Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 21
að hann ætli að koma með. Hann hættir að hjaupa og gengur makindalega niður á bryggj- uha, Þegar herra Júbelíus skipar, verður bát- urinn að hlýða. Svo er ekki meira um það. Eins og { draumi heyrir Botnhamar skipstjóri sjálf- an gig segja við vélstjórann: „Aftur á bak, ólsen. Gölturinn þarna ætlar ljha með“. Unga fólkið á bekkjunum tekur að flissa. Báturinn rennur flissandi upp að litlu bryggj- unni. Hann tekur djúpa dýfu, þegar herra Júbel- íus stígur um borð. Skipstjórinn lítur ekki einu sinni upp. Hann situr enn með lokuð augun. „Jæja, þá höldum við af stað“, segir herra Júbelíus með myndugri, en vingjarnlegri rödd. „Þá höldum við af stað, skipstjóri — með full- an bát af þessum fallegu börnum“. Hann kinkar kolli til Kristjáns búðarmanns, sem staðið hefur á fætur og boðið honum þröngt sæti. Kristján skal fá viðurkenningu fyrir góða hegðun. Stúlkurnar verða að þjappa sér saman, til þess að herra Júbelíus komist fyrir. Hann brosir glaðlega til þeirra allra. Honum lízt vel á þær, og svo er frú Júbelíus heldur ekki heima í sumar. Umferðin er ekki ýkja mikil á vatninu. Við fjöruna situr strákur í pramma og dorgar. Nokkrir ungir menn eru á leið út að ígulskeri í árabátum, til þess að spara tuttugu og fimm- eyringana sína. Lundholm forstjóri er að fara laugardagsferðina sína kringum vatnið í vél- bátnum sínum. Og á miðri leið liggur eitthvað, sem minnir á seglbát. Skipstjórinn opnar aug- un ofurlítið og þekkir hann strax. Það er venju- legur árabátur, brúntjargaður og nokkuð gis- inn. Einn situr við stýrið og annar eys. Sá þriðji er bara með. Hann er að syngja. „Beygðu frá, skipstjóri!“ æpir hann. Og Botnhamar skipstjóri snýr skítugu stýris- hjólinu og beygir frá. Því að í bátnum sitja einu mennii-nir í bænum, sem hann hefur nokkra samúð með. Það eru bræðurnir. Þeir eru ekki bræður nema í andlegum skiln- ingi. Við erum bræður stormsins og hafsins! sagði skipstjórinn einu sinni, þegar betur lá á honum en nú. Kalli Nílssen, timburmaður, hefur sem sé líka verið í siglingum, og meira að segja farið suður fyrir miðbaug. Það er hann, sem syngur. Maðurinn við stýrið er Bengtsson blikksmiður, sem einu sinni var í flotanum. Það er ekkert sérstakt við hann, en hann á bátinn og er auk þess fyrirtaks náungi. Og sá þriðji, sem er að ausa, er bara hann Smálands-óli. Hann er vegagerðarmaður, sem flækzt hefur mörgum sinnum um landið þvert og endilangt, og lenti að lokum hér af tilviljun. Af því er bátinn snertir, er hann sem sagt ekki seglbátur í raun og veru. En Kalli Nílssen hefur fengið þá hugmynd, að gaman væri að sigla spotta- korn. Hann hefur lagt stóran stein í botninn á hriplekri fleytunni, sett upp mastur og saumað segl. Það er nú einu sinni svo, þegar öllu er á botninn hvolft, að austurtrogið er aðalatriðið við allar siglingar, segir hann. Og þessir þrír bræður stormsins og hafsins heilsa þeim fjórða. Þeir veifa brennivínsflösku til hans. Þetta eiga þeir þá eftir. Og vélstjór- inn á Dúfunni fer nærri um það, hvað glatt geti skipstjórann. Jafnvel þótt sjálfur herra Júbel- íus sitji um borð, eyðir hann svolítilli gufu- skvettu í eimpípuna. Skipin mætast, og bræð- ur stormsins og hafsins skiptast á kveðjum. Botnhamar skipstjóri virðist bókstaflega vera vakandi í tvær mínútur — eða þangað til herra Júbelíus segir: „Hafið þér hugsað yður að sigla bátnum í strand, herra skipstjóri?" J. G. svarar ekki. Ég er vesall ræfill, hugsar hann, vesall ræfill. Ég ætti að rísa upp og .... En í sama bili áttar hann sig á því, að hann hafi raunverulega verið að hugsa um að sigla í strand. Það hefðu verið viðeigandi ferðalok. Það er laugardagskvöld í ágúst, og sumarið er brátt á enda. Nú sígur enn meiri höfgi á skipstjórann. Það er vandalítið að halda stefn- unni hér, báturinn gerir það nærri því sjálfur. Það brakar í höfðinu og brakar í sykurkassan- um. Vélstjórinn hleypir aftur gufuskvettu inn í eimpípuna. Báturinn er kominn að skerinu. Þrjár ferðir eftir í kvöld. 1 draumnum heldur báturinn áfram, hann stefnir til Sælulandsins, hann fer yfir miðbaug- inn, og á stjórnpallinum stendur skipstjórinn — æðstráðandi um borð. Meðan Dúfan mjakast upp að skerinu, stefnir Botnhamar skipstjóri beint inn í minningarnar. Stóru, hvítu ham- ingjuskipin lúta boði hans og banni. Þau sigla stolt yfir Miðjarðarhafið, gegnum Gíbraltar- sund og suður fyrir miðbaug. Stóru, hvítu ham- ingjuskipin sigla gegnum blómailm og sælu- vímu. Og önnur skip, stórskip frá Hamborg og Dunqerque og Cherbourg og Newcastle; og ris- ar með stjörnunöfnum (J. G. Botnhamar, skip- stjóri og æðstráðandi) fara sumarferðir til Stockholms og Knöskaness og sigla gegnum blómaangan vetrarins í Suðurhöfum. En við miðbaug kemur sj úkdómurinn, snertir skip- stjóra og æðstráðanda og hvíslar: Komdu! Og skipstjórinn er fluttur yfir á önnur skip, enn fær hann skip, og sjúkdómurinn brýst aftur út, og skipin verða minni og minni. Farþega- VÍKINGUR 253

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.