Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 9
Bréfi svarað NCDKKUR DRÐ TIL FRIÐRIKS V. DLAFSSDNAR SKÚLASTJÓRA Herra skólastjóri! Þér sendið mér nokkrar línur í síðasta blaði Víkings, og eruð þar heldur gustmikill og þung- orður, svo að ætla mætti af sumum orðum yðar, að ég hafi í meira lagi á hluta yðar gert. Þér vænið mig um ósannindi, kveðið mig fara að yður með bægslagangi og viðhafa tilefnislaus stóryrði. Fleira áþekkt góðgæti bjóðið þér mér af miklu örlæti. Þá krefjið þér mig svars við ákveðnum spurningum, sem að vísu eru deilu okkar ekki með öllu óviðkomandi, en virðast þó helzt fram bornar í því skyni, að færa hana yfir á nýjan vettvang, þar sem þér haldið yður standa nokkru fastari fótum en á hinum fyrri. Nú væri enginn hlutur auðveldari en að bera á borð fyrir yður áþekkar góðgerðir ósanninda- aðdróttana og köpuryrða, án þess að staðlausari væru en yðar stafir. Þau vopn mega þó liggja ónotuð af mér. Hins vegar vildi ég fara nokkr- um orðum um deiluefni okkar í heild, og svara síðan spurningum þeim, er þér hafið til mín beint. Grein sú um sjómannaskólann, er birtist í 5. tbl. Víkings þetta ár og yður hefur sárnað mjög, eins og þér hafið tvívegis vottað á prenti, fjall- ar einkum um tvö atriði, sem nú skulu athuguð nokkru nánar. I fyrsta lagi: Því var haldið fram í grein- inni, aðfiað væri til fullkomins vanza, að smíði sjómannaskólans skuli enn vera hvergi nærri lokið, þótt liðin væru fimm ár frá því er þar var hafin kennsla. Á þessu tímabili hefur þjóð- in þó varið risavaxnari fjárhæðum til skóla- bygginga og annara kennslumála en dæmi eru til áður. Með tilliti til þess, að sjómannaskól- inn í Reykjavík er eina menntastofnunin á landinu, sem helguð er einni stærstu, og að allra dómi einhverri nauðsynlegustu atvinnu- stétt þjóðfélagsins, þótti seinagangur þessi í fyllsta máta ámælisverður. Hitt átti hver mað- ur að geta skilið, að gagnrýni þessi beindist ekki fyrst og fremst að byggingarnefnd skólans né skólastjórum hans, heldur þeim aðilum, sem með fjárveitinga- og framkvæmdavaldið hafa farið, Alþingi og ríkisstjórn. Að hinu var ekki vikið í greininni, að forráðamönnum skólans bar að sjálfsögðu skylda til að standa fast í ístaðinu fyrir skólans hönd, þegar sýnilegt var, að fjárveitingavaldið hafði hann að hornreku, veitti fé af miklu örlæti til nýrra skólasmíða, meðan menntasetur sjómanna stóð ófullgert og þar af leiðandi litlu meir en hálfnotað. Um þetta var ekki rætt, þar eð maður efar ekki að óreyndu, að forystumenn skólans hafi í því efni sýnt fulla árvekni og eðlilegan metnað fyrir skólans hönd. En hitt er mér furðuefni, að þér, herra skólastjóri, skylduð sjá ástæðu til að bregðast öndverður við, þegar tómlæti hins opin- bera gagnvart skólanum var gagnrýnt. Hitt nieginatriði Víkingsgreinarinnar var á- drepa nokkur um lóð skólans. Engum, sem er það áhuga- og metnaðarmál, að sjómannaskól- inn sé ekki hornreka meðal menntastofnana landsins, blandast hugur um það, að lítil prýði er að sumum verksmiðjukumböldunum, sem hrúgað hefur verið upp í nágrénni skólans, auk þess sem þrengt hefur verið meira að skólalóð- inni en góðu hófi gegnir. Ótrúlegt þætti mér, að forystumenn háskólans hefðu tekið þvi þegj- andi, ef háskólalóðin hefði verið skert á svip- aðan hátt. Þar kemur réttmætur metnaður yfirstjórnenda stofnunarinnar fram í verkum, því nú er árlega unnið að fegrun háskólalóðar- innar, og er hún að verða hin mesta bæjar- prýði, sVo sem vera ber. En útlit lóðar sjó- mannaskólans er slíkt, að mikla nægjusemi virð- ist þurfa til að búa við það árum saman. í Víkingsgreininni var það talið ámælisvert, að svo skyldi að sjómannaskólann búið af ríkisins hálfu, jafnt úti sem inni, eins og nú var lýst. Og það get ég sagt yður, herra skólastjóri, að þetta var ekki að tilefnislausu mælt né af óvild til skólans. Fjöldi sjómanna hefur þann metn- að fyrir hönd stéttar sinnar, að þeim finnst tómlæti stjórnarvaldanna gagnvart skólanum með öllu ósæmandi. Á þingum Farmanna- og fiskimannasambands íslands hafa hvað eftir annað verið samþykktar tillögur og áskoranir til viðkomandi aðila um að láta fullgera sjó- mannaskólabygginguna, skerða ekki lóð skólans fremur en orðið'er, en veita fé til þess að lag- færa hana. Mér er jafnframt kunnugt um það, að í einu stéttarfélagi sjómanna hefur óánægjan með aðgerðaleysi hins opinbera í bygginga- og V I K I N G U R 241

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.