. Já, víst gerðum við það. Þá hafði herra A. Júbelíus, eigandi tízku- og klæðaverzlunarinnar, hluthafi í Dúfunni og stórlax í bænum, veifað göngustafnum sínum eins og hann héldi á kvarða, og sagt, að þá væri J. G. sem sagt orðinn skipstjóri á smá- bát. Væri hann ekki ánægður með það, skyldi hann bara segja til. Það yrði sjálfsagt ekki ýkja mikill vandi að ná í mann til að stjórna svo litlum- bát. Eða hvað hélt skipstjórinn? Þá þagði Botnhamar skipstjóri og hugsaði um afkomuna. Það er tilgangslaust að nöldra. Bær- inn er of lítill, báturinn of lítill, lífið of þröngt. Og í vímunni leggur hann aftur augun og held- ur þeim lokuðum. Lengra lcemst hann ekki — þessa leið, hugsar hann með sér. Minni bátar eru ekki til. Þetta átti þá fyrir mér að liggja. Ójá. Báturinn er rétt að leggja frá landi með fimmtíu dansfífl um borð, þegar herra Júbelíus kemur hlaupandi niður Aðalstræti. Hann ætlar að koma með. En til hvers? Ekki ætlar hann þó líklega að fara að dansa? Og svo hrópar hann til þeirra og segir þeim að snúa við, því 252 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.