Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1950, Blaðsíða 5
Um Færeyjar Eyjaklasinn. Frá ströndum Vestur-Evrópu og- allt til ís- lands liggur grunnsævishryggur, sem aðskilur djúp Norður-Atlantshafsins frá djúpi Norður- Ishafs. Þetta er í raun réttri neðansjávar-fjall- garður. Á nokkrum stöðum skaga neðansjávar- fjöllin á fjallahrygg þessum langt upp fyrir yfirborð sjávar. Á 62 gráðum norðurbreiddar og 7 gráðum vesturlengdar rís eyjaklasi úr sæ. Þetta eru Færeyjar. Þær eru 18 að tölu, fyrir utan hólma og sker. Eyjarnar eru aðskild- ar af þröngum, djúpum og víða straumhörð- um sundum. Straumurinn í færeysku sundun- um rennur þó ekki alltaf í sömu áttina, en breyt- ir um stefnu á mismunandi tíma á lögmáls- bundinn hátt, sem orsakast af flóði og fjöru. Eyjarnar eru mjög hálendar og í’ísa þverhnípt- ir hamraveggir úr sjó í mörg hundruð metra hæð, einkum að norðan og vestan. Austan á eyjunum er meira láglendi og þar eru flestir lendingarstaðirnir við víkur og voga, sem inn í þær skerast. Hæsti tindur á Færeyjum er Slattaratindur á Austurey, 882 metrar á hæð. Veðrátta. Loftslag á Færeyjum er mildara en breiddar- gráða þeirra bendir til. Veldur því vafalaust sem mest liggur á að leiðrétta í þessum efnum er það, að takmarka fjölda síldarskipanna við Norðurland; senda ekki önnur skip þangað en reynzt hafa fær um að afla síldar, en beina vaxandi tölu skipa á þorsk-, lúðu- og karfaveiðar við Grænland. Aldrei áður hefur veriö þvílík þörf á því sem nú, aö félagssamtök sjómanna taki í taumana og meö mætti sínum og áhrifum knýi þaö fram, aö hafin sé þegar vel undirbúin útgerö viö Grænland, því þaö er leiöin út úr ógöngum sjávarútvegsins. — Grænlandsmiðin geta orðið alveg sama gullkistan fyrir okkur og þau hafa verið um mörg ár fyrir útgerð Færeyinga, þ. e. þegar við erum búnir að fá slíka reynslu og þekkingu og Færeyingar eru búnir að afla sér á öllu við Grænland. Og sumarið 1950 verður að verða sjötta og síðasta sumarið, sem sauð- þráir valdamenn fái sent allan vélskipaflotann út á síldarlausan sjó við Norðurland. Jón Dúason. og Færeyinga Joannes Patursson. Golfstraumurinn, sem jafnan leikur um strend- ur eyjanna á leið sinni sunnan frá Mexico- flóa norður og austur um Atlantshaf og upp að vesturströnd Noregs. Þó loftslagið í Fær- eyjum sé mildara en búast mætti við, þá er þar þó ekki um neina Paradísarsælu að ræða. Tíðarfarið er mjög óstöðugt og skiptast mjög á stormar, þokur og rigningar. Þó getur verði'ið stundum verið mjög gott í Færeyjum og þá eru eyjarnar einstaklega skemmtilegur staður. Landkostir. í Færeyjum finnast ekki málmar í jörðu, að undanteknum eins konar surtarbrandi á Suður- ey. Skógar eru þar engir, heldur og engin korn- yrkja. Landkostir verða því að teljast rýrir, einkum þegar þess er gætt, að fiskimiðin kring- um eyjarnar eru að mestu upp urin, miðað við það, sem áður var. Veldur því að mestu tak- markalaus rányrkja útlendra fiskimanna við eyjarnar. Eru fiskimiðin við Færeyjar gott dæmi upp á það, hverjar afleiðingar rányrkjan hefur á fiskveiðar við strendur hinna ýmsu landa. V í K I N G U R 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.